Íslendingaþættir Tímans - 19.01.1978, Blaðsíða 7

Íslendingaþættir Tímans - 19.01.1978, Blaðsíða 7
Hjaltason, ferðaöist um landið á þess- um árum og hafði alls staðar vekjandi áhrif til aukinna mennta á mörgum sviöum, m.a.kennt duglegum börnum eitt eöa fleiri tungumál. Er mér tjáö að hann hafi tekið mikla cryggð við Skógaheimilið og börnin þar og dvalið þarnokkurn timal senn a.m.k. tvo eða þrjá vetur. Fullyrt er að sum Skóga- systkinin hafi náð hjá honum furðu- legri leikni i Norðurlandamálum á þessum stutta tima og var Sigurveig eitt þeirra. Auk þeirrar fræðslu og námsvakn- ingar sem Sigurveig hlaut á æsku- heimili sinu var hún veturinn 1905-6 nemandi I Kvennaskólanum á Blöndu- ósi. Sagði hún mér aö hún heföi verið mjög ánægö með dvölina þar og taldi hana hafa oröið sér til mikillar bless- unar á ymsan hátt. III Eftir námsveturinn á Blönduósi dvaldi Sigurveig næstu tvö árin á æskuheimili sinu I Skógum og vann ó- trauð viö bústörfin bæöi úti og inni. En vorið 1909 gerist örlagarlkur at- burður i llfi hennar. Þá giftist hún eig- inmanni sínum, Karli Björnssyni frá Glaumbæ i Reykjadal, og þau hefja strax búskap á hálfri jörðinni Hafra- fellstungu I öxarfiröi sem þau höfðu keypt þetta vor. Og þar bjuggu þau stðan langa ævi, rúm 60 ár, allt til ævi- loka. Sigurveig og Karl eignuðust tvö efni- leg börn. Þau heita: Björn, fæddur 1910 bóndi I Hafrafellstungu, og Arnþrúður, fædd 1911, kennari I Reykjavik. Eitt fósturbarn ólu þau upp frá sexára aldri, Mariu Jónsdóttur frá Klifshaga, fædd 1923. Húíi er nú hús- freyja i Hafrafellstungu, stðari kona Björns Karlssonar. Af komendur gömlu hjónanna eru nú komnir nokkuð á þriðja tuginn. Hér verður búskaparsaga þessara ágætu hjóna ekki rakin, þaö yrði alltof langt mál, enda gert á öörum staö. Þess skal héraöeins getið aðbúskapur þeirra stóö alltaf traustum fótum og var til fyrirmyndar, enda bæöiatorku- mikil, dugleg og fjölhæf. Jörð sina byggöu þau og bættu svo mjög að hún er nú eitt af stórbýlum sýslunnar. IV Þess var fyrr getið að Sigurveig I Tungu var ákaflega næm og minnug og las á æsku- og uppvaxtarárum sln- um allargóöar bækur sem hún gat náð i. Þóttannarík húsmóður- og búsýslu- störf tækju að sjálfsögðu nær allan tima hennar fann hún þó alltaf ein- hverja stund á hverjum degi til að gripa góða bók og njóta hennar, ljóð eða laust mál. Oft mun þó sú stund Islendingaþættir Þórður Jónsson rafvirki f. 13.9*25 d. 24.7 ’77 Kynni okkar Þórðar Jónssonar hafa staöið allt frá þvl, aö viö fyrst unnum saman viö smlöi orlofshúsa A.S.Í að ölfusborgum. En nú hefur sól brugöiö sumri, Þórður vinur minn er látinn langt um aldur fram. Mér undirrituð- um var kunnugt um, aö Þórður hafði legiö á sjúkrahúsi I Reykjavik um nokkurt skeið en ályktaöi svo að hann með sitt góða og óbreytanlega skap og léttu skaphöfn, mundi brátt sigrast á veikindum sinum. Svo fóru að berast fréttir af þvi að um alvarleg veikindi væri aö ræða, enda leiddu þau hann til dauöa. Um slöustu verzlunarmannahelgi fór ég með fjölskyldu minni um Þjórsárdal til aö skoða sögualdarbæ- inn og virkjunarmannvirkin þar. Er við vorum komin að Búrfellsvirkjun, þarsem viö Þórður eitt sinn störfuðum saman, spyr dóttir mln hvers vegna sé flaggaö I hálfa stöng. Hún vissi, að sllkt boðaðisorg.Mérvarð samstundis ljóst að Þórður væri nú allur og haföi orð á að svo mundi vera. Þá sló þögn á allan hópinn og öll vorum viö jafn harmi slegin, þvi að Þórður var meira en einkavinur minn. Hann var sann- kallaður heimilisvinur og öll söknun við hans jafnt. Þórður heitinn var sér- staklega laginn við að hæna að sér börn og sýnir það með fleiru sem hér veröur ekki upptalið aö hann mátti með sanni kalla góðmenni. Aldrei kom hann svo á heimili okkar, þó aðerindiö væri e.t.v. viömig einan, að hann ekki gæfi sér tima til aö gefa sig að drengjunum með glettni og gaman- yröum. Við Þórður áttum saman ýmis viö- skipti, hann sem rafvirki og ég sem trésmiöur og má I stuttu máli segja, að þau hafi öll farið vel. Hann var einn þeirra manna sem aldrei fannst full- greitt það, sem fyrir hann var gert. Oft vann Þórður fjarri heimili sinu og haföi þá áhyggjur af málum sínum, en hafa verið klipin af naumum svefn- tima. Ollum var ljóst hve húsfreyjan i Hafrafellstungu var óvenju viölesin og vel heima á mörgum sviöum og oft um það talað. Hún vakti llka sérstaka at- hygli margra viða um land fyrir frá- bærlega þstræna tóvinnu og fyrir færni slna og listfengi I litun úr islenzkum jurtum. Þá vann hún lengi að félagsmálum kvenna I sveit sinni. Hún var einn af stofnendum Kvenfélags öxfiröinga ár- ið 1907,1 stjórnþess um langt árabil og leystiþaraf hendi mikil og merk störf. Það mátti þvi meö sanni segja að hús- freyjan i Tungu átti sér mörg áhuga- svið og vakti jafnan athygli samferða- manna fyrir gerhygli sína, holl ráð og færni. Slöari árin dvaldi Sigurveig tlmum saman hjá dóttur sinni I Reykjavik og naut þess aö vera hjá henni. Siöasta árið dvaldi hún þó á elliheimilinu Grund, enda þá mjög farin að heilsu. Hún andaðist 5. marz 1974 og var jarösungin að Skinnastaö 12. sama mánaðar. Allir Oxfiröingar sem heima voru og heilir heilsu fylgdu henni til grafar og vottuðu henni virðingu sina og þökk. Veður var kyrrt og hlýtt þennan marzdag, likt og blessað voriö væri komiö. Sveitin hennar fagra tók þann- ig fagnandi á móti henni, — dótturinni góðu, sem hafði unniö þar svo langt og fagurt ævistarf og fórnaö öllu sinu þreki. Blessuð sé minning hennar. Siguröur Gunnarsson frá Skógum. 7

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.