Íslendingaþættir Tímans - 08.05.1976, Page 13

Íslendingaþættir Tímans - 08.05.1976, Page 13
Signý Þorkelsdóttir r Herjólfsstöðum 1 Alftaveri Hædd 2. nóvember 1893 dáin 29. marz 1976 Aðfaranótt mánudagsins 29. marz andaðist i sjúkrahúsinu á Selfossi Sig- ný borkelsdóttir, fyrrum húsfrú á Herjólfsstöðum i Alftaveri. Signý var fædd á Snæbýli i Skaftártungu 2. nóvember 1893, dóttir hjónanna Sig- nýjar Bárðardóttur frá Ljótarstöðum i Skaftártungu og Þorkels Arnasonar frú Snæbýli. Foreldrar Signýjar voru Guðrún Steinsdóttir frá Borgarfelli og Búrður Bárðarson frá Hemru. Þorkell var sonur Sigriðar Þorkelsdóttur frá Skaftárdal á Siðu og Arna Sigurðsson- ar frá Hvammi. Sigrfður var þriðji fnaður frá séra Jóni Steingrimssyni eldklerki. Þau hjón eignuðust fjögur börn, sem voru i þessari röð: Steinunni Sigriði, giftist Guðjóni Jónssyni, flutt- uft til Reykjavikur og bjuggu þar. Signýju, sem hér er getið. Sigrúnu er 8'ftist Jóni Jónssyni klæðskera og bjó i ffeykjavik, nú ekkja á Hrafnistu. ^ngstur af þeim systkinum er Arin- ejörn húsasmiðameistari og arkitekt, naóti Þorsteini bróður sinum. Hann yar mikill skepnuvinur, ágætur fjár- maður og einnig nærgætinn við hesta sina, enda góður tamningamaður og prýðilega reiðhesta þæga og trausta, en fyrir þá var mikil þörf á þessum slóðum. Það var jafnan ,,kátt i koti”, þar sem Ingimar kom, glaðværð hans og orðheppni kom öllum i gott skap. Hann var hinn mesti greiða-maður, °g áttu þvi margir honum gott að gjalda. Einkum stendur mitt heimili i jnikilli þakkarskuld sökum ómetan- iegrar hjálpar hans, þegar veikindi bar að höndum, og að ógleymdri að- stoð hans við búpeninginn vor og haust, hestajárningar og fleiri aðkall- andi bústörf. Að leiðarlokum viljum við hjónin þakka Ingimar frábært nágrenni og sanna vinattu, og við vottum systk- 'num hans innilega samúð. Þau hafa öll misst traustan vin og góðan bróður. Sólveig A Stefánsdóttir. hann fluttist ungur með móður sinni til Reykjavikur, giftist þar mikilhæfri á- gætiskonu Agústu dóttur Agústs Jósefssonar heilbrigðisfulltrúa, er nú ekkjumaður hjá dóttur sinni i Reykja- vik. Þau hjón eru mörgum Skaftfell- ingum að góðu kunn fyrir sérstaka gestrisni og greiðamennsku. Með foreldrum sinum fluttist Signý á fyrsta ári að Búlandsseli i sömu sveit, þar sem þau bjuggu til ársins 1904, er þau fluttust að Skálmarbæjar- hrauni i Alftaveri. Föður sinn missti hún árið 1913. Ári siðar hætti móðir hennar búskap. Fer Signý þá að Herjólfsstöðum i sömu sveit og giftist eftirlifandi manni sinum Hannesi Hjartarsyni, sem þá bjó þar með móð- ur sinni, mætum manni. Með honum eignaðist hún tvö börn: Elinborgu Sigurrós, sem er gift Bárði Sigurðs- syni frá Hvammi i Skaftártungu, og Hjört Sigurð, giftan Vigdisi Magnús- dóttur frá Steinum undir Eyjafjöllum. Allan sinn búskap bjuggu þau á Herjólfsstöðum, þar til sonur þeirra Hjörtur og kona hans tóku við jörð og búi þar. Hjá þeim hafa þau dvalið að mestu siðan, nema hvað Signý dvaldi oft hjá dóttur sinni á meðan hún bjó i Hvammi. Signý var barngóð kona og þau hjón bæði, var þvi eftirsótt að koma börnum til sumardvalar til þeirra hjóna. Ég veit að það eru marg- ir sem eiga góðar minningar um veru sina þar. Æviferill Signýjar var líkur og flestra sveitakvenna, hún gerði ekki viðreist um ævina, hennar hugarheim- ur var bundinn við hennar heimili. 011 hennar hugsun og störf beindust að þvi að halda heimili sinu i góðu lagi. Hannes maður hennar gegndi ýmsum störfum fyrir sveit sina, bæði póstaf- greiðslu og fleiri störfum. Var þvi gestakoma mikil hjá þeim. öllum var þar vel tekið með bros á vör og veittur góður beini. Siðari ár hennar var hún heilsutæp, var þvi oft búin að liða mik- ið. Siðastliðið vor var hún flutt i sjúkrahúsið á Selfossi, og þar dvaldi hún þar til yfir lauk. Þegar ég lit yfir æviferil frænku minnar tel ég hún hafi verið gæfukona. Hún eignaðist góðan og mikilhæfan mann, með honum átti hún tvö mynd- arleg börn, sem báðum hefur gengið vel á lifsleiðinni og borið ætt sinni og foreldrum gott vitni um manndóm og uppeldi. Hún var jarðsett frá Þykkvabæjar- klausturkirkju. Kæra frænka, nú hefur þú lokið jarð- vist þinni og hafið för til fegri staða. Ég bið guð að leiða þig og styrkja á þeirri ferð. Ég sendi eftirlifandi manni hennar og fjölskyldu hans innilegar samúðar- kveðjur. Vigfús Gestsson íslendingaþættir 13

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.