Íslendingaþættir Tímans - 15.05.1976, Blaðsíða 2

Íslendingaþættir Tímans - 15.05.1976, Blaðsíða 2
en 1907. Þó munu systkinin i Tunguseli hafa notið ofurlítillar fræðslu einhvern smátima flesta vetur frá tiu ára aldri. Eitt er vist að frænka min skrifaði alltaf einkar skýra og fagra rithönd og má draga af þvi þá ályktun aö hún hafi getað æft hönd sina vel sem barn. Einn vetrarpart var hún á unglingaskóla i öxarfirði hjá Svövu Þorleifsdóttur frá Skinnastað, kennara og siðar skóla- stjóra, og annan vetrarpart nokkrum árum siðar á kvennanámskeiði i ReykjavIk.Varðhenniþetta nám bæði mikill styrkur og uppörvun. Þegar náminu i Reykjavik var lokið var frænka min fullþroskuð glæsileg kona og þá þegar vel undir þaö búin að taka við þvi langa og einkar farsæla húsmóðurhlutverki sem fram undan var, þótt á þvi yrði nokkur bið um Jón Björnsson fæddist i Glaumbæ i Reykjadal i S.-Þing. 5. október 1891. Hann andaðist 1. október 1941. Faðir hans var Björn Björnsson hús- maður i Glaumbæ Björnssonar bónda Björnssonar I Presthvammi Björns- sonar bónda á Hólum I Reykjadal Einarssonar prests Hjaltasonar i Mývatnsþingum. Móðir hans var Sigurveig Jónsdóttir smiðs Pólssonar prests i Hörgsdal á Siðu Pálssonar Jónssonar klaustur- haldara á Elliðavatni. Foreldrar Jóns áttu 5 börn, Karl, Karólinu, Pál, Jón og Benedikt, sem öll urðu traustir og merkir þegnar. Meðan börnin voru ung voru for- eldrarnir bláfátækir og alltaf á hrakningi frá einum bæ til annars, endaþá mjög erfiðir timar fyrir flesta, ekki siztbarnmörg hjón sem ekki áttu neitt jarðnæöi. Börnin urðu þvi að fara strax að heiman þegar þau gátu farið að vinna fyrir sér. Nákunnugir hafa tjáð mér að þau systkinin hafi aldrei notið neinnar regulegrar skólagöngu á æskuárum sinum, aðeins fengið stopula tilsögn foreldra i heimahúsum i lestri, skrift og reikningi undir eftir- liti sóknarprestsins. En þannig var barnafræðsls þjóðarinnar viðast hvar um aldabil. Aðeins efnað fólk gat leyft sér aö hafa heimiliskennara ákveðinn tima á vetri hverjum. Fjögur fyrstu ár sin i vinnumennsku var Jón norður á Tjörnesi á Héðins- höfða, fyrst hjá Hálfdáni Jakobssyni bónda þar, og siðar hjá Jóni Gauta Jónssyni sem fluttist þangað árið 1910. En 1912 ræðst Jón sem vinnumaður til Óla G. Arnasonar bónda á Bakka i Kelduhverfi og er þar önnur fjögur ár. Ariö 1916 ræðst hann svo loks sem vinnumaður til Stefáns bónda Sigurðs- sonar i Ærlækjarseli i öxarfirði og var hjá honum i tvö ár. Stefán var mikill áhuga- og athafnamaöur ogbrautryöj- andi nýrra búskaparhátta I sveitinni og raunar sýslunni allri, ásamt bróður sinum, Birni siðar bónda á Hrólfsnesi. Mun Jón hafa talið sig hafa fengið hjá honum dýrmæta reynslu sem hann bjó lengi að. Jón var glæsimenni i sjón og raun, hár og þéttvaxinn rammur að afli og harðduglegur til allra verka. Var hann þvi alltaf eftirsóttur starfsfélagi meöal annars vegna þess léttleika og ljúf- lyndis sem ætið fylgdi honum. Jón hafði nú stundað vinnumennsku á annan áratug, orðinn rigfullorðinn maður með mikla búskaparreynslu og hugsaði sér ákveðið að hefja sem fyrst sjálfstæðan búrekstur. Leið nú brátt að þvi að sá draumur rættist. III. Eiginkona Stefáns Sigurðssonar i Ærlækjarseli var Kristín frá Tungu- seli.alsystir Arnþrúðar. Skömmu eftir að Þrúða hafði lokið kvennanámi sinu i Reykjavik, ræðst hún i Sel til systur sinnar sem þá var ekki heilsusterk og hafði stóru heimili að sinna. Þrúöa er þvi starfsstúlka i Seli, ung og glæsileg, þegar Jón ræðst þangað sem vinnu- maður. Þar kynnast þau brátt og fella hugi saman og eru vigð i hjónaband austur á Sauðanesi þann 18. júni 1918. Sú hjónavigsla var lengi umtöluð þar nyrðra þvi að þá voru gefin saman i einu fjögur Tunguselssystkinin. Mun það næsta fágætt ef ekki einsdæmi. (Ég get þess hér milli sviga að i heim- ild minni að þessum merka viðburði sé ég að faðir minn, Gunnar Arnason bóndi i Skógum, og mágur minn Björn Kristjánsson kaupfélagsstjóri á Kópa- skeri, hafa verið svaramenn allra brúðhjónanna. Mun það einnig vera fágætt). Ungu hjónin hófu búskap i Ærlækj- arseli og bjuggu þar slðan samfellt I ástrikri sambúði 23 ár. Þau tóku strax á leigu hluta af jörðinni, og nokkrum árum seinna fengu þau hana alla leigða til ábúðar. Loks keyptu þau jörðina þegar fyrirsjáanlegt var að eigandinn Gunnlaugur Stefánsson, mundi aldrei geta búið þar vegna van- heilsu. Jón og Arnþrúður eignuöust sjö börn sem öll komust upp og eru hinir ágæt- ustu þegnar. Þau heita, talin I aldurs- röð: 1. Kristin, fædd 1920, gift Einari Braga rithöfundi. Þau eiga tvö börn. 2. Stefán, fæddur 1921, bóndi i Ærlækjarseli, ókvæntur og barn- laus. 3. Björn, fæddur 1922, vélstjóri á Kópaskeri, kvæntur Snæfriði Helgadóttur. Þau hafa eignazt 5 börn. 4. Grimur, fæddur 1925, bóndi I Ær- lækjarseli og búfræðiráðunautur N.-Þingeyinga, kvæntur Erlu Bern- harðsdóttur. Þau eiga 6 syni. 5. Karólina, fædd 1929, bústýra hjá Stefáni bróður sinum I Ærlækjar- seli. Ógift en á eina dóttur. 6. Guörún Margrét, fædd 1931, gift Gunnlaugi Indriöasyni bifreiöa- stjóra á Kópaskeri. Þau eiga 5 börn. smn. 2 isléndingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.