Íslendingaþættir Tímans - 08.09.1978, Blaðsíða 1
ISLENDINGAÞÆTTIR
Föstudagur 8. september, 1978 — 24. tbl. TIMANS
Baldur Baldvinsson
Ófeigsstöðum
Baldur á Ófeigsstöðum lézt hinn 4. júli
s-l. á sjúkrahúsinu á Húsavik rúmlega
áttræður. Otför hans fór fram frá sóknar-
kirkju hans að Þóroddsstað i Köldukinn
hinn 15. júli að viðstöddu fjölmenni. Bald-
ur var fæddur 8. april 1898 á Granastöðum
* Ljósavatnshreppi, sonur hjónanna Bald-
vins Baldvinssonar frá Naustavik og
Kristinar Jónasdóttur frá Silalæk, sem
bjuggu allan sinn búskap i Ljósavatns-
hreppi fyrst á Granastöðum siöan um
árabil á Hálsi en fluttu að Ófeigsstöðum
1910 og keyptu þá jörö um áratug siðar.
Baldur ólst upp með foreldrum sinum
°g systkinum, tveim systrum og einum
bróður, en Baldur var þeirra elstur. Hann
naut ei annarrar skólagöngu en eins vetr-
ar náms á unglingaskóla að Ljósavatni, er
hann var um fermingaraldur. Hin stutta
skólaganga virtist ekki koma Baldri aö
sök, af þvi að honum tókst að tileinka sér i
r'kum mæli menningararfleifö feðra
s'nna, og hann var alla ævi frábær nem-
a"di I skóla lifsins.
Baldur kvæntist2. júli 1922 Hildi Frið-
geirsdóttur bónda á bóroddsstaö. Ungu
hjónin hófu þá búskap á hluta af Ófeigs-
stöðum á móti foreldrum Baldurs.
Búskapur Baldurs og Hildar varö
skemmri en til stóð. Hin unga húsfreyja
'özt 30. júli 1923, en eftir lifði nýfæddur
sonur, er hlaut nafn Baldvins afa sins. Er
Laldvin var uppkominn kvæntist hann
Sóðri konu Sigrúnu Jónsdóttur frá Hömr-
Urn i Reykjadal. Reistu þau nýbýliö
Bangá á hluta úr ófeigsstaðalandi og búa
Þar enn. Eiga þau 5 börn uppkomin.
Baldur kvæntist aftur 28. september
1934 Sigurbjörgu Jónsdóttur,
öónda á Geirastöðum i Mývatnssveit.
“■)uggiLþau hjónin áfram á móti foreldr-
Uln Baldurs á hluta úr Ófeigsstöðum. Um
P®r mundir var þröngt fyrir dyrum fjár-
hagslega hjá bændum, en búskapur á
0feigsstöðum blómgaöist vel enda fór
aaman dugnaður og ráðdeild hjá þeim
ojónum, þótt risna væri mikil. Má með
sanni segja að skáli hafi staöið um þrjóð-
raut þvera á Ófeigsstööum alla bú-
skapartiö Sigurbjargar og Baldurs.
Búskapurinn færðist æ meira yfir á
herðar Baldurs, eftir þvi sem aldur færð-
ist yfir foreldra hans. Jafnhliða hlóðust á
hann fjölþætt félagsmálastörf i þágu
sveitarfélagsins, héraösins og bænda-
stéttarinnar. Hann varð oddviti Ljósa-
vatnshrepps 1938, var kosinn i stjórn
Kaupfélags Þingeyinga sama ár, kjörinn
deildarstjóri Kinnardeildar Kaupfélags
Þingeyinga 1941, ráöinn fulltrúi Sauðfjár-
veikivarna i Suður-Þingeyjarsýslu sama
ár, kosinn i stjórn Búnaðarsambands Suð-
ur-Þingeyinga 1944 og kjörinn fulltrúi á
Búnaðarþing 1946 og átti þar sæti til 1962.
Þá var hann i stjórn Bændafélags Þingey-
inga 1948-1962. Flestum þessum störfum
gegndi Baldur fram yfir sjötugs aldur.
Sá er þetta ritar kynntist Baldri á
Ófeigsstöðum best meðan hann átti sæti á
Búnaðarþingi og þegar við hjónin nutum
gestrisni þeirra ófeigsstaðahjóna, er leið
okkar lá um Suður-Þingeyjarsýslu.
Baldur á Ófeigsstöðum var litrikur per-
sónuleiki ógleymanlegur hverjum, sem
honum kynntist. Hann var friður slnum,
liðlega vaxinn, litið eitt lotinn I herðum,
snar i hreyfingum, kiminleitur, brosmild-
ur, meö sérkennilegan glampa I augum.
Hann var fyrirmannlegur i framgöngu,
prýðilega gáfaður, listahagyrðingur og
með afbrigðum starfhæfur, hvort sem
hann gekk að likamlegu eða andlegu
starfi. Baldur var listaskrifari og haföi
frábært vald á islenzku máli, sem hvort-
tveggja kom sér vel I félagsmálastörfum
hans.
Hann var félagshyggjumaður, mann-
þekkjari góður og vann af alhug að eflingu
Islenzks landbúnaðar og þjóðlegrar kenn-
ingar. Baldur tileinkaði sér þá gullnu
reglu Hávamála að telja ekki alla við-
hlæjendur vini. Hann var raunsær i
skoðunum um menn og málefni, og á efri
árum þótti honum ýmislegt ganga úr-
skeiðis, þrátt fyrir allsnægtir nútimans.
A Búnaðarþingi átti Baldur ávallt sæti I
búfjárræktarnefnd og að sjálfsögöu var
hann kosinn ritari hennar. Við, sem þá
vorum ráðunautar i búfjárrækt, þurftum
að hafa mikiö samstarf við nefndina eins
og venja er.
Þá kynntist ég, hve gott var að vinna
með Baldri, hve lagið honum var aö sam-
eina samnefndarmenn sina um heppileg-
ustu lausn i hverju máli, en slikt mæðir oft
ekki siður á ritara en formánni nefndar.
En aldrei átti búfjárræktarnefnd svo ann-
rikt eða deildi svo hart um mál, að Baldur
héldi ekki glaðværð sinni og kimni, enda
komst það orð á búfjárræktarnefnd á ár-
um Baldurs, að hún væri skemmtilegasta
nefnd Búnaðarþings. Hefur hún reynt að
halda þvi heiðurssæti siðan.
Einstaka mannisem ekki þekkti Baldur
nógu vel, fannst nóg um glaðværð hans og
gamanvisur og fannst að varla gæti fylgt
nægur alvöruþungi starfi hans. Þetta var
hinn mesti misskilningur, þvi að I raun
var Baldur djúphygginn og hagsýnn al-
vörumaður, sem fylgdi skoðun sinni eftir
af lagni og festu og lét ætið málefni ráöa,
enda heföi honum ekki verið falin jafn
fjölþætt trúnaðarstörf jafnlengi og gert
var hefði hann ekki verið giftudrjúgur og
traustur i starfi. Lengi vel hélt ég, að
Baldur heföi ekki sérstaka ánægju af bú-
skap, heldur hefði hann eins og margir af
hans kynslóö lagt búskap fyrir sig af þörf
fyrir að sjá sér og sinum farborða. Siðan
komst ég að raun um, að Baldur var bóndi
af lífi og sál, hafði sérstakt yndi af sauöfé
sinu og lét sér annt um þaö. Þetta var