Íslendingaþættir Tímans - 08.05.1976, Page 16

Íslendingaþættir Tímans - 08.05.1976, Page 16
Barbara Arnason In memoriam Barbara Arnason listakona andaðist i Reykjavik 31. desember 1975, harmdauði öllum sem hana þekktu. Fyrir okkur var hún sem af öðrum heimi, eins og álfkona, svo elskuleg, kurteis,flink og fáguð. örlögin beindu henni til Islands ungri að aldri, þessu agaða afsprengi brezkrar hámenning- ar, til lands ótaminna snillinga og inn- blástursmanna — hrærandi i kaffiboll- um, og hér festi hún rætur og skapaði sér starfsvettvang og heimili við hlið manns sins, Magnúsar A. Árnasonar listamanns. Barbara fæddist i Petersfield i HampshireiS.-Englandi 19. april 1911. Hún ólst upp með foreldrum sinum, bróður og tviburasystur, Úrsúlu, á sveitasetri þeirra þar syðra, en faðir- inn, A. Moray Williams fomfræðingur og málvisindamaður, gat stundað fræði sin heima og var þvi óbundinn af þéttbýli. Þær systur hlutu menntun hjá heimiliskennurum til 16 ára aldurs, þvi of langt þótti að senda þær i dag- skóla til næsta þorps, en foreldrarnir vildu eigi hafa þær i heimavistarskóla. Fyrstu afskipti sin af teikningu rakti Barbara til listfengrar fóstru danskr- ar, ergætti þeirra systra i æsku. 17 ára að aldri, eftir eins árs námsdvöl i Frakklandi, settust þær systur i lista- skólann i Winchester, sem i senn er höfuðstaður Hampshire og fræg listaborg frá fornu fari. Þar var agi mikill i náminu og öll áherzla lögð á undirstöðu og tækni fyrstu tvö árin. Gafst þá Úrsúla upp og gerðist rithöf- undur barnabóka, en Barbara hélt áfram náminu. Var viða komið við, þvi eins og Walter Gropius hefur sagt: „Þótt ekki sé hægt að kenna eða læra það sem kallað er list, gegnir ööru máli um aðferðir hennar, undirstöðu- lögmál tækni: An þess geta hvorki list- sniliingar ná listiðnaðarmenn verið.” Þarna lærði Barbara greinar eins og húsagerðarlist, liffærafræði, rúm- teiknun og módelteiknun, en þriðja og siðasta árið lagði hún einkum stund á tréskurð. Nú sótti hún um inngöngu I Kon- unglega listaháskólann i Lundúnum og var þar næstu þrjú árin. Myndsú, sem hún sendi með umsókn sinni, er nú i þeirrideild Viktoriu og Albert safnsins iLundúnum, sem heitir Contemporary Prints Collection. Fyrsta árið i Royal College of Art var Barbara við deild þá er nefnist School of Design („hönn- unardeild”) við húsagerðarlist, letur- gerð o.fl., en siðari tvö árin i Schooi of Engraving, einkum við málmristu og tréstungu. Þaðan lauk hún námi 1935. Kennarar hennar buðu henni styrk til framhaldsnáms, en hún kaus að láta hér við sitja og opnaði vinnustofu i London um hrið, þar sem hún fékkst einkum við bókaskreytingu. Var eitt fyrsta verkefni hennar að mynd- skreyta bók um islenzkar fornsögur. Nú var komið að krossgötum i ævi Barböru, þvi frændi hennar, bókaút- gefandinn Sir Stanley Uniwin, kom úr Isl.ferð, og hvatti sina ungu frænku til að fara þangaö til að mála. Hér var hún 5 vikur, þar af tvær i Þjórsárdal og á Þingvöllum, og fór heim til Bret- lands heitbundinn Magnúsi Arnasyni. Þau voru gefin saman um jóialeyti og fluttust til Islands þá um vorið. Þau Barbara og Magnús gerðu sér heimili i litlu timburhúsi með áfastri hlöðu i mýrinni við Sundlaugaveg, þar sem nú eru vörugeymslur Eim- skipafélagsins og Klúbburinn, og nefndu Lækjarbakka. Þar var fagurt útsýni til Esjúnnar, en engin byggð önnur i kring. En þegar stórhýsi tóku að þrengja að og útsýnið byrgðist, leysti Barbara þann vanda um sinn með þvi að mála það á vegginn. Siðar fluttu þau i Kópavoginn þar sem þau byggðu vinnustofu við húsið að Kár- nesbraut 86. Þar eru i garðinum högg- myndir eftir Magnús, en veggskreyt- ing eftir Barböru á húsinu, sem vei sést ofan af Kársnesbrautinni. AðLækjarbakka bjugguþauá þriðja áratug, enöll sumur i 15ár,frá mai til september, voru þau úti á landi, helzt á afskekktum stöðum — Þjórsárdal, Þórsmörk, Papey, Landmannalaug- um, Vatnsnesi. Sumarið 1947 voru þau i Selsundi við Heklurætur. Þar var Úrsúla systir Barböru hjá þeim með sinu fólki. Þær systur voru eineggja tviburar og afar likar. Er sú saga Magnúsar til marks, að kunningjar þeirra Barböru hafi eitt sinn komið i heimsókn upp i Selsund. Barbara hafði sett upp trönur sinar við veginn, og óku gestirnir fram á hana á leiðinni upp eftir. Eftir að hafa rætt við hana um hrið héldu þeir áfram og óku nú fram á Barböru öðru sinni, nú riðandi á hrossi (það var úrsúla). Varð bil- stjóranum hverft við þessa sýn og taldi sig haldinn ofsjónum. Hin siðari ár gerðu þau Barbara og Magnús mjög viðreist erlendis, voru árlangt i' Paris, fóru til Marokkó, Ceylon, Persiu og Mexikó, þar sem Vifill sonur þeirra var við nám og störf i húsagerðarlist i 12 ár. Hegðun þeirra var þvi með talsverðu heimsborgara- sniði, en íslendingar komust ekki upp á ferðalög að ráði utanlands eða innan fyrr en upp úr 1950. Nýnæmi þótti að list Barböru hér á landi, sem vonlegt var, þvi hin brezka listhefð, frá Turner og Blake til Williams Morris, var hér litt kur.n, Björn Th. Björnsson segir i Islenzkri myndlist (II, bls. 230): „Þótt nokkrar Framhald á bls. 15 16

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.