Íslendingaþættir Tímans - 08.05.1976, Síða 3

Íslendingaþættir Tímans - 08.05.1976, Síða 3
kom 1 þrem bindum á árunum 1935—39. Hann var i miðstjórn Sam- bands islenzkra berklasjúklinga 1940—42 og i varastjórn næstu 2 ár. Einnig var hann ritstjóri Berkla- varnar 1941—43. Fleira mætti telja. Séra Kristinn Stefánsson var tvi- kvæntur. Fyrri kona hans hét Sigriður Pálsdóttir erindreka á Akureyri Halldórssonar. Þau giftust 19. mai 1932, en hún lézt 1942. Ekki haföi sá, er þessar linur skrifar nein kynni af henni en kunnugir segja að hún hafi verið myndarkona i sjón og raun. Aftur á móti veit höfundur þessarar greinar það um seinni konu Kristins, Dagbjörtu Jónsdóttur hús- stjórnarkennara frá Tungu I Fljótum, að hún er hin mesta atgerviskona og hefur unnið merk störf að fræðslumál- um húsmæðraefna, en um hitt er ef til vill ekki minna vert hve tnikinn óbein- an þátt hún hefur átt i þvi að Kristni manni hennar auönaðist aö leysa störf sln af höndum með þeim ágætum sem raun hefur borið vitni. Þau Dagbjört giftust 14. janúar 1944. Börn séra Kristinsog fyrri konunnar eru þrjú: Þráinn skipstjóri giftur Sig- Hði Geirsdóttur, Þóra Björk hjúkrunarkona gift Jósef Halldóri Þorgeirssyni lögfræðingi á Akranesi og Kristinn húsasmlðameistari I Köpavogi giftur Guðrúnu Sveins- dóttur. En börn séra Kristins og Dag- bjartar eru tvö: Guðrún húsmæðra- kennari gift Sigurði Hauk kennara við Gagnfræðaskóla Austurbæjar Sigurðs- syni, og Stefán Reynir viðskipta- fræöingur giftur Guðrlði Marteins- dóttur lögfræðingi. Enn er dóttir Kristins áöur en hann giftist Erla Guð- rún húsmæðrakennari gift I Banda- flkjunum. I útfararræöu fyrir tæpum aldar- fjórðungi vitnaði séra Kristinn Stefánsson I þessi orð bibliunnar: ,,Ég þekki verkin þin” og lét svo um mælt, aö samherjar og samstarfsmenn þess manns, sem þá var verið að kveðja gætu „falið hugsanir sinar i þessum orðum: Vér þekkjum verkin þin.Og þeirri hugsun fylgir hjartanleg þökk og hvetjandi minning.” Þetta má. heimfæra upp á séra Kristin sjálfan. Allir samstarfsmenn hans fyrr og siöar, ekki slzt bindindis- menn, geta sagt með þökk og söknuði: Vör þekkjum verkin þln. Og þeir geta bætt þessu viö: Vér þekkjum mann- kosti þina og óbilandi trú á sigur hins góöa, á llfið sjálft. Ólafur Þ. Kristjánsson f ístendingaþættir Hinn 9. marz sl. var geröTrá Dóm- kirkjunni I Reykjavlk útför sira Kristins Stefánssonar, fyrrverandi skólastjóra og áfengisvarnaráðunaut- ar, aðviðstöddu miklu fjölmenni. Með honum er fallinn frá einn mikilhæfasti forystumaður vor Islendinga á sviði menningarmála og félagsstarfs, mað- ur, sem auðnaðist að verða leiðtogi mikils fjölda manna sem skólastjóri, prestur og foringi bindindissamtaka um áratugi. Sá, er þetta ritar, átti þess kost að vera náinn kunningi slra Kristins og fylgjast með störfum hans á ýmsum sviöum. Verða þvi þær minningar, sem hér eru birtar, tengdar kynnum i okkar fyrst og fremst, og eru lesendur beönir að virða það til betri vegar. Leiöir okkar sira Kristins lágu fyrst saman I fjórða bekk Menntaskólans I Reykjavlk, sem þá var eini mennta- skóli landsins. Kristinn hafði þá lokiö gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Akureyrar, undir handleiðslu hins mikilhæfá skólameistara Stefáns Stefánssonar, en Brynleifur Tobiasson var kennari hans I islenzku og sögu, og lagði undirstööu, sem Kristinn byggði traustlega ofan á, enda munu þessar greinar hafa verið kjörgreinar hans flestum öðrum fremur. Lagði hann snemma stund á aö vanda málfar sitt I ræðu og riti, jafnframt þvl sem hann gerðistbrátt einn rökfastasti og snjall- asti ræðumaður I hópi skólafélaga sinna, og þótt lengra væri leitað, og þroskaði hann þessa hæfileika sina meö aldri og reynslu, svo aö mörgum hefur orðið minnisstætt. Svo skipaðist, að ég kynntist brátt Kristni Stefánssyni betur en flestúm öðrum bekkjafélaga minna. A menntaskóla- og háskólaárum voru þeir tveir herbergisfélagar Akur- eyringarnir Friðrik Magnússon og Kristinn, I skjóli föður Friðriks, Magnúsar Kristjánssonar, sem um þær mundir gegndi embætti fjármála- ráðherra. Ekki voru húsakynnin stór, en þarna urðu tiöir vinafundir, og færri munu þau hafa verið kvöldin, sem þar var enginn gestkomandi, og undirritaöur aö heita mátti daglegur gestur. Margt var þar gert sér til ánægju að ungra manna hætti, en allt af mikilli stillingu og kurteisi, og eng- um datt I hug aö trufla lestur heima- manna, ef einhverju var ólokið fyrir næsta dag. En gáfur þeirra og minni gerðu þeim fært að sinna gestum sfn- um án þess að námsárangur þeirra biöi hnekki, og sást það glöggt á því, að Friðrik hlaut hæstu einkunn bekkjar- systkina sinna á stúdentsprófi, en Kristinn varð hæstur 17 bekkjar- bræöra okkar á guðfræöiprófi. Að loknu guðfræðiprófi stundaði li Kristinn framhaldsnám I guðfræði I Marburg einn vetur, og lagði einkum stund á félagssiðfræði, undir handar- jaðri próf. Georgs Wunschs, sem var með bók sinni, Evangelische Wirt- schaftethik, hafði rutt þeirri grein braut meðal guðfræöinga, en Kristinn mun veriö hafa fyrsti Islendingurinn, sem lagði stund á þau fræði, sem nú reynist æ brýnni þörf fyrir. Mun það nám hans hafa oröið honum góð stoð I þeim störfum, sem biðu hans, bæði á sviði skólamála og félagsmála. Næsta vetur geröist Kristinn kenn- ari viö héraðsskólann á Laugarvatni, sem þá var nýlega stofnaður, undir stjórn Bjarna Bjamasonar. Mat hann jafnan mikils kynni sln af þeim ágæta skólamanni, og varð þessi starfs- reynsla honum mikils virði. Hann fann, að á þessu sviði gat hin guðfræði- lega menntún hans komið honum að góðu liöi, og réösthann til skólastjórn- ar viö héraðsskólann I Reykholti, sem hóf göngu slna haustið 1931. Kom þaö 1 hlut slra Kristins að móta starf skól- ans I upphafi, og er það samkvæði allra| þeirra, sem til þekkja, að þaö hafi honum tekizt svo sem bezt varð á kosið. Enn áttu leiðir minar og Kristins Stefánssonar eftir að liggja saman, þvi að svo fór, að ég var prófdómari við skóla hans öll þau ár, sem hann starf- aöi þar, að einu undan skildu, er ég var fjarverandi. Kynntist ég þannig vel skólastarfi hans og skólastjórn, og hygg ég ekki ofmælt, að hvort tveggja hafi veriö með ágætum. Sérstaklega er mér minnisstætt, hve nemendur hans náðu góðum árangri I Islenzkunámi sinu, og væru færri bögumælin I ræðu og riti, ef allir heföu notiö leiösagnar hans11 þeirri grein. öll áhrif hans á nemendur skólans og afskipti áf þeim voru með þeim hætti, að þeir minnast hans meö virðingu og þakklæti sem ógleymanlegs leiðtoga og vinar. Kristinn hvarf frá skólanum fyrr en æskilegt hefði verið, og olli þvi að mestu heilsuveila, sem hann sigraöist þó að mestu á, en átti þó eftir að verða honum þung I skauti á efstu árum hans. Fluttisthann til Reykjavlkur og gerðist fulltrúi I stjórnarráöinu, unz hann tók viö starfi áfengisvarnaráöu- nautar eftir fráfall Brynleifs Tobias- sonar. Einnig I þvl starfi reyndist síra Kristinn hinn færasti og vann hann óhemju mikiö starf við að halda uppi starfi áfengisvarnanefnda um allt land, og naut hann til þess ágætrar aö- stoðar erindreka sinna, sem þráfalt voru á ferðum um landið I þeim erind- um. Nokkru eftir komu sina til Reykja- vlkur tókst Kristínn Stefánsson á hendur prestsþjónustu við frlkirkju- 3 |

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.