Íslendingaþættir Tímans - 18.08.1979, Blaðsíða 4

Íslendingaþættir Tímans - 18.08.1979, Blaðsíða 4
Margrét Hjörleif sdóttir fædd 29. ágiist 1891 Dáinn 28. júli 1979. NU þegar ég stend á þeim tlmamótum, að amma er farin yfir móBuna miklu, þá koma upp f hug minn þær stundir, er viB barnabörn og barnabarnabörnin áttum i hlýjum faðmi hennar, en skilningur ömmu á þörfum barnssálarinnar fyrir hlýhug og ástrlkju var I svo rlkum mæli hjá henni, því stutt var upp á loftiö. ÞaB er þvl djUpt skaro komiB I okkar hóp, viö brottför hennar héöan. Margrét var Skaftfellingur I báBar ættir. HUn fæddist aö Sandaseli 29. ágúst 1891. Faðir hennar var Hjörleifur bóndi I Sandaseli I Meöallandi, þekktur fylgdar- maður yfir KUBafljót á þeim tima, sonur Jóns bónda Hjörleifssonar I Langholti og Efri Ey, Hjörleifssonar bonda I Efri Ey. Móöir Hjörleifs var Margrét Jóns- dóttir, ólafssonar bónda á Syðri- Steinsmýri og konu hans Margrét- ar. Móðir Margrétar var Ragnhildur Guðmundsdóttir ísleifssonar, Jónssonar bónda I Ytri Skógum og konu hans Þór- unnar Sveinsdóttur. Móðir Ragnhildar var Hallfrfóur Sigurðardóttir, Oddssonar bónda á Geitlandi og konu hans Ragn- hildar Jónsdóttur. Margrét amma var glæsileg, stór og heilsteypt kona, hUn var trU sjálfri sér og átti svo margar ljUfar og skýrar minn- ingar um æsku sina Ur Meðallandinu, með hina fögru fjalla og jöklasýn, þar sem er öræfajökull hæstur Islenskra jökla. Minningar hennar um KUÖafljót hinn ógnvekjandi farartálma, sem þá var óbrUaður, átti drjUgan þátt I uppeldi hennar, því dtaldir eru þeir ferBamenn, sem lögðu leið slna á heimili foreldra hennar og óskuöu leiðsagnar yfir fljótið, Hjörleifur faðir hennar var orðlagður fyr- ir dugnað og öryggi og talinn mikill vatnamaBur. Amma ólst þvl upp viB fegurB á aBra höndina og ógnvekju á hina. Það gæti ver- iB þetta sem gerBi hana svo örugga og réttsýna, sem hUn var. Ung aB árum fluttlst hUn suður á Alfta- nes með foreldrum sinum, sem hófu bU- skap á SelskarBi. Ari sIBar kom reiBar- slagiB, faBir hennar varð Uti I Gálga- hrauni. Heimilið var leyst upp og fjölskyldunni tvlstrað að þeirra tlma siö. Amma hóf störf hjá prófasthjónunum að Görðum, en þaðan lá leið hennar til Reykjavikur, þar sem hUn varð vinnu- kona á heimili Arent Claesen. Amma var þar til er hUn giftist Bjarna Guðnasyni, hUsasmiðameistara, frá Holtakoti, Biskupstungum, en þau giftust 19. október 1917. Þau ristusér stórt hUs aö Hallveigarstig 9, þar sem þau bjuggu lengst af. Þeim hjónum varð f jögurra barna auðiö þau eru Guðni Þór, sem kvæntist Þdrdlsi MagnUsdóttur, en hann lést sviplega 4. april 1972. Ragna Hjördls, sem giftist Herði H. Karlssyni, bókbandsmeistara, Haukur, sem kvæntist Þórunni Lárusdótt- ur, framkvæmdastj. og Erla Bryndis, sem giftist Ingimari E. Ölafssyni. Barna- börnin urðu 7. Amma missti mann sinn sviplega þann 18.11.1940. Það áfall varð henni þungbært, en harm sinn bar hUn I hljóði. Enn var höggvið skarð I ástvinahópinn. er eldri sonur hennar Guðni Þór féíl frá aðeins 51 árs. Þrátt fyrir áföll þessi bugaðist amma ekki og ávallt var hUn jafn bein I baki. Amma var trUuð kona og mjög heil- steypt I trU sinni. HUn trUBi á annaB Hf eft- ir þetta Hf og óttaBist dauBann ekki, þvl hUn taldi sig vera bUna aB skila sinu verki hér á jörBu og vissi aB þeir er á undan henni voru farnir myndu taka á móti henni. Ég veit ég mæli fyrir munn allra barna- barna hennar, þegar ég færi henni okkar þakkir fyrir allt, sem.hUn gerBi fyrir okk- ur, þvi öll vorum viB alin upp undír sama þakinu á Hallveigarstignum. Hvlldu I friBi. Margrét Birna. Þorgeir S tefán Jóhannsson Fæddur 25. mars 1932. Dáinn 13.máil979 Kallið er komið. komin er nu stundin viðskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn slðasta blund. Þessar ljóðlinur komu í huga minn er ég fregnaBi hiB ótlmabæra lát Geira vinar mins 13. þ.m., vinar mlns sem sýnt hafBi svo mikiB þrek I veikindum undanfarinna mánaBa. Þorgeir Stefan Jóhannsson var fæddur 25. mars 1932 aB Tungu I BakkagerBi I BorgarfirBi eystra og var því nýorBinn 47 ára gamall er hann lést. Foreldrar hans voru Jóhann Helgason bóndi aB Ósl I BorgarfirBi eystra og BergrUn Árnadóttir kona hans, sem látin eru fyrir nokkrum árum. Þorgeir var einn af 12 bórnum þeirra hjóna sem á legg komust, en tvö systkina hansdóumjögung.ÞaB máþvlgeta nærri aB stundum hefur veriB þröngt I hUsinu aB Ósí'og systkinunum þar þvl lærst ungum aB taka til hendi. Þorgeir var aðeins 10 ára gamall þegar hann var sendur I sveit að Dratthalastöð- um I Hjaltastaðaþinghá og var hann þar á sumrum um margra ára skeið, við hey- vinnu og önnur störf. Þegar aldur leyföi fór hann I brUarvinnu og gekk um tlma að all^i algengri vinnu sem fáanleg var á þeim árum, enda var Geiri ekki gamall þegar ljóst var að hann var ekki eftirbát- ur annarra systkina sinna í dignaði og þreki enda munum við, sem vorum svo lánsöm að fá aB verBa honum samferBa lengur eBa skemur á llfsleiB hans, ætfB minnast hans fyrir hjálpsemi hans, ósér- hllfni og drengskap. Islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.