Íslendingaþættir Tímans - 08.05.1976, Síða 5

Íslendingaþættir Tímans - 08.05.1976, Síða 5
Jón Bjarni Magnússon Fæddur 9. marz 1905 Dáinn 2. febrúar 1976 Jón fæddist að Skáney i Reykholts- dal, sonur hjónanna Sigriðar Halldórs- dóttur og MagnUsar Rögnvaldssonar, sem þar bjuggu þá, en þau fluttu að Höfða i Þverárhlið vorið 1909. Arið sem þau fluttu búferlum var Jón hjá frændfólki sinu á Siðumúla- veggjum. Þar varð hann fyrir þvislysi aö brotna illa um ökklann á vinstra fæti,greri þaðseint og illa, enda aldrei vitjað læknis. Bagaði þetta brot hann alla ævi og var hann oft sárþjáöur, sérstaklega þegarhann erfiðaði mikið, sem hann gerði lengst af ævinnar. Þegar foreldrar hans voru búnir að koma sér fyrir á Höfða tóku þau hann til sín aftur og var hann hjá þeim með- an faðir hans lifði og siðan hjá móður sinni og stjúpa Eysteini Daviðssyni og átti hann þar heimili og vann að búi þeirra, en eitthvað vann hann annars staðar bæði i sveit og við sjó. Vorið 1934 hóf hann búskap á Höfða, ásamt unnustu sinni Asbjörgu Guð- nýju Jónsdóttur frá Gunnlaugsstöðum i Stafholtstungum og giftust þau um haustið. En næsta vor brugðu þau búi og fluttu til Reykjavikur, sem mun hafa verið þeim harla óljúft. Þar stundaði Jón ýmsa vinnu sem til féll, en ekki undu þau hjón hag sinum þar enda bæði börn hinna fögru byggða Borgarfjarðarhéraðs. Vorið 1937 keypti þau jöröina Sig- mundarstaði i Þverárhlið og hófu þar búskap og bjuggu þar til vors 1966, er þau urðu aö hætta af heilsufarsástæð- um. ökklabrotið háði Jóni alla tið, og siðustu árin var hann sykursjúkur og Asa ekki heisluhraust heldur, enda höfðu þau unniö mikið alla tíð. Það sagði mér merkur sveitungi þeirra aö þaö hefði veriö sér og öðrum kunnug- um undrunarefni hvaö þau tvö gátu af- kastaö miklu. Þau byggðu allt upp, ræktuðu og girtu og áttu mjög afurða- mikið bú og gott. Þegar Jón og Asa brugöu búi fluttu þau til Akraness, keyptu húsið Laugarbraut 13 og áttu þar heima siðan. Það var fyrst vorið 1970, sem ég kynntist Jóni, þegar ég fór að vinna i frystihúsi H.B. & Co., en þar starfaði Jón eftir að hann kom til Akraness. Jón var tæplega meöalmað- ur á hæð, fallega vaxinn, bjartur á brún og brá, andlitsfriður, fagureyg- ur, i einu orði sagt fallegur maður, framkoman hlýleg og prúðmannleg. Ég kynntist fljótt þessum elskulega manni, enda urðum við starfsfélagar næstu misseri og sessunautar I kaffi- timum. Var gott með Jóni aö vinna, þvi að hann var mjög vel verki farinn, vandvirkur og trúr, enda framúrskar- andi snyrtimenni hvar sem hann fór. Það var gaman að ræða við Jón, hann var bráöskýr, léttur i tali og gaman- samur, en það gaman græskulaust eins og maðurinn allur i reynd. Vorið 1972fór Jón i aðgerö vegna ökklabrots- ins, sem áöar er getið, og átti talsvert lengi i þvi, en fékk talsv. mikla bót, en þá kom annað til. Það var innvortis mein, sem siðast dró hann til dauða. Næstu árin dvaldi hann oft á sjúkra- húsi, en þess i milli var hann heima. Þjóðhátiðarárið 1974 var hringvegur- inn opnaður einsog allir vita, og lögðu þá margir leiö sina um hann, og þeirra á meöal voru þau Jón og Ása, og keyrði hann bilinn sinn allt ferðalagið. Voru þau mjög heppin með veður. Lágu þau i tjaldi um nætur nema er þau gistu hjá systur Jóns, Halldóru listakonu á Staðarhóli i Aðaldal. Sið- asta dag ferðarinnar keyrði Jón frá Akureyri til Akraness, en þegar þang- að kom var hann orðinn veikur, enda ekki að undra eins og heilsan haföi verið um árabil. En hann hresstist furðu fljótt og var mjög glaður yfir þvi §ð hafa farið þessa ferð, þvi að þau nutuhennar irikum mæli, enda heppin með veður eins og áöur sagði, og bill- inn gekk eins og bezt varð á kosið, þurfti aldrei aö skipta um dekk hvað þá annað, enda hirti Jón bilinn sinn með afbrigðum vel og var hann þess vegna alltaf i fyllsta standi. Jón og Asa undu sér vel hér á Akranesi, sagði fólk ogumhverfihlýlegt og gott, en hitt var ekki vafi að sveitin átti meira rúm i huga hans, enda voru þar rætur hans og starfssvið mestan hluta ævinnar. Siðasta ferð hans i sveitina sina fór hann ásamt konu sinni daginn fyrir Þverárrétt siðastliöið haust. Mér varð á að spyrjá: þvi fóruð þið ekki heldur i réttina daginn eftir. En hann svaraði: Það er mikið dýrlegri sjón að sjá fjár- breiðurnar renna frjálsar til byggða. Það er ólýsanlegt. Jón var einlægur samvinnumaður og hélt mikið upp á kaupfélagið sitt i Borgarnesi, enda hefur það verið Borgfirðingum ómetanleg lyftistöng. Siðast þegar Jón dvaldi á sjúkra- húsi, vissi hann hvað verða vild og þráði að komastheim áður en yfir lyki, og það fékk hann og var hann heima siöustu sólarhringana hjá Asu konu sinni, sem reyndist honum frábærlega nærgætin og ástúðleg i hans erfiðu veikindum, enda mat hann hana mik- ils og hún hefur mikið misst. Siöastliðið vor var kveðja frá Jóni I óskalagaþætti útvarpsins með „Fjalladrottning móðir min” (eftir B.Þ. og S.J.) sungiö af karlakórnum Vfsi. Þetta var fögur kveðja i fullu samræmi við hugsun, lif og starf send- andans. Sama ljóð og lag var sungiö við útför hans, og var það hinzta kveðja hans til héraðs og fósturjarðar. Jón var jarðsettur frá Akranes- kirkju 7. febr. sl. að viöstöddum fjölda gamalla sveitunga, frænda og vina. Kæri vinur, ég þakka hugljúf kynni ogliðnar samverustundir, meö ósk um að þær verði fleiri, þvi ég efast ekki um aö þar sem þú ert er gott að vera, slikur sem þú varst. I guðs friði. Óskar B. Hjartarson. islendingaþættir 5

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.