Íslendingaþættir Tímans - 12.01.1978, Blaðsíða 4

Íslendingaþættir Tímans - 12.01.1978, Blaðsíða 4
dvalizt þar frá fyrstu bernsku. Það þarf réttsýni og góðmennsku til að taka þremur ókunnugum börnum sem væru þau manns eigin, en þetta auð- sýndir þú okkur i rikum mæli. En þaö gleymist oft i dagsins önn að þakka það sem vel er gert, og aö lokum er það orðiö um seinan. Þvl viljum viö nú þakka þér og Guömundi afa alla þá ástúð sem við urðum aðnjótandi á heimili ykkar. Viö þökkum um leið og við kveðjum”. Þessi orö áttu ekki siöur við um Guömund afa, og þvi endurtökum við þau nú þegar hann er kvaddur. Páll, Fanný, Herjólfur. 't „Minir vinir fara fjöld,” kvaö aldið skáld fyrir mörgum árum. Ósköp falla þeir nú þétt æskufé- lagarnir sem ég ólst upp með i Breiða fjarðareyjum á fyrri hluta þessarar aldar. Engri tölu kem ég á þaö mann- fall og fylgizt litt með. En nú meö skömmu millibili hafa horfið af sjónarsviöinu: Jens E. Nikulásson frá Sviðnum, Jón Kristinn Ólafsson frá Hvallátrum, Anna ólafsdóttir systir Jónsthúsfreyja á Flateyri, Kristin Jó- hannesdóttir kennari frá Skáleyjum og siðast, 11. september s.I. Guömundur Jóhannesson gjaldkeri frá Skáleyjum, bróðir Kristinar kennara. Hver verður næstur? Allt var þetta hið gervilegasta fólk, hlaöið mannkostum og sterkum vilja til að verða heimabyggð sinni, landi og þjóð, að sem mestu og beztu liði. Og það tókst þvi þótt meö ólikum hætti væriog á alí ólikum vettvangi. Þess er gott að minnast. Hér veröur aöeins minnzt meö örfá- um oröum, þess manns er siðast kvaddi af þeim sem nefndir voru og mér var einna nákomnastur, Guö- mundar Jóhannessonar frá Skáleyj- um. Guömundur var fæddur I Skáleyj- um á Breiðafirði l.mai 1894, elzta barn foreldra sinna, Mariu Gisladóttur og Jóhannesar Jónssonar bónda I Skál- eyjum. Börn þeirra hjóna uröu alls 10. Af þeim lifa 5 þegar þetta er skrifaö. Guðmundur óx upp eins og fagur fifill I túni, bjartur yfirlitum, friður og föngulegur, velgefinn til likama og sálar. Knár og karskur strákur, eins og einn frændi hans oröaði það. óþæg- ur þótti hann stundum smábrellinn og glettinn, og fylgdu þeir eiginleikar honum löngum ásamt hýru viðmóti og léttri lund. — Sagöist honum svo sjálf- um frá á gamals aldri, að potturinn og pannan hefði hann veriö I öllum „prakkarastrikum” strákanna i Skál- 4 eyjum á sinum æskuárum, enda elztur og liklega mestur ærslabelgur sinna leikfélaga. — Mannsu eftir nokkrum „strik- um”, spurði ég hann einhvern tima, er við ræddum um gamla daga. — Já, sagði hann. Lengi man til litilla stunda, eins og Skaftfellingar segja. Við Þóröur Sveinsson, lugum þvi að Jónu gömlu, kerlingu sem var hjá föð- ur þinum, að Huldufólkið I Lyngeyjar- klettinum væri tóbakslaust. Hún yrði aö miðla þvi ögn úr pontunni sinni. — Það er fallegt af ykkur elskurnar minar að vera góöir við huldufólkið. Þeir verða lánsmenn sem þaö gera sagði hún. Fékk okkur pontuna og sagði að við mættum ekki hafa hana lengi enda væri ekki langt yfir á hana Lyngey. Hún ætti ekki annað en það sem i henni væri. Pontunni skiluðum við svo aftur eftir stundarkorn oftast tómri og bárum henni kveðju frá klettabúum. — En nærri má geta i hverra nösum þaö tómbak rann,— Viö tókum holar melstendur, fylltum þær af heyi og reyktum I hlöðunum. Það komst fljótlega upp. Reykurinn kom upp um okkur. Hann rauk ekki svo fljótt út sem viö ætluöum. Fyrir þaö vorum við húðskammaöir. Sagt, að við gætum kveikt i heyinu. Og einn bóndinn setti lás fyrir hlööuna sina. — Þegar mikið snjóaði á vetrum, skefldi fram af Efribænum. Þá notuð- um viö tækifærið þegar viö héldum að gamla fólkið svæfi, klifruöum með sleðana okkar upp á bæinn og rennd- um okkur niður þekjuna. En það leið sjaldan löng stund þangað til Margrét gamla ömmusystir mln, kom út og rak okkur með ómildumoröum burt frá bænum. — Og þaö sem verra er, sagði gamla konan við mig þú kennir Dodda minum um alla klækina sem þú ert höfundur aö. Hún var fóstra hans. En Efribæjarþekjan var freistandi, það verð ég nú að segja. — Blessuð gamla frænka min. Ég var hálfsmeykur við. hana fram eftir öllum aldri, hún gat veriðsvo byrst. Löngu seinna þegar ég fór að læra gaf hún mér 5kr. Það hygg ég að hafi verið aleiga hennar þá. — Svona voru prakkarastrik þess tima. Hvort þau flokkast meö „prakkara- strikum” um þessar mundir veit ég ekki. En hvaö sem þvi liður.var Guö- mundur Jóhannesson — þessi skýri skemmtilegi strákur — auga- steinn foreldra sinna og náinna frænda, og það sem meira vai; eftir- lætisbarn allra eyjaskeggja. Sú mann- heill og vinsældir sem hann hlaut i vöggugjöf brugöust honum aldrei, ungum né gömlum. Snemma bar á góöum gáfum hjá Guömundi. Munu foreldrar þvi hafa ætlað honum að ganga menntaveginn, eins og það var kallað, og sumir frænd ur hans höfðu gert áður. Um barnaskóla var þá ekki að ræöa I eyjum, en nám undir skóla mun Guö- mundur hafa byrjað á hjá séra Siguröi Jenssyni I Flatey, og hvatti prestur hann mjög til skólanáms. Avallt siðan mat Guömundur klerk mikils og hélt góðum kunningsskap við fólk hans meðan liföi. Eftir þriggja eða fjögra mánaða nám hjá séra Sigurði, settist Guð- mundur i annan bekk gagnfræðaskói- ans á Akureyri og lauk þar námi vorið 1915. Næsta haust hóf hann nám i Menntaskólanum i Reykjavik, en veiktist þá um veturinn og varö að hætta námi. Dvaldi hann þá heima I Skáleyjum um hrið, en hóf skömmu seinna nám I simritun og loftskeyta- fræðum. Próf við Loftskeytastöð i Flatey á Breiðafirði. Tók Guðmundur þegar við forstöðu hennar og stjórnaöi henni til ársins 1931. Þá var stöðin lögð niður, gegn vilja stöðvarstjórans og alls þorra hreppsbúa. — Það var upp- haf hnignunarinnar á þeim slóðum, sem enn sér ekki fyrir endann á. Þegar svo var komið fluttist Guð- mundur til Reykjavikur. Þar gerðist hann fyrst aðstoðargjaldkeri hjá Landssimanum, en seinna forstööu- maöur innheimtudeildar Bæjarsima Reykjavlkur. Þvi starfi gegndi hann þangað til hann hætti störfum vegna aldurs. Meöan Guðmundur átti heima i Flatey hlóðust á hann margs konar trúnaöarstörf fyrir sveit sina og sýslu. Um þau störf er mér ekki að fullu kunnugt, þvi heldur laus viö heima- hagana var ég á þeim árum. En nefnt get ég að flest eða öll sin ár I Flatey var hanni sóknarnefnd Ungiingaskóla stofnaði hann þar ásamt fleirum og stjórnaði hann meðan hann var I Flat- ey. Segja þeir sem þar nutu kennslu, að hann hafi veriö lipur og skemmti- legur kennari. Viö brottför hans úr Flatey iagðist skólinn niður. Oddviti hreppsnefndar var hann a.m.k. á árunum 1924-1931. 011 skrifstofustörf fórust Guðmundi vel úr hendi. Reikn- ingar frá honum voru ljósir, skipulega færðir og frágangur hinn snyrtilegasti. Ekki losnaði Guðmundur Jóhannes- son við allt félagsmálastúss og störf þótt hann flyttist hingað til Reykjavik- ur. Formaöur Félags Islenzkra sima- manna, formaöur Barðstrendinga- félagsins á timabili og seinna heiöurs- félagi þess (sá eini til þessa dags, að þvi er ég bezt veit). Þessi þurra upptalning sýnir og sannar, aö Guðmundur var mjög félagslyndur maður, sem naut fyllsta trausts samborgara sinna og starfsfé- laga. — Þann 8. desember 1923 kvæntist Guðmundur Sigriöi Jóhannsdóttur, islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.