Íslendingaþættir Tímans - 12.01.1978, Blaðsíða 2

Íslendingaþættir Tímans - 12.01.1978, Blaðsíða 2
Um barnaskóla var þá ekkiað ræða i eyjum, en nám undir skóla mun Guð- mundur hafa byrjað hjá séra Sigurði Jenssyni i Flatey, og hvatti prestur hann mjög til skólanáms. Ávallt slöan mat Guðmundur klerk mikils og hélt góðum kunningsskap viö fólk hans meðan lifði. Eftir þriggja eða fjögurra mánaóa nám hjá séra Sigurði, settist Guð- mundur i annan bekk gagnfræðaskól- ann á Akureyri og lauk þar námi vorið 1915. Næsta haust hóf hann nám I Menntaskólanum I Reykjavik, en veiktist þá um veturinn og varð að hætta i skóla. Dvaldi hann þá heima i Skáleyjum um hrið. Skömmu seinna hóf hann nám i simritun og loftskeyta- fræðum og tók próf frá Loftskeyta- skólanum IReykjavík árið 1919. Sama ár var sett á fót loftskeytastöö i Flatey á Breiðafirði. Tók Guðmundur þegar viö forstöðu hennar og stjómaöi henni til ársins 1931. Þá var stöðin lögð niður gegn vilja stöövarstjórans og alls þorra hreppsbúa. — Það var upphaf hnignunarinnar á þeim slóðum sem enn sér ekki fyrir endann á. Þegar svo var komið fluttist Guð- mundur til Reykjavikur. Þar geröist hann fyrst aðstoðargjaldkeri hjá Landsimanum en seinna forstöðu- maður innheimtudeildar Bæjarsima Reykjavikur. Þvi starfi gengdi hann þangaö til hann hætti störfum vegna aldurs. Meöan Guðmundur átti heima I Flatey hlóöust á hann margs konar trúnaöarstörf fyrirsveitsina og sýslu. Um þau störf er mér ekki aö fullu kunnugt þvi laus var ég við heimahag- ana á þeim árum. En nefnt get ég að flest eða öll ár sin i Flatey var hann I sóknarnefnd. Unglingaskóla stofnaöi hann þar ásamt fleirum og stjórnaöi honum meðan hann var i' Flatey. Segja þeir sem nutu kennslu hans aö hann hafi verið lipur og skemmtilegur kenn- ari. Við brottför hans úr eyjunni lagðist skólinn niöur. Oddviti hrepps- nefndar var hann a.m.k. árunum 1924- 1931. öll skrifstofustörf fórust Guðmundi vel úr hendi. Reikningar frá honum voru ljósir, skipulega færðirog frágangur hinn snyrtilegasti. Sagði Guðmundur mér einhvern tima, að aldrei hefði hann sótzt eftir þessum störfum. Hann átti sér ýmiss konar áhugamál sem hann flfkaöi þó litiö. Bókamaður var hann allmikill vel pennafær og hafði yndi af bók- menntum, einkum ljóöum. Atti og hægt með að gera smellnar visur sjálfur en liklega mun fátt finnast eftir hann af þeirri framleiðslu. Ekki losnaði Guðmundur Jóhannes- son við allt félagsmálastúss og störf þótt hann flyttist hingað til Reykja- vikur mun hann þó siöur en svo hafa 2 sótzt eftir þeim. — Formaður Félags islenzkra simamanna var hann tvö ár. Meöal stofnanda og fyrsti formaöur Breiðfirðingafélagsins i Reykjavlk. Formaður Barðstrendingafélagsins á timabili og seinna heiðursfélagi þess, (sá eini til þessa dags að þvi er ég bezt veit.) Þessi þurra upptalning sýnir og sannar aö Guðmundur var mjög félagslyndur maður, sem naut fyllsta trausts samborgara sinna og starfs- félaga. — Þann 8. desember 1923 kvæntist Guðmundur Sigriði Jóhannesdóttur Arasonar skipstjóra i Flatey og konu hans Valborgar Jónsdóttur. Sigriður var hin mesta mannkostakona frið og falleg, svo sem hún átti ættir til en missti heilsuna langt um aldur fram. Hún andaöist á Borgarspitalanum 11. ágúst 1971. Þau hjón eignuðust þrjú börn sem öll eru gift og búsett hér I borginni. Eftir lát Sigriðar bjó Guð- mundur hjá börnum sinum og naut einstakrar umhyggju þeirra og ástúðar eftir aö heilsa hans bilaði. Heimili þeirra Sigriðar og Guð- mundar var eitt hið bezta og þokka- fyllsta sem ég hef þekkt. Þess nutu margir. Margir áttu erindi við oddvit- ann sóknarnefndarmanninn og kennarann I Flatey. Sama var uppi á teningnum eftir að þau hjón fluttu hingað suður þótt ekki væri þá komið til þeirra I neins konar embættiserind- um, heldur til að njóta samvistar við húsráðendur. Þar var öllum tekiö af alúð og alþýölegri breiðfirzkri gest- risni. Sama hvort einhvern tima haföi skorizt i odda út af hreppsmálum, landsmálum eöa einhverju ööru I amstri dægranna. Húsbóndinn haföi alltaf næg umræðuefni og ræddi oftast Iléttum og gamansömum tón. Og ekki voru veitingar húsfreyjunnar skornar við nögl. Mun hún ekki hafa átt minni þáttigæfu og gengi heimilisins en hús- bóndinn, hvort sem heimili þeirra stóö vestur i Flatey eða hér I höfuðborg- inni. Ekkert umræöuefni var Guðmundi Jóhannessyni kærara eftir aö hann hætti störfum og rólegt og hljótt geröist kringum hann en æsku- stöðvarnar heima I Breiðafjarðareyj- um og lifið sem lifað var þar. Endur- minningar þaðan sóttu á þennan aldna heiðursmann. Einkum voru það æsku- árin barnabrekin og leikirnir sem hann haföi gaman af að rifja upp og litiliega hefur verið drepið á hér að framan. Saknaðarbros lék þá stundum um ellimótt andlitið. Atthagaást hans var nær einstök að ég ætla. Þau munu hafa verið fá — hafi þau þá nokkur veriö — sumurin sem Guðmundur fór ekki heim á æskustöövarnar jafnvel eftir að heilsu hans var s\o komið að hann taldizt ekki ferðafær. 1 sumar komzt hann aðeins vestur I Stykkis- hólm. Þaðan leit hann vestur yfir fjörðinn og sá eyjarnar sínar hilla upp I fögru aftanskini. Feröir hans verða ekki fleiri. Merkur öldungur hefur kvatt fjörðinn sinn og eyjarnar I siðasta sinn. Ég þakka langa og trausta sam- fylgd. Bergsveinn Skúlason f 1 dag veröur til moldar borinn Guð- mundur Jóhannesson frá Skáleyjum á Breiðafirði, en hann lést á Landspltal- anum að morgni sunnudagsins 11. september s.l. 83 ára að aldri. Haföi hann um allmörg undanfarin ár átt við vanheilsu að strlöa en ætlð tekist aö halda sjúkdómnum I nokkrum skefj- um, enda þóttgliman væri á stundum tvisýn. En þar kom, að hann laut I lægra haldi. Guðmundur Jóhannesson fæddist 1. mal 1894 I Skáleyjum á Breiðafirði og voru foreldrar hans hjónin Jóhannes bóndi Jónsson og kona hans Marfa Glsladóttir. Hann varð gagnfræðingur frá Akureyri 1915 og settist þvi næst I 4. bekk Menntaskólans I Reykjavik, en varö aö hætta vegna veikinda. Hvarf hann um hrlð vestur I heimabyggð slna, en sótti árið 1919 loftskeyta- manns- og slmritaranámskeiö I Reykjavik og tók próf I þeim greinum. Fékk hann loftskeytamannssklrteini nr. 2. Sama ár var hann skipaður loft- skeytastöðvarstjóri I Flatey á Breiða- firöi og gegndi hann þvl starfi til 1931 að stööin var lögð niður. Haföi hann þá einnig veriö oddviti Flateyjarhrepps frá 1924 og veitt forstöðu unglinga- skóla þar 1928—1930. Guðmundur flutt- ist til Reykjavlkur 1931, starfaði þar á lofskeytastööinni skamma hrið, en varð slðan aöstoðarmaöur aðalgjald- kera Landssfmans, unz honum var ár- ið 1933 falin forstaða sérstakrar inn- heimtudeildar fyrir Landslmann og Bæjarsimann I Reykjavik. Það starf hafði hann með höndum þangaö til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir 1964. Guömundur starfaði mikið aö félagsmálum, var svo dæmi sé nefnt formaöur Félags fslenzkra síma- manna I tvö ár, Breiðfiröingafélagsins frá stofnun 1938—1944 og Barð- strendingafélagsins i 5. ár. Eiginkona Guðmundar var Sigriöur, f. 12. júni 1900, Jóhannsdóttir skipstjóra I Flatey Arasonar, glæsileg kona, sem lést 11. ágúst 1971 eftir þungbær veikindi. Eignuöust þau þrjú börn, Jóhann, inn- heimtugjaldkera, kvæntan Rebekku Kristjánsdóttur, Kristinu, gifta Rafni tslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.