Íslendingaþættir Tímans - 18.08.1979, Blaðsíða 2

Íslendingaþættir Tímans - 18.08.1979, Blaðsíða 2
Kristján Benediktsson Hann vex upp í hlíðum við hóla og börð við hreinsvala blæinn i ófrjórri jörð, en stendur þvi fastar og lifir því lengur og lætur ei buga sig hvernig sem gengur H.H. Oft er á Islandi talað um aldamótmenn, en með þvi er átt við kynslóð þá er reis á legg um siðustu aldamót og fékk upp- eldisáhrif sin á fyrstu áratugum aldar- innar. Um þessar mundir var þjóð vor mjög að rétta við eftir sfðasta harðindakafla 19. aldarinnar— 1881—1887. Skólum fjölgaði, alþýðumenntun óx, Sjálfstæðisbaráttan var háð af hörku, eigin verzlunum lands- manna óx fiskur um hrygg og ungmenna- félagshreyfingin barst til landsins. Bjartar vonir fengu byr undir baða vængi, rik löngun varð að vinna að hags- bótum á öllum sviðum og æskan hyllti kjöroröið „tslandi allt". Mun og mála sannast að mjög hafi gætt áhrifa þessar- ar kynslóðar I þjóðlifi voru og framvindu þess, allt til siðustu ára. Nú hverfa með hverju ári sem Hður, nokkrir úr þessum hópi yfir móðuna miklu og brátt er hann allur. Einn af þessum aldamótamönnum var Kristján Benediktsson bóndi að Hæli i Torfalækjarhreppi en hann andaðist á Héraðshæli Húnvetninga 28. júní s.l. og var jarðsunginn að Blönduósi 2. júlí. Kristján var fæddur að Hæli 2. mars 1901. Foreldrar hans voru Benedikt Bene- diktsson bóndi Hæli d. 1921 og kona hans Elisabet Guðmundsdóttir d. 1962. Var þar um aö ræða traustar húnvetnskar bænda- ættir með skagfirsku og eyfirsku Ivafi, Kristján var fjórði ættliður frá Kristjáni rlka i Stóradal og bar nafn hans, hafa I þeim ættlegg margir kunnir menn verið. Kristján ólst upp á Hæli i hópi 7 systk- ina, við sveitastörf þeirra tlma. A þeim árum tók hviti dauðinn að höggva skörð í raðir islensks æskufólks og fór hann ekki varhluta af þeirri viðureign, bar til ævi- loka ör á hálsi og höndum. Tvo fingur vinstri handar lét hann I þeirri orrustu og var aldrei verulega heilsusterkur eftir það. Um tvitugsaldur hafði Kristján unnið bug á sjúkdómi sinum aö hann taldi sér fært að hleypa heimdraga og leita sér menntunar, innritaðist hann i Bændaskól- ann að Hólum haustiö 1922. Ekki var heilsan sterkari en svo, að nám féll niður næsta vetur — 23—24, en þá var þráðurinn tekinn upp að nýju og prófi lokið með lof- legum vitnisburði vorið 1925. Svo sem fyrr kemur fram, missti Kristján föður sinn vorið 1921. Móðir hans treystist eigi að halda áfram búskap og var jöröin seld. Þar var þvl að engu að hverfa og tók Kristján þá það ráð að ger- astumferðaplægingamaður. Er skemmst af að segja að það starf stundaði hann sem aðalvinnu þar til hann hóf búskap á Hæli 1931. Eftir það var hann oft við plægingar vor og haust þar til vélknúin tæki leystu hestavinnu af hólmi. Ekki batt Kristján sig eingöngu viö ætt- byggð sina um atvinnu. Leiðin lá norður um land — Skagaf jörð og Eyjafjörð allt til Hólsfjalla, en þar og víðar um Þingeyjar- þing stundaði hann atvinnu sina lungann úr tveim sumrum. Nokkurri furðu sætir aö Kristján skyldi hefja þessa atvinnu, svo hamlaður eftir viðureign slna við hvita dauðann, en þar muh tvennt hafa tilkomið, hneigð hans til hesta svo og löngun til að vinna á erkió- vini Islensks landbúnaðar — þúfunum. En starf sitt stundaði hann með sóma, átti jafnan úrvalshesta enda veitti ekki af, því aðeins tveimur var beitt fyrir plóg- inn I senn. Það ætla ég mál manna að þrátt fyrir fötlun slna hafi Kristján ekki skilað lakara dagsverki en þeir er fremstir fóru heilhendir. Vorið 1929 auðnaðist Kristjáni að festa sér Hæli til ábúöar, en þá var jörðin kom- in I eigu nágrannabónda er taldi sig vanta beit og tók þvi undan nokkurn hluta beiti- landsins, en á þeim tlma voru aðalkostir Hælis góð útbeit. Um þessar mundir var Kristján einn slns liðs og fóru þá að Hæli á hans vegum sæmdarhjónin Björn Björnsson og Kristín Jónasdóttir, siðan buendur á Auðkúlu og víðar. Stóðu þar að baki kunnar hún- vetnskar bændaættir, sem of langt yrði að rekja hér, bjuggu þau að Hæli næstu tvö ár. Kristján stundaði atvinnu sina að nokkru, heyjaði fyrir fénað sinn og fjölg- aði. Meðal barna þeirra hjóna var gjaf- vaxta mær Þorbjörg að nafni. Þau Kristján felldu hugi saman og var þar stigið gæfuspor, sem entist ævilangt. Vorið 1931 hófu ungu hjónin búskap en undu litt að vera leiglendingar og festu þvl kaup ábýlis slns árið 1935. Þarna var um tvo kosti að velja: Alla jörðina eða undan væri skilinn allvænn hluti beiti- lands og verðmunur þvi verulegur. Kristjan tók þann kosinn að sleppa land- spildunni og var það mjög I samræmi við þann þátt skapgerðar hans að fara hvergi framar en getan leyfði og standa ávallt I skilum, var hann þó kappsmaður aö eðlisfari. Húsakostur var orðinn hrörlegur á Hæli og nú var efnað til umbóta. Þegar 1936 var bærinn byggður upp að hluta, ræktun aukin árlega og peningshús lagfærð eftir föngum. Húsfreyjan unga tók virkan þátt I öllum störfum og var samhent bónda sinum i hvlvetna, jafnframt stækkaði fjöl- skyldan. Ávallt var þess gætt að fara hvergi framar fjárhagsgetu enda tlmarn- ir með afbrigöum erfiðir. Eins og allir vita, sem þá voru vaxnir til vits og ára, stóðu yfir þrúgandi kreppu- tlmar á fjórða áratug aldarinnar. Verslunarárferði var afleitt, afurðir bænda litils virði sem söluvara, auk þess geisaði þá hin illræmda mæðiveiki sem hjó óbætanleg skörð I sauðbúin. Verölag breyttist að visu til batnaðar með heims- styrjöldinni sem hófst 1939 og áhrifa Stéttarsambands bænda tók að gæta ttá 1946, en fjárskipti fóru ekki fram fyrr en 1948 og tók að sjálfsögðu nokkurn tima að koma sauðbúunum f eðlilegt horf, en það ár tók til starfa mjólkurvinnslustöð I hér- aðinu, birti þá framundan. Furðu sætir hvernig bændur fleyttust yfir þetta vandræðatímabil og raunar óskiljanlegt nútímamönnum. Má nærri geta um hag frumbýlinga, sem auk þess að sjá stækkandi fjölskyldum farboða stóðu I framkvæmdum. Arið 1954 var seinni hluti ibúöarhúss a Hæli byggður. Unga fólkiö reis á legg, reyndist efnilegt og áhugasamt, enn birti 1 lofti. Arið 1960 hóf sonur þeirra hjóna, Kristján Heiðar, búskap á Hæli i sam- Islendingaþaettir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.