Íslendingaþættir Tímans - 15.05.1976, Blaðsíða 11

Íslendingaþættir Tímans - 15.05.1976, Blaðsíða 11
að þróa og fullkomna peningamála- skýrslur og hvers konar hagrænar at- huganir sem hagfræðingur Seðlabank- ans. Sem slikur hefur hann æ siðan átt mikið, gott og giftudrjúgt samstarf við okkur starfsbræður hans i Efnahags- stofnun og siðar Framkvæmda- stofnun. Ráðum var ekki að fullu ráöið °g myndin hvorki heilsteypt né fullkomin, nema Kristinn kæmi til og hans skarpa greining á peninga- og fjármálahlið þjóöarhags, með Utsýn til viðra átta gjaldeyrismála og heildar- aðstöðu þjóöarbúsinsút á við. Þar kom hans trausta reynsla ytra I góöar þarfir. Eins og oft vill verða, leggjast mismunandi stofnanir stundum á ólik tog i þessum efnum sem öðrum. öllu sllku tók Kristinn af stökustu geðprýði og ljúfmennsku, svo aldrei bar skugga á persónulegt vinfengi. Oft benti hann okkur hinum á óvefengjanlegan aga peningalegra meginstærða, þá okkur hætti til óskhyggju i samskiptum viö hagsmunaaöila. Þákom kimnihans og breiða bros sér vel til að stinga á blöðrunni. Þáttur þessara samskipta voru sameiginlegar ferðir til funda viö alþjóölegar hagmálastofnanir. Þá var Kristinn jafnt hinn trausti málsvari, sem tryggt var til að visa öllu, sem til hans sérþekkingar heyrði, sem og drenglundaður og ágætur félagi, fjöl- fróður um mannlif og menningu og smekkmaður á alla góða hluti. Siðustu samskiptiokkari embættivoru þau, er hann útlistaöi fyrir okkur hina fjöl- þættu mynd lánsfjáráætlunar, er hann hafði lagt svo hart að sér að semja og var i reynd aðalhöfundur að. Þar var lipurð og ljúfmennska jafn óbrigðul og fyrr, þótt skörðu væri að skipta. Kristinn og fjölskylda hans, geröist fyrir fáum árum nágranni minnar fjölskyldu. Hugðum við gott til þess nágrennis fram á veginn. En nú er skarð fyrir skildi ogleitar hugurinn nú mjög á vit þess heimilis i bæn um þá blessun og heill, sem veitast má eftir þau ósköp, sem yfir hafa dunið. Kristínn Hallgrimsson var ófram- hleypinn maður, sem vann sin miklu og ágætu störf i kyrrþey, en var á- hrifameiri til góðs enmargir, sem með meiri gný fara. Honum entist ekki ald- ur til aö uppskera þann orðstir, sem hann verðskuldaði. Þvi rikari skylda ber okkur til að hafa minningu hans i heiðri. Bjarni BragiJónsson. HINN 25. marz siðast liðinn var ttí moldar borinn Kristinn Vignir Hall- grímsson hagfræðingur. Islendingaþættir Hann Diddi frændi er dáinn skyndi- lega, burt kallaður langt um aldur fram aðeins 42 ára að aldri. Máltækiö segir að þeir sem guðirnir elski deyi ungir. Fáum dögum áöur en Diddi veiktist kom ég I heimsókn til þeirra hjóna Önnu og Didda, hann var þá I frii frá vinnu sinni I Seölabankanum, til þess að hjálpa konu sinni og fagna heim- komu litlu dótturinnar er þau hjón eignuðust 16. febrúar sl. Ég held að eitt mesta gæfuspor Didda hafi verið er hann kvæntist önnu S. Lorange I desember 1966 I Washington, en hann var þá við störf hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Anna og Diddi eiga 3 börn, Pétur 8 ára, Svönu Emellu bráðum 3 ára og ó- skírða dóttur, fædda réttum mánuði áður en faðir hennar deyr og fá nú þau börnekki aönjóta umsjá og umhyggju ástúðlegs föðurs. Ég þakka Didda allt sem hann hefur gert fyrir mig. Hann var mér eins og stóri bróðirþegarvið vorum I Verzlun- arskólanum, alltaf hjálpfús, lét mig hafa gamlar bækur, óspar á heilræði og aðstoð fyrir próf, enda reynslunni rlkari, hafði lokið þessum námsáföng- um nokkrum árum á undan mér. Aldrei gleymi ég heidur morgun- kaffinu á Grundarstignum sem alltaf var tilbúið handa okkur á heimili Svönu mömmu hans öll skólaárin i Verzlunarskólanum. Alltaf var Diddi boöinn og búinn að hjálpa og aðstoða væri til hans leitað þvi hann gat ekki neitaö neinum um nokkra bón. Hann hjálpaði móöur sinni I hennar erfiðu veikindum og dáðust margir aö hugulsemi hans I hennar garð. Það er trú min að honum ástfóglnir vinir sem áöur eru farnir á undan hon- um yfir þessa llfs landamæri veiti hon- um góðar móttökur, sem hann á svo vel skiiið. Elskú Anna, ég og fjölskylda mfn votta þérog þinum okkar dýpstu sam- úð og bið guðs hönd um að leiða þig i gegnum sorgina þvi ég veit að þú átt góðar endurminningar um góöan eiginmann og föður. Guð blessi þig og börnin. Erla Hafrún Guöjónsdóttir. Erfitt er að sætta sig viö þá staö- reynd — I öllum sinum endanleika —. að náinn persónulegur vinur og sam- starfsmaöur sé á brott kallaöur i blóma llfsins, skyndilega og án alls fyrirvara. Eftir er skilin eyða, sem ekkert nær aö fylla annað en minning um þá miklu mannkosti, er prýddu vin minn, Kristín Hallgrimsson. Kynni okkar hófust árið 1960, er hann réðst til Seðlabanka tslands, og veturinn eftir efldust þau kynni til mikilla muna, er viö stunduðum nám við sama skóla i London og bjuggun þar I sama húsi. I London lauk Krist- inn framhaldsnámi f hagfræöi vorið 1961. Aö námiloknustefndi hugur hans til þess aö afla sér aukinnar reynslu og þekkingar á alþjóðlegum vettvangi og eftir störf viö Seölabankann um tveggja ára skeið réðsthann árið 1963 til Alþjóöagjaldeyriss jóösins I Washington og starfaöi þar óslitið f sex ár viö hinn ágætasta oröstlr eins og vænta mátti og sem mér er kunnugt um af vitnisburöi samstarfsmanna hansþar. Hæfileikar Kristins leiddu til þess, að árið 1969 fékk bankastjórn Seðlabankans hann ttí að snúa heim aftur og taka að sér vandasamt og ábyrgöarmikiö starf við stjórn hag- fræðideildar bankans. Starfaði Krist- inn sem hagfræðingur Seölabankans frá þeim tima þar til yfir lauk. Aörir munu verða til að bera vitni þvi frá- bæra starfi, sem hann þegar hafði unnið þar og sem svo miklar vonir voru bundnar við að héldi áfram. Það fór ekki hjá þvi, aö maöur i hans stööu heföi mikil samskipti við fjármála- ráðuneytið, og varö samstarf okkar af þeim sökum mikið aö nýju. Mér er fullkunnugt um, hversu mikils störf Kristins voru metin af öllum þar, er viö hann áttu samskipti. Þaö var einmitt viö slíkar aðstæöur, aö leiöir okkar Kristins lágu slðast saman. Asamt rikisbókara höfðum við verið að vinna sameiginlega aö verk- efni, sem slöan skyldi lagt fram á ráö- stefnu erlendis, og skyldum viö þrir fara þá ferð. Þann dag hafði Kristinn unniö af venjulegri eljusemi og einskis meins kennt sér aö þvi er bezt var vit að. Það varö okkur þeim mun þung- bærara að frétta siðar, að einungis ör- fáum stundum eftir aðskilnað okkar heföi áfall þaö duniö yfir, er varö hon- um að aldurtila á fáum dögum. Atvikin haga þvi svo, að ekki veröur undan þvi vikistaðljúka erindinu, sem viö höfðum hafið undirbúning að, á til- settum tlma, og verður sárt að vera af þeim sökum fjarstaddur er hinsta kveðjuathöfn fer fram. Þaö verður og dapurlegt verkefni aö flytja fyrrum starfsfélögum hans erlendum hin hryggilegu tiðindi. Þeim, ekkislður en starfsfélögum Kristins hér heima, voru ljósir þeir hæfileikar, hin sér- staka samstarfshæfni og prúð- mennska, sem voru einkenni hins horfna vinar okkar og kölluðu fram hlýhug I hans garð hjá öllum, er hon- um kynntust. Það er þungt áfali I okk- 11

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.