Íslendingaþættir Tímans - 15.05.1976, Blaðsíða 14

Íslendingaþættir Tímans - 15.05.1976, Blaðsíða 14
ábyrgðarstörf, sem hann um árabil vann hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum i Washington. Um þau mál tókst mér aðeins að toga upp nokkur orð. Hann sneri ræðunni jafnan aftur að raun- hæfum vandamálum liðandi stundar. Eg mun ávallt búa að árunum, sem ég var i læri hjá Kristni. Og þar er ég ekki einn. Hann þj^Ifaði og leiðbeindi fjölmörgum ungum hagfræðingum I Seölabankanum og miðlaði starfs- bræðrum í öðrum stofnunum af þekk- ingu sinni. Arfur hans er góður. Kristinn Vignir Hallgrlmsson er horfinn okkur. Eftir lifir minningin um merkan Islending. Ég votta konu hans, ungum börnum, öðrum ættingjum og vinum einlæga samúð mlna. Þráinn Eggertsson. Kveðja frá félögum. Avallt mun verða bjart yfir minn- ingunni um hinn góða dreng, hdn verð- ur aldrei frá okkur tekin. Kiddi var vinsæll af öllum, sem til hans þekktu, hvort heldur var aö störfum eða leik. Hann var maður lifsgleðinnar og naut llfsins,hvar sem hann var. Aræðinn og úrræöagóður er tekist var á við vanda- málin enda var honum gefin þolin- mæði og þrautseigja i rikum mæli. Ösérhllfnihansog hjálpsemi voru ef til vill þeir eiginleikar hans, sem mest máttu sln i daglegum önnum. Það var þvi gott aö eiga Kidda að félaga og vini. Sá félagsskapur hefur staðið allt frá æsku og stendur enn. Það er félagsskapur, sem við mátum meir eftir þvl sem árin liöu. Þó að Kiddi hafi verið dæmigerður Reykvikingur naut hann þess I rikum mæli að hverfa á vit náttúrunnar og voru ef til vill bestu stundir hans ferðalög og útivera. Hann var góður laxveiðimaður og ófáar voru þær stundir sem hann eyddi i hvlld og ró með fjölskyldu sinni og tengdafólki að Þúfukoti i Kjós. Þeir, sem höfðu samskipti við Krist- in V. Hallgrímsson, hagfræðing Seðla- bankans, hafa við fráfall hans misst mikið og þvi meir sem þau samskipti voru nánari. Við félagar hans frá æsku söknum vinar og sérstaks mannkosta- manns, Aldraður faðir, sem naut þess að fá drenginn sinn með börnin I heim- sókn. Börnin hans ung sakna föðurins, sem hafði svo mikið að gefa og eigin- konan ástrlks og umhyggjusams eiginmanns. Við félagarnir vottum fjölskyldu hans, eiginkonu og börnum, föður og öllum ættingjum og vinum samúö okk- ar og söknuð. VIÐ fráfall Kristins Hallgrlmssonar hefur orðið skarð fyrir skildi meðal vina þeirra hjóna og I hópi islenzkra hagfræðinga. Mestur er þó missir eiginkonu hans og barna, sem svo snögglega hafa verið svipt ástúð hans og umhyggju. Kynni okkar Kristins hófust árið 1966, er ég gerðist samstarfsmaður hans við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn I Washington D.C. Er hann stuttu siðar kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni, önnu Lorange, varð sú vinátta með okkur hjónum, sem eflzthefur æ siðan. A liönu sumri áttum við ásamt börnum okkar minnisstæðar samverustundir við veiðar og náttúruskoðun norður á Ströndum, og var stefnt að endurtekn- ingu þeirrar farar á sumri komanda. En enginn ræður sinum næturstað. í starfi sínu við Alþjóðagjaldeyris- sjóðinn og siðar sem hagfræðingúr Seðlabanka tslands vann Kristinn sér verðskuldað traust. Hann hafði afláð sér góðrar menntunar i hagfræði við háskóla vestan hafs og í Bretlandi og gekk að störfum slnum með ábyrgðar- tilfinningu, nákvæmni og vinnugleði. Hans biðu mikil verkefni á sviði Is- lenzkra efnahagsmála og mun hans þvl mjög saknað af starfsbræðrum I stétt hagfræðinga. Orð mega sln litils við sviplegt frá- fall eiginmanns og föður I blóma llfs- ins. Fyrir höndfjölskyldu minnar, færi ég Kristni þakkir fyrir samfylgdina og bið eiginkonu hans og börnum blessun- ar guðs. Gunnar Tómasson. Fáein minningarorð. Kristinn Vignir Hallgrlmsson hag- fræðingur fæddist I Reykjavik 2. janú- ar 1934. sonur hjónanna Svanborgar Siguröardóttur og Hallgríms Péturs- sonar vélstjórá. A æskuárum áttihann við nokkra vanheilsu að striða, sem kann að hafa átt sinn þátt I, að hann kaus sér fremur langskólanám en önnur verkefni. Kristinn sótti nám I Verzlunarskóla Islands og lauk þaðan stúdentsprófi vorið 1955. Um þær mundir munhann hafa verið tölu- vert óráðinn um framhald, enda voru fjárráð af skornum' skammti, en hug- urinn stefndi helzt að námi erlendis. Þá bar svo til, að honum bauðst náms- styrkur i Bandarikjunum, og haustið 1955 hélt hann vestur um haf og hóf hagfræðinám við College, þar sem hann lauk B .A. prófi 1957. Þaðan lá svo leiðhans austur um haf til framhalds- náms I hinum kunna hagfræðiskóla Breta, The London School of Eco- nomicsandPolitical Science. Þar lauk Kristinn meistaraprófi i hagfræði árið 1961. Að prófi loknu kom hann heim og hóf störf i Seðlabankanum, en átti þar skamma dvöl aðsinni og hvarf aftur til Bandaríkjanna. Þar starfaði hann nokkur ár hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðn- um, og lágu þá leiðir hans víða á veg- um þeirrar umfangsmiklu stofnunar. Eftir nokkur ár hvarf hann þó heim á ný og tók upp fyrri störf sln sem hag- fræöingur hjá Seðl’abankanum árið 1969. Þar starfaöi Kristinn svo, unz hann hneig niöur við störf sín meðvit- undarlaus. Var hann fluttur á sjúkra- hús, ar sem hann andaðist fáum dög- um siðar, hinn 16. marz. Banameinið var heilablæðing. A slðari dvalarárum sinum 1 Ame- 14 íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.