Íslendingaþættir Tímans - 11.10.1975, Síða 8
Helga
H allgr í ms dó ttir
Unaósi, Hjaltastaðaþinghá
Helga lézt að heimili dóttur sinnar,
Ólafar, og manns hennar Alfreðs Aðal-
bjarnarsonar, að Unaósi 4. sept s.l.
Ég hef þekkt Helgu siðan sonur
mirin, Bragi, kom fyrst til Unaóss til
sumardvalar fyrir 16 árum, þá lltill
drengur.
Helga var fædd að Birnufelli i
Norður-Múlasýslu 7. nóv. 1888. Föður
sinn missti hún ársgömul, en ólst upp
með móður sinni til 10 ára aldurs.
Föðuramma Helgu sækir hana þá,
vegna veikinda móður hennar og fer
með hana til Seyðisfjarðar en þar var
staddur Björn Jónsson prentsmiðju-
stjóri frá Akureyri, en hann var giftur
Helgu dóttur Margrétar, sem var
föðursystir Helgu. Björn og kona hans
höfðu boðið Helgu til sin i fóstur. A
miðri Fjarðarheiði segir amma Helgu
henni þau sorgartiðindi, að móðir
hennar sé dáin. Oft minntist Helga
þess hvað sporin voru þung, sem eftir
voru ferðarinnar. Helga undi hag
sinum vel á Akureyri hjá Birni og konu
hans, en þau áttu einn son litlu yngri
en Helga var, sá héti Helgi. Helga naut
skólagöngu á Akureyri, bæði i barna-
og kvennaskóla. Helga var vel greind
og hafði frábært minni. Oft sagði hún
mér frá þessum*árum áhyggjuleysis
og gleði á Akureyri. Helga hafði næmt
eyra fyrir tónlist, en þá var mikið
sönglíf fyrir norðan. Ekki veit ég hvort
hún tók virkan þátt i sönglifinu, en oft
sagði hún: „söngurinn göfgar, hann
lyftir i ljóma”.
Arið 1907 deyr fóstra hennar, en
miklir kærleikar voru með þeim og
kallaði Helga hana „systur” (föður-
systir), þá flyzt Björn til Eskifjarðar
með börnin, en þar eru þau aðeins eitt
og hálft ár. Siðan er 'aftur farið til
Akureyrar. Eftir þetta er Helga á
ýmsum góðum heimilum norðanlands,
m.a. Einarsstöðum i Reykjadal, Ósi i
Hörgadal. Hjá hjónunum Kristinu og
Kristni Briem kaupmanni á Sauðár-
króki er Helga I nær 5 ár. Þaðan fer
hún til Blönduóss i hússtjórnardeild
Kvennaskólans þar. Haustið 1917
kemur Helga aftur til æskustöðvanna
að Birnufelli. Siðan er hún á ýmsum
stöðum i Fellum, kaupakona á sumr-
um en við barnakennslu á vetrum.
' Vorið 1924 flyzt hún siðan til unnusta
sins og siðar eiginmanns, Sölva Jóns-
sonar að Meðalnesi I Fellum. Þar
bjuggu þau þar til Sölvi lézt 15. febr.
1945. Sölvi var gáfaður og góður maöur
og fór vel á með þeim hjónum, hann dó
langt um aldur fram og var Helgu
harmdauði, svo og börnum þeirra, en
fósturson hafði Sölvi tekið áður en
hann gifti sig og bjó Helga með honum
að Meðalnesi nokkur ár eftir fráfall
Sölva, en þá fluttist hún að Unaósi til
Ólafar einkadóttur sinnar og manns
hennar, þar var hún þar til yfir lauk.
Þetta er i stórum dráttum lifshlaup
Helgu Hallgrimsdóttur, en margt væri
hægt að skrifa um hana, þvi ævin var
löng og eins og að framan er sagt, tölu-
vert viðburðarik fyrir litlu stúlkuna,
sem missir foreldra sina svo snemma
á ævinni, en er svo lánssöm að eiga
góða að, þannig að hún fær að alast
upp i umhverfi, sem greind hennar var
samboðin.
Helga var sjúklingur mörg siöustu
árin, en lét aldrei bilbug á sér finna og
gekk til starfa sinna daglega fram að
þvi síðasta. Oft dáðist ég að þvi og
undraði mig á hvað kjarkurinn var
mikill hjá þessari fullorðnu, bækluðu
konu. Mörg störfin vann hún hjá dóttur
sinni, eins og fullfrisk væri, en enginn
vissi betur en þau hjón hvað oft hún
var sárlasin við störf sin, en ekki gafst
hún upp fyrir „elli kerlingu” fyrr en i
fuíla hnefana. Þær mæðgur, ólöf og
Helga voru afar samrýmdar og veit ég
að söknuður er mikill á heimilinu. Arin
voru að visu orðin mörg hjá Helgu og
hvildin vafalaust kærkomin, tómleik-
inn er þrátt fyrir það mikill og enginn
getur komið i stað elskulegrar móður.
Ég vil svo þakka Helgu allt, sem hún
hefur verið okkur Braga öll árin, og
sendi frænku' minni Ólöfu og manni
hennar Alfreð minar dýpstu samúðar-
kveðjur.
Guöbjörg Þórhallsdóttir,
Keflavfk.
8
íslendingaþættir