Íslendingaþættir Tímans - 15.05.1976, Blaðsíða 9

Íslendingaþættir Tímans - 15.05.1976, Blaðsíða 9
Hilmar Þórarinsson Hilmar Þórarinsson var fæddur 21. marz 1930 sonur hjónanna Guöbjargar Guðjónsdóttur frá Bakkagerði i Jökulsárhlið og Þórarins Björnssonar frá Húsavik, eystra. Þau hjón bjuggu á Seyðisfirði um árabil og stundaði Þórarinn þar sjósókn og útgerð en fluttu til Hafnarfjarðar uppúr striðs- lokum og hafa búið þar siðan. Hilmar kvæntist ekki en átti heimili með foreldrum sinum alla stund. Hilmar Þórarinss. var alinn upp við sjó og sjómennsku og þangað stóð hug- ur hans þegar i æsku. Hann var sjó- maður um árabil löngum matsveinn bæði á fiskiskipum og flutninga- skipum. Hin siðari ár hvarf hann frá sjómennsku og gerðist starfsmaður i Straumsvik, en jafnan stóð.hugur h'ans til sjós og sjó stundaði hann á trillu sinni i tómstundum. Hann lagði upp i sina hinztu sjóferð einn á báti frá Hafnarfirði að morgni Pétur lifsförunaut sinum Giselu, fædd Stephan. Hún fylgdi manni sinum hingað til framandi þjóðar og hefur til- einkað sér islenzka siði og hætti á skömmum tima. Islenzku talar hún svo lýtalaust að undrun sætir. Minnist ég þess hve undrandi ég varð fyrir nokkrum árum er hún ræddi við aðra þýzkfædda konu alvarlegustu heims- vandamál á Islenzku. Kynniokkar Péturs urðu allnáin þau 6 ár er við höfðum setið saman i stjórn Hafnasambands sveitarfélaga. Pétur hafði gegnt þar ýmist ritara eða gjald- kerstörfum af mikilli samvizkusemi. Hann var tillögugóður og raunsær I flutningi mála, en hélt fast við sann- færingu sina. Er Hafnasambandið bauð i fyrsta skipti fulltrúum hafnasambanda á hinum Noröurlöndunum að sitja ársfund sinn, þá var sá ársfundur haldinn á Akureyri. Kom þá I hlut Péturs að sjá um móttöku og fyrir- greiðslu við hina erlendu gesti. Minntust þeir oft siðar þessa Akureyrarfundar og ekki sízt höfðing- legrar móttöku á heimili hafnarstjóra- hjónanna fyrsta kvöldiö eftir komuna til Akureyrar. Þar átti að sjálfsögðu ekki minnst ■slendingaþættir hlut að máli, frú Gisela, sem með elskulegheitum og prúömennsku sinni gerði okkur öllum þessa kvöldstund svo eftirminnilega. Við fráfall Péturs Bjarnasonar hefur Akureyrarbær misst einn sinna hæfustu framámanna, en á hinum skamma starfsferli sinum starfaöi Pétur að uppbyggingu dráttarbrautar- innar á Akureyri, sem er grundvöllur að rekstri stærstu skipasmiðastöövar i landinu, Slippstöövarinnar á Akureyri, og á þessu sumri munu veröa tekin i notkun hafnarmannvirki þau, sem hann lagði drjúgan skerf til að reist yrðu til hagkvæms hafnar: reksturs á Akureyri. Hvort tveggja mun halda minningu hans á lofti um ókomin ár. Þjóö vorri er mikil eftirsjá i, er ungir hæfileikamenn falla frá langt um aldur fram. Sár er harmur aldurhniginna foreldra, en sárastur er harmur ekkjunnar og barnanna ungu. Fyrir hönd Hafnasambands sveitar- félaga flyt ég ykkur innilegar samúðarkveöjur. Okkur hjónunum er söknuður að kærum vini. Gunnar B.Guömundsson hins 29. marz siðastliöins og drukknaði út af Garðahverfi á Alftanesi. Mikill harmur er kveðinn að öldnum foreldrum Hilmars við fráfall hans. Þrjá syni höfðu þau áður misst i broddi lifsins og hér kvaddi hinn f jórði af sjö börnum þeirra, er á legg komust. Hilmar dvaldi á heimili foreldra okkar um átta missera skeið i æsku, á árunum 1937-1943. Þá þegar voru þroskaðir með honum þeir eðliskostir, er einkenndu hann jafnan siðan: glaö- værð, þrautseigja og æðruleysi. Þetta eru miklir mannkostir og þeim beztir, er fá notið þeirra I daglegri umgengni, og svo var hér. Guðbjörg og Þórarinn: Okkur er efst I hug þakklæti til Hilmars fyrir góðar samverustundir i Breiðuvik og Geitavik. Ykkur og börn- um ykkar sendum við dýpstu samúðarkveðjur. Daniel, Sigrún, Þorbjörg og Sigurður. t , Kveðja Þrautseigur og þolgóður, i þeli hlýr, einatt traustur æðrulaus og alltaf hýr. Þannig varstu ætið allan ævidag. Sár er þinna söknuður viö sólarlag. Visa góðar vörður allan veginn þinn að ferðalokum félagi og frændi minn. Siguröur óskar Pálsson 9

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.