Íslendingaþættir Tímans - 18.08.1979, Blaðsíða 3

Íslendingaþættir Tímans - 18.08.1979, Blaðsíða 3
Þóra Kristjánsdóttir Þóra var fædd aö Kerastööum i Þistilfirði, dótlir hjónanna Onnu Jónsdóttur og Kristjáns Jóhannssonar. Var ö þeim hjónum fjögurra barna auðiö, en þau voru: Björn, Kristín, Jóhanna og Þora. Anna, móoir Þdru.var áður tnilofuo Jóni Benediktssyni, en missti hann. Hannfórst iStórá vio heyflutninga. — Dóttir þeirra Jóns og önnu var Jónina, sem giftist Benjamin Jósepssyni og bjuggu þau á Katastöðum i Núpsveit. Jónlna dóung frá mðrgum börnum þeirra hjóna. Björn, sonur önnu og Kristjáns, drukknaði átta ára að aldri. Eflir þann mikla missi var sagt að Anna hefði ekki fest yndi á Kerastöðum o g fluttu þau hjón- in þaðan burtu. Elsta stUlkan, Kristln, fór þá i Kollavik, en Anna og Kristján fluttu i Katastaöi með hinar dæturnar. Efalaust hefur Anna Ifka viljaö aðstoða tengdason sínn víB barnauppeldið, en þá var Benjamin orðinn ekkjumaöur með bömin ung: Sigmar, Guðlaugu, Kristbjörn og ólaffu. Þdra reðist I vist að Efrihólum i sömu sveit, strax eftir ferminguna og dvaldi þar f fimmtán ár hjá Friöriki Sæmunds- syni bónda og Guðriinu Halldórsdóttur konu hans. Reyndist hún þar húsbónda- holl með afbrigðum og harðdugleg. Sem dæmi um ötulleika hennar má nefna, að fólk keppti við hana i verkhraBa, án þess hún vissi, en hvin hafði jafnan betur. A Efrttiólum féll hUn mjög vel inn i stóran hóp systkina og vinnufólks. Allt þaB fólk mun þakka herini hjartáriiega fyrir sam- fylgdina og tryggð til æviloka. Eftir fimmtán ára dvöl I Efrihólum, réðst hún I vist til Sveins Einarssonar kaupmanns á Raufarhöfn og GuBriínar Sigriðar Pétursdóttur konu hans. Þar dvaldi hiin I átta ár og reyndist þar eins og áður, mikiö dyggðahjU. Þóra giftist valinnkunnum sæmdar- manni, Birni SigfUssyni frá Brekknakoti I Þistilfirði og bjuggu þau þar I mörg ár. Var sambúð þeirra slik, að aldrei bar skugga a. EignuBust þau einn son, Pétur að nafni. Siðar fluttu þau til Raufarhafnar og bjuggu þar lengi.. Hét heimili þeirra Arblik. Voru þau hjónin kunnfyrir gestrisni og mikla greiðasemi. Björn andaBist fyrir nokkrum árum. Þóra dvaldist áfram á Arbliki ásamt syni slnum og tengdadóttur, Kristjönu Krist- jánsdótturfrá Eyrarbakka. Reyndust þau Þóru vel og gæfulega, enda var hUn góð möðir og tengdamóBir. Þóra var skemmtileg og gamansöm svo af bar. En hUn var llka hjartahljí og gjaf- mild mjög og mátti aldrei aumt sjá öBru- vfei en reyna að bæta Ur, ef mögulegt var. HUn var öllum góð, en skör ofar öörum lifverum setti hUn börn og dýr. Lifsgleöin entist henni til æfiloka þrátt fyrir slæma heilsu seinustu árin. Það stafaði einlægt frá henni birtu og léttleika. HUn var sátt við allt og alla og tilbUin að fara. NU fer hUn iika komin til si'ns elskulega eigin- manns og getur veriB við hlið hans f tignarsessi góðvildar og gleði. Blessuð sé þeirra minning. G.S.F. vinnu viö foreldra sína og stóð svo um 10 ára skeið en þá létu gömlu hjónin með öilu af bUskap. Þá voru jarðarhUs uppbyggð Ur varanlegu efni, ræktaðar lendur nægar til að framfleyta vænu bUi, jörðin þvl komin I tölu góðbýla og gott að lita yfir farinn veg. Kristján á Hæli var hár maður en frek- ar grannvaxinn, kvikur á fæti og bar sig vel. Andlitsdrættir markaðir og harðlegir nokkuð utan gleBistunda, en þær átti hann margar. enda félagsmaöur góBur og glaBur I vinahópi og laglega kiminn. PrýBiIega var hann greindur og IhugaBi malin af gaumgæfni, lét hann Utt af skoB- un sinni er hann hafBi ráBið hana. Nokk- urn þátt tók Kristján I sveitar og héraðs- málum er þó ekki sem ætla mætti um svo starfhæfan mann. Mun þar hafa komið til heimilisrækni hans og umhyggja fyrir fjölskyldu og bUi. Barngóður var Kristján og minnist ég þess að á þeim árum er ég Islendinqaþætiir var kunnugastur á Hæli og börnin að vaxa upp, færðist hlýtt bros yfir andlit hans og mýkti hina skörpu drætti, er hann ávarpaði pau. Börn Kristjáns og Þorbjargar eru. 1. Elisabet Jóna f. 3. ágUst 1931, gift Jósef Jónassyni húsasmið frá Skörðum I Miðdölum, þau eru bUsett I Reykjavik og eiga tvo syni. 2. Sigrún Kristin f. 30. mal 1937, gift Jóni Hólmgeirssyni frá Stafni I Reykja- dal S. Þing. húsasmið og handavinnu- knnnara. BUsett á Akureyri og eiga 3 börn. 3. Kristján Heiðar f. 26. jan 1939. Kvænt- ur Kristlnu Jónsdóttur frá Grafardal borgarf. fyrrum handavinnukennara. Þau búa að Hæli, eiga þrjU börn. 4. Ingibjörg f. 1942. Gift Þóri Jóhanns- syni frá Refsteinsstöðum VÍBidal. Þau eiga og reka gistiheimili á Hólmavik, eiga fjögur börn. Margs mætti minnast frá liðnum dög- um þótt hér verði staðar numið. Kristján á Hæli var gæfumaður. Honum auðnaðist, þrátt fyrir vanheilsu sína í æsku, að leysa til sin fööurleifð sina. Hann eignaðist góðan og samhentan maka og mannvæn-' leg börn, sem nU eru meðal góðborgara þjóBfélagsins. Hann sá jörB sina breytast og batna meB árunum, komast I tölu góB- býla og einkasoninn taka viB ævistarfinu meB fullum sóma. Og aB endingu auðnað- ist honum aö dvelja við eigin arinn fram undir lokin og sjá nýja kynslóð rísa á legg meö þeim björtu vonum, sem þvl tengj- ast. i hug fljúga hin sigilda sannindi Hávamála: „Sjaldan standa bautasteinar brautu nær nema reisi niður at nið". Við sem stöndum ofar ,,á eyri vaBs" þökkum Kristjáni samfylgdina. SkrifaB á einmánuði 1978 Halldór Jonsson.

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.