Íslendingaþættir Tímans - 08.05.1976, Blaðsíða 6
B E NG
JÓN JÓNSSON
F agurhóísmýri
Þegar bóndans þrek er bilaó,
þá er gott aö hafa skilað
bættu landi i barns sins hendur|
betra er það en auður fjár.
G.B.
J !
Voriö 1868 fluttust búferlum jfrá
Hólmi i Landbroti aö Svinafelli i öræf-
um hjónin Jón Jónsson og Guðlaug
Jónsdóttir. Þegar þau höfðu búið níu
ár i Svinafelli, andaðist Guðlaug.
Fimm árum siðar gekk Jón að eiga
Þuriði Jónsdóttur frá Hofi. Eftir tiu
ára sambúð þeirra lézt Jón. Sex börn
þeirra voru þá i bernsku, hið elzta niu
ára og hið yngsta tæplega ársgamalt.
Þuriður hélt þó áfram búskap. Var
sonur Jóns af fyrra hjónabandi fyrir-
vinna heimilisins um skeið, en synir
Þuriðar voru snemma þrekmiklir og
ötulir og tóku -þegar i æsku að annast
bústörfin'með móður sinni.
Jón á Fagurhólsmýri var sonur Jóns
og Þuriðar i Svi'nafelli. Hann fæddist
12. febrúar 1886 og andaðist 4. marz
1976, niræður að aldri.
Jón ólst upp á Svinafellij en fluttist
þaðan 24ára gamall og var starfsmað-
ur i Vestur-Skaftafellssýslu um átta
ára skeið. Var þá heimili hans á bæj-
unum Rauðabergi, Mörk og Þykkva-
bæ, þar af fjögur ár i Þykkvabæ. Hann
var þar vinnumaður hjá hinum merka
bónda og mikla athafnamanni Helga
Þórárinssyni. Þaðsamstarf varð báð-
um hagkvæmt. Vistin i Þykkvgbæ
varð Jdni að ýmsu leyti lærdómsrfk og
sjálfur var hanh atorkumaður við störf
svo að af bar.
Vorið 1918 fluttist Jon aftur i öræfin,
þá að Hnappavöllum til bróður sins,
sem tveimur árum áður hafði gerzt
bóndi þar. Jón átti heimilf á Hnappa-
völlum um tveggja ára skeiö.
Hinn þjóðkunni maður Gisli Þor-
varðarson i Papey hóf búskap á fööur-
leifð sinni Fagurhólsmýri (Neðri bæ).
Um siðustu aldamót fluttist Gisli
austur i Papey, en leigði jörö slna á
Fagurhólsmýri til ábúöar.
Arið 1920urðu þáttaskil I jstarfi Jþns.
Hann kvæntist þá um haustið Guðúýju
Aradóttur á Fagurhólsmýri. Foreldr-
ar hennar voru hjónin Ari Hálfdanar-
6
son og Guðrún Sigurðardóttir. A sama
ári seldi Gisli i Papey jörð sina Fagur-
hólsmýri II. Jón og Guðný keyptu
helming þeirra fasteigna, sem Gisli
seldi, og hófu búskap á jörðinni. Eftir
það var ævistarf þessara hjóna tengt
Fagurhólsmýri, meðan þau höfðu
starfsþrek, og þar naut Jón friðsældar
aldurhniginn hjá syni og tengdadóttur,
en varð þó siðasta æviárið að dvelja i
sjúkrahúsi eða eilliheimili. Fáein ár
hefur Guðný verið i Reykjavik.
Jóni og Guðnýju varð átta barna
auðið. Yngsti sonur þeirra fórst i um-
ferðarslysi i Reykjavik 1954, þá tvitug-
ur að aldri. Einn sonur þeirra býr á
Fagurhólsmýri, en hin systkinin, —
fjórar dætur og tveir synir, — eru bú-
sett i Reykjavik.
Margs þarf búið við, ogaðstaða var
að ýmsu leyti örðug, er Jón og Guðný
hófu búskap. Þau urðu þá þegar að
kaupa jörðina, tæki til verklegra
framkvæmda voru ófullkomin, við-
skiptakjör voru þjóðinni óhagstæð um
þetta leyti og lánastofnanir vegna
landbúnaðar voru þá ekki til i landinu.
Búskaparskilyrði á Fagurhólsmýri
voru þá þannig, að ræktað land var lit-
ið, engjar grasgefnar en votlendar og
heyöflun þvi afar erfið, beitiland tak-
markað og alls ekki hægt að treysta á
vetrarbeit sauðfjár.
Hjón, er höfðu þannig aðstöðu til bú-
skapar og voru með mörg börn á
framfæri, urðu að hlita þvi lögmáli, að
i erfiði dagsins skal gæfan sótt. Jón
vann með mikilli atorku og þreki til að
sjá farborða stórri fjölskyldu og efla
heimilið. Hann kostaði kapps um að
afla mikilla heyja, svo að fóöurbirgðir
reyndust ætið nógar. Hann sléttaði
túnþýfi og hóf nýrækt þannig að beita
hestum fyrir jarðyrkjuverkfæri, áður
endráttarvélar komu til sögu, og hann
endurbætti húsakost á jörðinni eftir
þvi sem aðstaða var til og efni leyfðu.
Þegar börnin þroskuðust og voru enn i
föðurgarði, þá voru framkvæmdir á
jörðinni stórauknar. A fimmta áratug
þessarar aldar var reist þar stein-
steypt, vel vandað ibúðarhús, skömmu
siðai) byggð ný útihús og tún stækkað
að þvi marki, að hin siðari ár hefur
allur heyfengur af jörðinni verið af
ræktuðu landi.
Framfarir af þessu tagi blasa jafnan
viðaugum manns, sem að garði ber.
Hitt er ekki jafn augljóst, hvernig
heimilið er að innri gerð. En Jón naut
mikillar gæfu sem fjölskyldumaður.
Guðný kona hans mótaði heimilislifið
miklu meira en ókunnugir vissu eða
eftir yrði tekið við fýrstu kynni. Hún
leysti af hendi húsfreyjustörfin með
ástriki og fullkominni reglusemi. Hún
lagði ávallt gott til mála og glæddi meö
góðvild og skarpri greind þjóðlega
mennt.
Þjóðlifið varð æ fjölþættara og
starfsgreinar eru margar. Starfsemi
einstaklinga má þó i stórum dráttum
skipta I tvo flokka. Annars vegar eru
störf, sem unnin eru til að afla verð-
mæta, hins vegar störf, sem eru i þvi
fólgin að ráðstafa verðmætum, sem
aflað hefur verið, og er þá stundum
kappkostað að bera stóran hlut frá
borði. Starf bónda er i þvi fólgið að afla
verðmæta úr skauti náttúrunnar og
hlúa að gróanda lifi. Hann gengur til
viðskipta við móður jörð, gerir sé alls
ekki vonir um að alheimta dagiaun að
kvöldum, en veit, að moldin á skap-
andi gróðrarmátt, vill bæta landið,
sem hann hefur til umráða, og með
starfsgleði efla þannig bú sitt og sveit-
arfélag. I þessari stétt og stöðu stóð
Jón styrkum fótum. Að loknu farsælu
ævistarfi á Fagurhólsmýri hafði hann
ekki með höndum gnægð lausafjár. En
aldurhniginn gathann með hugró horft
yfir farinn veg og glaðzt af þvi, sem
meira er vert: að hafa með ævistarf-
inu skilað bættu landi I barns sins
hendur og á langri ævi ávallt verið
traustur liðsmaður i sveit sinni.
Sveitungar Jóns á Fagurhólsmýri
hafa þegar kvatt hann hinztu kveðju.
Henni fylgir alúðarþökk fyrir allt og
allt og hugheil samúð með vanda-
mönnum hans.
P.Þ.
T
islendingaþættir