Íslendingaþættir Tímans - 15.05.1976, Blaðsíða 13

Íslendingaþættir Tímans - 15.05.1976, Blaðsíða 13
blóma llfsins er hrifiö burt frá mikil- v®guhlutverki. Kristinn haföi sannar- lega mikilvægu hlutverki aö gegna b®öi I starfi og á heimili sínu. Stofnunin, sem hann helgaöi krafta slna, hefur misst mikinn hæfileika- mann, þaö vissu allir, sem meö honum störfuöu, en söknuöurinn veröur enn sárari, þegar á bak veröur aö sjá mikl- um mannkostamanni, sem öllum þótti v*nt um, er honum kynntust. Kristinn var einstaklega þægilegur i viömóti, vakandi og áhugasamur, og sanngjarn i dómum. Hér eiga einungis bestu lýsingarorö viö um þaö erum viö öll sammála. Aheimilinu áttu þau hjónin eftir aö aia upp þrjú ung börn, þar af eitt aö- eins nokkurra vikna gamalt. Þar er stórt skarö fyrir skildi. Margur fær margt aö reyna i lffinu, en hversu þungbært er ekki aö missa góöan eiginmann og fööur, sem gat átt hálfa ævina framundan. Minningin um góöan dreng veröur þeim þó mikill styrkur. Óskum viö þeim alls vel- farnaöar á komandi árum. Samstarfsfólk i Seölabankanum. Margur enn i aldurs blóma undi sæll viö glaöan hag, brátt þá fregnin heyröist hljóma. Heill i gær, en nár i dag. — 0, hve getur undra skjótt yfir skyggt hin dimma nótt. Þann 16. febrúar s.l. fæddist hjónun- um önnu Lorange og Kristni Hall- grimssyni dóttir. Þrátt fyrir erfiöa fæöingu heilsaöist móöur og dóttur vel. Svana Emelia 3ja ára og Pétur 8 ára biöu meö óþreyju eftir, aö mamma kæmi heim meö litlu systur. Anna kom heim 25. feteúar og ákvaö Kiddi aö vera heima i viku henni til aö- stoöar. Viö vinkonur önnu og Kidda öfunduöum hana alltaf af þeirri ein- stöku natni, sem Kiddi sýndi börnun- um og henni i sambandi viö allt heimilishald og vissum allar, aö hann átti ekki sinn lika, hvaö þaö snerti. Þann 9. marz baröi sorgin aö dyrum ó þessueinstaklega hlýja heimili, þeg- ar Kiddi, vinur minn og skólabróöir, fékk heilablóöfall. Lá hann meö- vitundarlaus, unz hann lézt þann 16. marz. Leiöir okkar Kidda lágu saman úr Austurbæjarbarnaskólanum, þangaö til aö loknu stúdentsprófi úr Verzlunarskólanum 1955. Kiddi fór til náms i hagfræöi viö Dartmouth háskólann í U.S.A. og siöan islendingaþættir til London School of Economics. Aö námiloknu vann hann i Seölabanka Is- lands, þar til hann hóf starf viö Al- þjóöagjaldeyrissjóöinn I Washington D.C. ár 1963. Ég var þá þegar búsett i Washington og styrktist þá vinátta okkar, jafn- framt þvi sem eiginmaöur minn og Kiddi bundust sterkum vináttubönd- um. Þá var oft glatt á hjalla og naut Kiddi mikilla vinsælda meöal allra landanna og eignaöist marga trausta vini, sem nú ásamt okkur trega hann og samhryggjast önnu, börnunum og eftirlifandi fööur hans, Hallgrimi Péturssyni, vélstjóra. Anna og Kiddi kynntust á 17. júni hátiö i New York 1966, en Anna vann hjá Loftleiöum i New York. Þau giftu sig 17. desember 1966 i Washington og var Phil svaramaöur taugaóstyrks brúöguma. Viö skáluöum fyrir nýgiftu hjónunum i kampavini á okkar heimili, áöur en Kiddi bauö öllum vin- um sinum til veizlu á bezta matsölu staö borgarinnar. Slik var hans rausn. Brá hann aldrei frá þeirri venju. Þau hjónin bjuggu sin fyrstu hjú- skaparár i Washington og þar fæddist Pétur i janúar 1968. Þau voru vina- mörg og tóku á móti gestum sinum meö sérstakri hlýju, sem einungis hamingjusöm og samstæö hjón geta gert. Þau fluttust heim 1969, er Kiddi hóf aftur vinnu viö Seölabanka Islands, þar sem hann vann til dauöadags. Viö áttum margar ánægjulegar samverustundir meö okkar kæru vin- um, önnu og Kidda, bæöi vestanhafs og heima á Islandi og siöast hitti ég þau um jólin i vetur, kát og hress. Viö ræddum um fyrirhugaö sumarferöa- lag ásamt fleiri vinum. Þann 17. desember héldum viö upp á 9 ára brúökaupsafmæli þeirra. Hvernskyldi hafa grunaö, aö þau yröu ekki fleiri? Anna min. Viö vottum þér, börnun- um og Hallgrimi tengdafööur þinum okkar fnnilegustu samúö. Washington, D.C. 18. marz 1976. Sigriin Fimmtudaginn 25. marz var jarö- sunginn merkur Islendingur, Kristinn Vignir Hallgrimsson hagfræöingur. Hann lézt aöeins 42 ára aö aldri. Ég kynntist Kristni sumariö 1972, er ég var ráöinn til starfa viö hagfræöi- deild Seölabanka Islands, sem hann veitti forstööu. Kynni okkar vöruöu þvi þrjú og hálft ár. Ég haföi veriö búsett- ur erlendis rúman áratug og reynsla min af islenzkum efnahagsmálum var harla litil. Það vildi mér til happs aö leiöir okkar Kristins lágu saman og ég fékk aö njóta leiösagnar hans. Kristinn hafði yndi af þvi aö rökræöa hagfræöi- leg vandamál og ræddi oft klukkutim- um saman um óliklegustu efni viö áhugasama viðmælendur. Hann var þolinmóöur húsbóndi og jafnan reiðu- búinn að svara fávisum spurningum án þess að litillækka spyrjandann. Kristinn var ágætlega aö sér I fræöi- legrihagfræöi.enda menntaður i Bret- landi og i Bandarikjunum að viöfræg- um lærdómssetrum. En fræöilegar vangaveltur áttu ekki hug hans. Fræð- in höföu aðeins þaö hlutverk aö bæta skilninginn á efnahagsmálum liðandi stundar. Fáa hagfræöinga hef ég heyrt blanda svo leikandi létt saman fræöunum og raunhæfum vandamál- um. Við þetta bættist, að þekking Kristins á smáatriöum islenzkra efna- hagsmála var geysilega viötæk. Hann gerþekkti stofnanir athafnalifsins og umgerð þeirra. í umræðum, sem oft snerust um stjómmál, tók Kristinn afstööu af full- kominni sanngirni til hugmynda og til- lagna um efnahagsmál hvaöan úr flokki, sem þær komu. Flokkspólitisk- ar skoðanir léthann aldrei uppi. Hann var þó augljóslega frjálslyndur lýö- ræöissinni, hafði samúö meö litil- magnanum, en mál hans mótaðist fyrst og fremst af viöhorfum hag- fræöings i meginkvisl hins engilsax- neska skóla. Er timar liöu setti ég mér þá reglu aö leita sem oftast ráöa hjá Kristni um verkefni, sem ég vann utan bankans. Ráö hans voru jafnan góö, og sú var reynsla min, að hugsanaskekkjur og staöreyndabrengl færu ekki framhjá honum. Oft furðaði ég mig á þvi, hvemig hann á augabragöi sá villur i verkefnum, sem ég haföi legiö yfir dögum saman. Kristinn var jafnan þýöur i viömóti. Aldrei heyröi ég hann reisa rödd sina i reiöi, en hann hló mikiö oghlátur hans var hár og snjallur. Hann dreiföi um sig glaöværö. Kristinn var viökvæmur i lund, dulur og jafnvel feiminn. Enda þótt frá honum kæmi stöðugur straumur af skýrslum og greinargerö- um, voru þaö nafnlaus skrif embættis- mannsins. Kristinn kom litiö fram opinberlega og skrifaöi ekki i blöö. Hann var þvi ekki þjóökunnur maöur eins og margir af okkar færustu hag- fræðingum. Samt var hann jafnoki þeirra allra. Eftir á aö hyggja finnst mér hann hafa veriö montlausastur allra manna. Ekkert var fjær honum en stæra sig af mikilli þekkingu og reynslu. Hann ræddi aldrei aö fyrra bragöi um námsferil sinn eöa mikil 13

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.