Íslendingaþættir Tímans - 15.05.1976, Blaðsíða 7

Íslendingaþættir Tímans - 15.05.1976, Blaðsíða 7
Tryggvi Kristj ánsson trésmíðameistari, Keflavík Pæddur 4. mai 1917 °áinn 13. april 1976. A Landsspitalanum andaöist 13. þ.m. Tryggvi Kristjánsson, trésmiöa- meistari, Sólvallagötu 30, Keflavfk. Hann var fæddur á Borgargarði i StöBvarfirði 4. mai 1917. Foreldrar hans voru Kristján Magnússon, skip- stjóri og útvegsbóndi Stöðvarfirði og hona hans Þóra Þorvarðardóttir. Kynni okkar Tryggva Kristjánsson- ar hófust fyrir nær 40 árum þegar ég kom fyrst til Stöðvarfjarðar og varð starfsmaður hjá Kaupfélagi Stöðfirö- mga. Um það leyti var tiltölulega margt af ungu tápmiklu fólki heima á Stöðvarfirði, sem setti svip sinn á at- vinnu- og félagsllf byggöarinnar með þrótti slnum og lifsgleði. Var unga .fólkið sérstaklega samrýmt I leikjum °g störfum, og lagði þá meðal annars fram mikla sjálfboðaliðsvinnu á veg- um ungmennafélagsins viö aö koma UPP myndarlegu samkomuhúsi. Tryggvi á Borgargarði eins og hann Var oftast nefndur fyrir austan var ekin af þessum glæsilegu ungmennum. Hann var þá um tvitugt, hraustur fallegur piltur, glaðvær, drenglund- aður og vinfastur. A þessum árum bjó Sigurbergur °ddsson á Eyri við Fáskrúðsfjörð, en hann er nú nýlátinn. Kona hans var °ddný Þorsteinsdóttir, föðursystur mln. Þessi heiöurshjón áttu mörg mannvænleg börn. Guðlaug Sigur- ^ergsdóttir á Eyri og Tryggvi Kristjánsson kynntust um þessar mundir og felldu hugi saman. Man ég ah fyrsta árið, sem ég var á Stöövar- firði, gengu fallegar gamansögur um elskendurna á Eyri og Borgargarði, sem áttu oft að hittast eöa mætast á fjallinu, sem aðskildi Stöðvarfjörð og oreldra, hún Olla, sem var nú Jarðsungin frá Frikirkjunni i Hafnar- 'rhi mánudaginn 3. mai og kvödd inztu kveðju, hún sem viö öll er henni ynntumst, eigum svo margar nægjulegar minningar um allt frá yrstu kynnum þar i heiðardalnum. G.B. Fáskrúösfjörð. En Tryggva var að sjálfsögðu stundum saknaö úr hópi fé- laganna, þegar hann um helgar eða ef hlé varð á sjósókn — hvarf i skyndi til fundarviðelskunaslna. En vinir hans, sem til þekktu — munu þó hafa sam- glaöst honum þvi öllum geðjaðist vel að ungu lifsglööu stúlkunni frá Eyri, sem þá og alltaf siöan átti hug Tryggva allan. Tryggvi'og Guðlaug giftust árið 1938 og stofnuðu heimili að Borgargarði i Stöðvarfirði. Stundaði Tryggvi sjó frá Stöövarfiröi á þessum árum — eins og flestir þeir, sem eitthvaö dugöu. Var hann lengst á opnum vélbát með Magnúsi bróöur sinum. Sóttu þeir bræður sjóinn fast, enda hraústmenni báöir. t lok striðsins fór saman aö fiskafli brást mjög á Austfjöröum- og um sama leyti varð mun meira um vinnu i Reykjavikognágrenni. Fórá þeimár- um margt af ungu fólki aö austan suö- ur á land til margskonar starfa. Var þaö mikiö áfall fyrir Stöðvarfjörð, að missa á þeim árum margt af ágætu ungu fólki suður á land og sem ekki kom aftur. Og árið 1947 fluttu þau hjónin Tryggvi og Guölaug suöur til Keflavikur. Hafði Tryggvi þá ákveðiö að hefja smiöanám, sem hugur hans mun lengi hafa staðið til. Lauk hann iðnnámi i skipasmiði og vann i Slippn- um i Keflavik nokkurt árabil. En siöar bætti hann viö sig tilskildu aukanámi til að hljóta réttindi til húsasmiði. Og sem meistari við húsbyggingar vann Tryggvi mörg slðustu árin eöa allt til siðustu áramóta, aö hann kenndi þess alvarlega sjúkdóms, sem ekki varö bættur. Erfiður hlýtur baráttutiminn á sjúkrahúsinu aö hafa verið þessu hraustmenni, sem aldrei vildi gefast upp. En áreiðaniegahefir honum veriö það meiri huggun og styrkur en orð fá lýst,aöGuðlaug, konan hans elskulega dvaldi nær alltaf viö sjúkrahvilu hans á spitalanum þar til yfir lauk. Þegar vinir og samferðamenn hverfa sjónum okkar — verður ósjálf- rátt hugsað til baka. Mér eru ljúfar minningarnar um vin minn Tryggva Kristjánsson, þvi þær eru allar á einn veg. Engan skugga ber á samskipti okkar, þvi frá honum einkenndust þau af góðvild hans og sérstakri tryggö til alls og allra, sem hann einu sinni batt vináttu við. Auk þess, sem viö Tryggvi áttum samleiðá Stöðvarfiröi i 9 ár þá kom ég oft á heimili þeirra hjónanna i Kefla- vik. Alltaf var mér tekið af þeirri ein- lægu gleði, sem einkennir sanna gest- risni. Og það var ótrúlega notalegt að finna á þessum timum, þegar manni finnst stundum enginn megi vera að þvi að lifa hér i þéttbýlinu — aö Tryggvi gaf sér alltaf góðan tima til aö sinna gestinum. Stundum kom ég i mat til þeirra hjónanna á vinnudögum — og þegar timinn leiö i spjalli fram yfir eitt — fór ég aö hafa áhyggjur að ég væri að valda óþægindum. En þá kom gjarnan fallega brosið hans Tryggva og hann bað mig ekki hafa á- hyggjur, þvi þó hann kæmi máske að- einsof seint i vinnuna, þá hlyti hann að hafa möguleika á að bæta það upp. Þó að karlmennska Tryggva og raunsæi sætti hann viö búsetuna i Keflavik — þar sem þeim hjónum vegnaði vel — þá var auöfundið aö 'slendingaþættir 7

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.