Íslendingaþættir Tímans - 15.05.1976, Page 15

Íslendingaþættir Tímans - 15.05.1976, Page 15
© Indriði Guðmundsson ríku kynntist Kristinn hljóölátri ágætiskonu, Önnu Lorange, dóttur Aage Lorange hljómlistarmanns, sem siðar varö eiginkona hans. Áttu þau þrjú börn, og var hiö yngsta þeirra aö- eins mánaðargamalt, þegar faöir þess féll 1 valinn. Aöur en Kristinn kvæntist eignaðist hann son, sem nú er tólf ára. Starfsferill Kristins lá svo fjarri minum verkahring aö ég hætti mér ekki út á þann hála is að rekja störf hanseða meta þau. Aörir mér fróöari i þeim efnum veröa nú aö leiðarlokum væntanlega til þess aö gera þeim gleggri skil en ég fengi gert. Ég þykist þó vita, aö hann hafi veriö prýöilega menntur á sinu sviöi og gengiö aö starfi meö kunnáttu, velvilja og á- huga. Kynni okkar, sem vorum nokkuö tengdir, þar sem konan mtn er móöur- systir hans, hófust þó i rauninni á há- skólaárum hansi London. Ég átti þar nokkurra vikna dvöl um þær mundir. Báöir vorum viö útlendingar i stór- borginni, þekktum fáa og leituöum þágjarna hvor á annars fund, þegar á milli varö frá brýnni viöfangsefnum. A siökvöldum og sunnudögum reikuöum viö um götur og söfn borgarinnar, skoöuðum merkar byggingar og aörar söguminjar, rifjuöum upp, eins og kunnáttanhrökktil, liðna atburði, sem þeim voru tengdir, og sumir höföu átt drjúgan þátt i örlögum og gengi brezku þjóöarinnar. Þess á miili litum við inn á veitingastaöi og virtum fyrir okkur ólgandi mannhafiö, sem rann eins og straumur framhjá með öllu sinu bjástri og ákafa. Þótt kynni og vinátta héldist meö okkur alla tiö fækkaöiþó heldurfundum, þegar heim kom, og báöir höfðu sinu aö sinna á fjarlægum starfsvettvangi. En nú hafa leiöir skilizt aö fullu. Aldrei framar munum við reika um hljóöa glæsisali British Museum, skuggalega turna og byggingar i Tower eða lesa bók- menntasögu á legsteinana i West- minster. Lokiö er setu yfir glasi á hljóðlátri kvöldstund, þar sem þráttaö var um nauösyn eöa áhrif siöustu gengisfellingar og önnur viöbrögö fjármálalifsins. Eftir er aöeins að kveöja, og viö Sig- rún vottum eiginkonu Kristins, börn- um, öldruöum fööur og öörum aö- standendum vanmegna samúö, er þau hafa skjótlega veriö slegin svo þungu höggi. Haraldur Sigurösson. Indriði öll þessi ár minn traustasti vin- ur og enginn mér ráöhollari. Enda var maðurinn vinfastur og með allra greindustu mönnum, sem ég hef þekkt. Frá gamalli tið hafði I Vatnsdal verið mikill höfðingjabragur á mörg- um og oft deildu menn hart um ýmis mál, og oft vildu mannaforráð fara nokkuð eftir rikidæmi og búsumsvif- um. Það sýnir vel andlega yfirburöi Indriða á Gilá sem bjó á einni minnstu jörðinni, að enginn maður mun hafa verið eins lengi i hreppsnefnd As- hrepps, a.m.k. samfleytt. Hann var fyrst kosinn árið 1922 og ávallt endur- kosinn til ársins 1958 en þá gaf hann ekki kost á sér lengur, af þessum 36 ár- um var hann oddviti i 18 ár. Einnig var hann lengi i yfirkjörstjórn þvi engum treystu Framsóknarmenn betur til aö gæta réttar sins. Ýmsúm fleiri opin- berum störfum gegndi Indriði. Eins og áður er getið, er Gilá mjög litil jörð og ræktunarskilyröi erfiö. Indriöi haföi þvi ávallt litiö bú, en hirðusemi hans og ágæt fjármennska geröi honum kleift að skulda aldrei neinum neitt. Framkvæmdir voru ekki miklar, en þó reisti hann góða iverubaðstofu og rúmgott eldhús. Enn- fremur kom hann upp raflýsingu i fé- lagi við nágranna sinn, Guðjón á Marðarnúpi. Þekking Indriöa á öllum lögum er sveitarstjórn varöaöi var meö afbrigð- um góð, enda var öll stjórn á málefn- um Áshrepps hin ágætasta meðan hans naut við. Svo vel fylgdist Indriöi meö landsmálum að hann gat nær á- vallt sagt fyrir um hvernig kosningar myndu falla i hverjukjördæmi lands- ins. Sem dæmi um gerhygli hans sagði hann fyrir upp á atkvæði hver myndi verða atkvæðamunur Björns á Löngu- mýri og Jóns Pálmasonar þegar Jón féll fyrir Birni i fyrsta sinn. Sökum vitsmuna Indriöa sótti ég oft ráö til hans á meðan ég fékkst viö fé- lagsmál i Húnaþingi og gáfust ráð hans ávallt vel, og svo var mannþekk- ing hans og athyglisgáfa mikil, aö hann vissi upp á hár hvernig atkvæði myndu falla i héraðinu. Nú ert þú fallinn I valinn. Sjálfsagt liða ekki mörg ár þar til ég fer sömu leiöina. Ef annaö lif er til, þá er ég viss um aö viö hittumst hinum megin. Ég kveð þig svo meö þökk fyrir allt og allt og árna börnum þinum og öllum af- komendum alls hins bezta. Vertu sæll gamli vinur. Hannes Pálsson. Þeir, sem skrifa minningar- eða afmælisgreinar í íslendingaþætti, eru eindregið hvattir til þess i að skila vélrituðum handritum, ef mögulegt er. t islendingaþættir 15

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.