Íslendingaþættir Tímans - 08.05.1976, Síða 2
fyrir heilræðum þinum og vináttu. Þú
varsteinnaf dýrmætustu homsteinúm
bernsku minnar.
FrU Dagbjörtu og börnum séra
Kristins Stefánssonar votta ég dýpstu
samúð.
Birgir Þorgilsson.
f
9. marz var borinn til moldar frá
Dómkirkjunni i Reykjavik einn þeirra
manna, sem markaö hafa djúp spor og
heillavænleg i þróunarsögu islenzkra
félagsmála á þessari öld. Það er séra
Kristinn Stefánsson fyrrum áfengis-
varn aráðun au tur.
Kristinn Stefánsson var fæddur 22.
nóvember 1900 á Brúnastööum I Fljót-
um og var þvi á 76. aldursári er hann
lézt2. marz sl. Foreldrar hans, Stefán
Pétursson og Guðrún Hafliöadóttir,
voru bæði ættuð úr Fljótum. Haföi sá
ætthringur um langan aldur tekiö
drjúgan þátt i harðri lifsbaráttu fólks-
ins þar i sveit. Stefán faðir Kristins
var sjómaöur og settust þau hjón að á
Akureyri, en Kristinn ólst upp i Fljót-
um. Hann lauk gagnfræöaprófi á
Akureyri 1921 og stúdentsprófi i
Reykjavik 1924 með 1. einkunn og guð-
fræðiprófi frá Háskóla Islands 1928,
einnig meö 1. einkunn. Veturinn
1929— 30 var hann við framhaldsnám I
félagssiðfræöi við háskólann i Mar-
burg I Þýzkalandi.
Það var rikt i fari þeirra félaga
Kristins I guðfræðideild að þeir vildu
leggja fram liö sitt til þess aö gera is-
lenzkt mannfélag betra. Hafa margir
þeirra látið mikið að sér kveða á vett-
vangi félagsmála og menningarmála,
Kristinn ekki slöur en aðrir. Þeirgáfu i
fjögur ár út rit um trúmál og skyld efni
(1927—30). Það hét Straumar, djarf-
mannlegt rit i frjálslynda steöiu og
vakti mikla eftirtekt. Kristinn var
meöal útgefendanna og skrifaöi í ritiö,
enda snemma prýöilega ritfær. Hann
var einnig meöritstjóri Stúdentablaös-
ins áriö 1927.
Ekki sneri Kristinn sér aö prests-
störfum aö sinni. Hann var einn vetur
að loknu guöfræðiprófi stundakennari
við skóla i Reykjavik, og veturinn
1930— 31 var hann kennari við héraðs-
skólann á Laugarvatni. Haustiö 1931
gerðist hann skólastjóri við hinn ný-
reista héraösskóla Borgfiröinga i
Reykholti og gegndi þvi starfi til 1939.
Það féll þvi I hans hlut aö móta
skólann á nýjum stað. Hann reyndist
farsæll skólastjóri og naut trausts
nemenda og starfsbræöra, var for-
maður i Félagi héraös- og alþýðu-
1
skdlakennara 1935—39. A þessum ár-
um skrifaði hann um skólamál I tima-
ritið Viðar, og súmarið 1933 kynnti
hann sér unglingakennslu á Norður-
löndum, sótti meöal annars kennara-
námskeið i Askov.
1. júli 1940 geröist Kristinn starfs-
maður i Dóms- og kirkjumálaráöu-
neytinu og vann þar 118 ár, slðustu ár-
in sem fulltrúi. Þótti hann ágætur
starfsmaöur, athugull og vandvirkur
og tillögugóður. Arið 1958 var hann
skipaður áfengisvarnaráðunautur
rikisins og gegndi því starfi til 1971 er
hann lét af þvl vegna aldurs, en sæti
hafði hann átt I áfengisvarnaráði frá
stofnun þess 1954. Óhætt er að fullyrða
að Kristinn vann bindindismálum
þjóðarinnar mikiö gagn i þessu starfi
og raunar meira en margan ókunnug-
an mundi gruna. Hann var aldrei
neinn hávaðamaður og' gerði aldrei
neitt til þess að láta bera á sj álfum sér,
en hann var heill og vakandi I starfi
sinu, gat verið nokkuö ýtinn þótt litið
bæri á, og naut þess álits hjá öllum er
þekktu til hans og starfa hans, að fullt
mark var tekiö á orðum hans og tillög-
um. Hitt er svo annaö mál, að margt
var I áfengismálum þjóöarinnar, bæöi
um framkvæmd laga og fleira, á ann-
an veg en hann hefði kosið.
Kristinn Stefánsson gekk I góö-
templarastúkuna Minervu á skólaár-
um sinum. Þar var hann jafnan siöan
góður liösmaður. En störf hans á þessu
sviöi náöu langt út fyrir einstaka
stúku. Hann var æösti maður Regl-
unnar á íslandi, stórtemplar i ellefu
ár, 1941—1952, en átti eftir þaö sæti
áfram í framkvæmdanefnd Stórstúk-
unnar óslitið til dauöadags, eða sam-
talsnæstum þvi I hálfan fjórða áratug.
Umboðsmaður hátempiars var hann
1956—58. Er ekki ofmælt að hann væri
einhver traustasti og áhrifamesti
maður Reglunnar og bindindisstarfa
hennar á siðari tlmum. Mikils góðs
nutu samstarfsmenn hans af hæfi-
leikum hans og þekkingu á sögu Regl-
unnar og hugmyndafræöi hennar og á
ástandi áfengismála á Islandi og viöar
um heim, en þessu fylgdi einstök
hógværðf framkomu samfara óbilandi
trú á málstaö bindindismanna og
mikilvægi bindindisstarfsemi fyrir
einstaklinga og þjóðina i heild.
Skrifaöi hann talsvert umþessi efni i
blaðið Einingu. Munu orð hans og um-
mæli þar lengi halda fullu gildi.
Þaö er til marks um áhuga Kristins
og samvizkusemi að hann lét sig varla
nokkurn tlma vanta á fundi I fram-
kvæmdanefndinni ef heilsan leyföi, en
á þvi var misbrestur hin slöustu ár. En
áhuginn dofnaði ekki þótt hann lægi
rúmfastur heima hjá sér eða i sjúkra-
húsi.
Kristinn tók ialsverðan þátt I sam-
eiginlegum bindindissamtökum
Norðurlandaþjóðanna og var oft full-
trúi Islendinga á þingum erlendis. Atti
hann að fagna góöu áliti og miklu
trausti forustumanna i bindindismál-
um I Noregi, Sviþjóð, Finnlandi og
Danmörku og raunar víðar, — og
gegnir það reyndar engri furðu eins og
framkoma hans og störf voru.
Oft fól rlkisstjórnin Kristni störf I
nefndum til athugunar og tiilagna I
áfengismálum, þótt hér verði ekki
talið. En það er vist aö þar átti
bindindissemi og barátta gegn
áfengisböli jafnan drjúgan liösmann
sem Kristinn var.
Arið 1946 réöst Kristinn Stefánsson
prestur til frfkirkjusafnaðarins I
Hafnarfirði og var vigður 22. aprll það
ár. Hann gegndi þar prestsstörfum I
tuttugu ár. Þóttist söfnuöurinn hepp-
inn þegar hann fékk hann til starfa, en
miklu meiri fannst honum þó heppni
sin þegar hann fór að kynnast séra
Kristni sem manni og presti. Hann var
einstakt prúömenni i framkomu, hlé-
drægur nokkuö en þó léttur I máli,
gæddur hógværri gamasemi, hlýr I
viðmóti við hvern sem var og einkar
samúöarfullur sóknarbörnum sinum,
ef harmar sóttu aö. Hann var ágætur
ræðumaöur bæði aö efni og formi og
flutningurinn þægilegur á að hlýöa,
orðfæri vandaö og orð valin af ná-
kvæmni og smekkvisi, enda var séra
Kristinn góður kunnáttumaður og sér-
staklega mikill smekkmaöur á Is-
lenzkt mál. Ekki sizt voru likræður
séra Kristins vandaðar og vel gerðar,
sumar raunar snilldarverk. Kom þar
fram alúö sú og samvizkusemi sem
hann lagði i öll störf en það er auöskiliö
hverjum manni, að þótt fríkirkju-
söfnuöurinn væri ekki fjölmennur var
þó þjónusta við hann ekki litill ábætir
ofan á fuil embættisstorf. En aldrei
heyröist þess getið að séra Kristinn
vanrækti nokkur störf, sem honum
hafði verið trúað fyrir. — Það er auð-
vitað að ræðumennska séra Kristins
naut sln einnig á mannamótum utan
kirkju.
Þess má geta aö á prestskaparárum
sinum sótti séra Kristinn alþjóöa-
kirkjuþing I Hannover (1952). Hann
ritaði þá og fyrr greinar um trúmál I
Prestafélagsrit, Kirkjurit og Einingu.
Margur skyldi ætla að nú hefði veriö
talið upp nægilegt af störfum handa
einum manni að vinna, jafnvel þótt
langt tæki fram meðalmanni, ekki sizt
þegar maðurinn var kunnur að sér-
stakri vandvirkni og samvizkusemi
við öll sin störf. En séra Kristinn kom
vlöar við en nefnt hefur verið. Hann
var formaöur i útgáfunefnd aö
Héraðasögu Borgarfjaröar, sem út
isléndingaþættir