Íslendingaþættir Tímans - 08.09.1978, Page 14

Íslendingaþættir Tímans - 08.09.1978, Page 14
Guðmundur Gilsson Guðmundur Gilsson frá Hjarðardal i önundarfirði andaðist 22. april. Hann var fæddur á Mosvöllum i ön- undarfirði 29. október 1887 og þvi 90 ára gamall er hann lézt. Foreldrar hans voru hjónin Gils Bjarnason og Guðmundina Jónsdóttir sem þá bjuggu á hálflendunni á Mosvöllum. Þar ólst Guðmundur upp með foreldrum sinum. Miseldri var meö þeim hjónum. Gils var 46 ára er þau giftust 1878 en Guðmundina þá innan við þritugt. Hafði Gils búið með Halldóru systur sinni og höfðu þau tekið fósturson.sem var 10 árum eldri en Guðmundur Gilsson. Þaö var Guðmundur Bjarnason sem tók við búi á Mosvöllum eftir þau. Hjónin og börn þeirraáttu þóheimili þar hjá fóstursynin- um þar til þau fluttu að Hjarðardal innri 1914. Guðmundur Gilsson sótti nám i Stýri- mannaskólannogútskrifaðist þaðan vorið 1912, Eftir það var hann skipstjóri á skút- um nálægt 10 árum. Hanngiftist 1914 Sigriði Hagalinsdóttur og þáu hófu búskap i Hjarðardal innri vorið 1919. Konu sina missti Guðmundur 1947 en bjó i Hjarðardal þar til Hagalin sonurhanstókviöbúinuograunar i félagi við hann nokkur ár. Siðustu árin dvaldi hann á heimili dóttur sjnnar á Spóastöð- um I Biskupstungum. Þetta er örstutt æviágrip Guðmundar Gilssonar. Hann fæddist á þeim árum þegar fyrstu eldavélarnar voru að koma I sveit hans og oliulampar voru aö nema þar land en skilaði af sér vélvæddu og raf- lýstu búi. Hann lærði sjómennsku á róðrarbátum og stjórnaði seglskipum á siðustu árum þeirra. Nánari frásögn um æviferil hans hef ég rakið áður en nú er annaðrikara I huga. Nú er það maöurinn sjálfur sem kvaddur er sem á hug okkar. Guðmundur Gilsson var flaslaus maður og yfirlætislaus. Hann var enginn máls- krafsmaður á fundum en hygginn og til- lögugóður og sá oft leið til samkomulags og framkvæmda. Hann var valinn I sveitarstjórn, kaupfélagsstjórn, sýslu- nefnd og til ýmissa áþekkra trúnaðar- starfa I félagsmálum og reyndist hvar- vetna traustur maður og öruggur. Hann kunni vel til verka,varð ungur iþrótta- 14 maður á sklðum og skautum en var llka iþróttamaður við vinnu á sjó og landi,! vefstól og urtdir stýri, ratvis svo að naum- ast virtist einleikið. Þó eru það ekki af- rekinsem verða hugstæðust, heldur hver maðurinn var að allri gerð i hversdags- leikanum, fas hans oghjartalag, viðbrögð og tilsvör. Þegar ég hugsa nú úr fjarlægð rúms og tlma til æskusveitar minnar,man ég ekki notalegri þokka yfir öðru heimili en þeirra hjóna i Innri-Hjarðardal — og er þó margs góðsað minnast,þvl að mannval var mikið og gott. Og það erumargir fleiri en ég sem eiga ljúfarog mætar minningar frá heimilinu I Hjarðardal. Þau Guðmundur og Sigriður eignuðust 10 börn sem öll komust úr bernsku. Þau eruþessi: Gilsrithöfundur og alþm. Kona hans er Guðný Jóhannesdóttir. Ingibjörg húsfreyja á Spóastöðum i Biskupstung- um. Húner kona Þórarins Þorfinnssonar, Helga dó 1940. Þórunn húsfreyja á Siglu- firði. Hennar maður er Einar Albertsson. Hagalin bóndi I Hjarðardal innri giftur Þórdi'si Guðmundsdóttur. Kristján húsa- smiðameistaril Kópavogigiftur Valborgu Hallgrimsdóttur. Magnús bóndi i' Tröð i önundarfirði. Kona hans er Asta Asvalds- dóttir. Ragnheiður húsfreyja i Auðsholti I Biskupstungum kona Einars Tómasson- ar. Páll skipstjóri I Reykjavik kvæntur Helgu Pétursdóttur. Bjarni húsasmiður og sjómaður I Reykjavlk, ógiftur. Guðmundur Gilsson var um tvitugt þeg- ar ungmennafélagshreyfingin breiddist um landið. Hann var einn þeirra ungu manna sem þar fékk mótun sina til félagshyggju og þegnskapar samfara stórum draumum. Þær draumsýnir rætt- ust ekki allar nákvæmlega en rættust þó svo að land og þjóðlif varð betra. Börn hans öll hafa staðizt með prýði það próf sem lifið leggur fyrir alla. Mörg barna- börnin eru nú fulltiða fólk og þriðji liður er óðum að risa á legg. Ég veit að áhrif- anna frá heimilinu I Innri-Hjarðardal gætir þar viða og ég veit ekki neinar óskir betri en að þeirra hlutur megi verða sem mestur. Guðmundur Gilsson er kvaddur með ljúfri þökk fyrir langan dag. H.Kr islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.