Íslendingaþættir Tímans - 15.05.1976, Síða 12

Íslendingaþættir Tímans - 15.05.1976, Síða 12
ar fámenna þjóBfélagi, þegar slikir haefileikamenn eru brott kvaddir langt um aldur fram. Sjálfur tel ég mér það hina mestu gæfu aö hafa notið vináttu manns með slika eðliskosti, — vináttu sem engan skugga bar á frá fyrstu kynnum. bað varð gæfa Kristins, að á dvalar- timanum i Washington kynntist hann eftirlifandi eiginkonu sinni, önnu S. Lorange og gengu þau i hjónaband árið 1966. Varð þeim þriggja barna auðið, sonar og tveggja dætra og er yngri dóttirin aðeins nokkurra vikna gömul. Heimili þeirra að Viöihvammi 12 i Kópavogi bar vott óvenjusamhentri smekkvisi þeirra hjónanna, og gestrisni þeirra var með þeim glæsi- brag, að ekki liður þeim úr minni, er nutu. Mér er það fyllilega ljóst, aö fátæk- leg orð mega sin litils gagnvart þeim missi, sem fjölskylda Kristins stendur frammi fyrir. En auk dýrmætra mjnn inga er huggunar og trausts aö leita i þeirri staðreynd, að hanner fjölskyld unni i raun ekki horfinn, heldur munu eiginleikar hans lifa i börnunum, sem nú eru að vaxa. Við hjónin vottum fjöl- skyldu Kristins og vandamönnum öll- um okkar dýpstu samúð. Gisli Blöndal. Þegar menn á miðjum starfsaldri falla skyndilega i valinn minnir það okkur áþreifanlega á hversu oft er skammt á milli lifs og dauða. Þegar fregnin barst um hið mikla áfall sem Kristinn HaUgrimsson varðfyrir á leið frá vinnu sinni, fyrir aðeins fáum dög- um, setti okkur hljóða sem höfðum umgengist hann og hans fólk allt frá barnæsku. Það gat brugðist til veggja vona og svo fór að aöeins fáum dögum siöar, eða hinn 16. marz, var hann dáinn. Það veröa snögg og mikil um- skipti ilifi margra, ekki sist fjölskyldu og nánustu ættmenna þegar dauöann ber svo brátt að garði, lifsstrengurinn brestur á annaskeiði ævinnár. Kristinn Vignir Hallgrimsson eins og hann hét fullu nafni var fæddur i Reykjavik 2. janúar 1934. Foreldrar hans voru þau hjónin Svanborg Sigurðardóttir Bjarnasonar frá Rif- túni i ölfusi og Hallgrimur Pétursson Einarssonar frá Hesteyri i Jökulfjörö um. Svanborg lést fyrir rúmum tveim ur árum en Hallgrimur lifir konu sina og yngrí' son. Kristinn ólst upp ásamt eldri bróöur sinum, Sverri, i foreldrahúsum, en á uppvaxtarárum þeirra mátti telja for- 12 eldrahúsin algengt sjómannaheimili hér i bæ. Faðirinn var að jafnaöi lang- dvölum að heiman við skyldustörfin á sjónum, kyndari á kolakyntu botn- vörpuskipunum framan af og siðar vélstjóri á sömu skipum. öll styrjaldarárin hin siöari sigldi hann með fiskbjörgina til striöandi Eng- lendinga. Á móðurinni hvildu þvi árum heimilinu auk húsmóðurstarfanna eins og þessi störf voru skilgreind i þá tið og ekki alltaf gengið áhyggjulaust til hvilu. Kristinn átti við nokkra vanheilsu að búa um tlma á sinum barnsárum en með góöri umönnun foreldra og lækna komst hann aftur til fullrar heilsu. Að loknu barna- og unglinganámi hóf Kristinn nám i Verzlunarskóla Islands árið 1949 en hann var þá helstur skóla til meiriháttar framhaldsmenntunar á þeim árum utan menntaskólanna tveggja i Reykjavik og á Akureyri. Hann lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskólanum 1955. Fór hann siðan til framhaldsnáms i Banda- rikjunum og lauk þar BA prófi i hag- fræði 1957 og áfram til enn frekara náms hélt hann til Englands og lauk þar meistaraprófi árið 1959. Kristinn hóf svo störf hjá Seðla- bankanum 1960, fór til alþjóðagjald- eyrissjóösins i Bandarikjunum 1963 og kom svo aftur heim 1969 og tekur við stjórn hagfræðideildar Seölabankans og starfaði þar til dauðadags. Hér er aðeins stiklað á helstu atriðunum i náms- og atvinnubraut Kristins þar sem aðrir munu gera þeim þáttum nánari skil. Þvi vil ég þó við bæta að á skólaárunum vann hann allmörg sum- ur hjá Rafmagnsveitum rikisins, i söludeild og skilaði þar góöum verkum og góðri viðkynningu eins og hans var von og visa. Kristinn fékk gott vega- nestiúr foreldrahúsum. Þar var ávallt gestkvæmt og rausn mikilíáivivetna og þar var öllum gert jafnhátt undir höfði, hvort sem umkomulitlir töldust eða áttu eitthvað af veraldargæðum þessa heims, eins og það er kallað. Sem mest samneyti viö samferða- fólkiö átti hug þeirra. Við hjónin ásamt öðru vensla- og kunningjafólki áttum þar marga ánægju- og gleðistundina með Svanborgu og Hallgrimi ásamt sonumþeirra. Þessari lexiu mun Kristinn ekki hafa gleymt frekar en öðrum sem hann nam i æsku. Hann var mjög félagslyndur og einstaklega tryggur sinni fjölskyldu og félögum,. hjálpsamur og nærgætinn i hvivetna. Hann átti mjög gott með að umgang- ast fólk enda ávallt hýr og þægilegur i viðmóti, öllum leið vel I návist hans. Hann eignaðist samstæðan hóp góðra félaga á skólaárum sinum, hóp sem bastþeim tryggöaböndumaö enda þótt persónulegar aöstæður tækju breytingum i lifi þeirra og fjarlægðin skildi þá aö um lengri eða skemmri tima höfðu þeir ekki fyrr náö saman á ný en vináttan var endurnýjuö. Það var hist eina kvöldstund og skrafað fram á nætur, eða farið i eina helgar- ferð til veiða við vatn eða á til aö njóta islenzkrar náttúru og útivistar og fá hvild frá daglegum erli og önnum starfsins en kannski ekki hvaö sist aö eiga góðar stundir með góöum félögum. Þessa félaga sina mat hann mikils og ræddi oft um þá sér I lagi þegar léttara hjal bar á góma, en nú verður rúmið hans Kristins autt, þar sem viða annarsstaðar. En Kristinn var jafnframt alvöru- maður þegar þvi var að skipta og bjó yfir þeirri skapfestu sem starf hans og lifsákvaröanir mótuðust af, en þar sem i öðru var ekki rasað um ráð fram. Arið 1966 giftist Kristinn eftiriifandi konu sinni, önnu Lorange. Áttu þau þrjú börn, Pétur f. 12. jan. 1968, Svönu Emeliu f. 13. júni 1973 og óskirt stúlku- barnsem fæddist 16. febr. sl. eða rétt um mánuði áður en faðirinn lézt. Kristinn átti son áður en hann giftist, Bernódus f. 11. ágúst, 1963. Ég held að ekki sé ofsögum sagt aö Kristni hafi verið einstakiega annt um sitt heimili enda sérlega heimiiiskær og barngóð- ur. Þá lét hann sér mjög annt um föður sinn og tengdaforeldra ásamt öðru nánu skyldfólki. A nú margur góðs drengs að sakna. Ég hitti Kristin siö- ast daginn sem litla dóttirin fæddist, 16. febr. s.l., aðáliönum starfsdegi og var hann þá óvenju hýr i bragöi þegar hann sagði mér frá litlu stúlkunni og hve þeim móður og barni heilsaðist vel. Ég þrýsti hönd hans með góðum óskum og kveðju til konu hans, en ekki hvarflaöi aö mér þá að þetta væri okk- ar siöasta handtak i þessu lifi. Viö hjónin og börn okkar sendum önnu, börnum hennar og öðrum að standendum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Guðjón Guðmundsson. Fréttin um alvarieg veikindi hans og lát tæpri viku siðar varð samstarfs- fólkinu sem reiðarslag. Hverngat óraö fyrir þvl, aö hann, sem kvaddi hress I vikunni áður, skyldi kiukkustund siðar kominn á sjúkrahús, þaðan sem hann átti ekki afturkvæmt? Dauðinn er furöuleg ráðgáta, sem mönnum gengur illa aö skilja. Óskiljanlegastur þó, þegar fólk I islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.