Íslendingaþættir Tímans - 03.11.1979, Síða 6

Íslendingaþættir Tímans - 03.11.1979, Síða 6
Sigurður Kristófersson F. 29. júní 1902 D. 20. ágúst 1979 Siguröur Kristöfersson siöast til heimilis aö Gilhaga i Lýtingsstaöahreppi i Skagafiröi, lést i sjúkrahúsinu á Sauöár- króki 20. ágúst sl. eftir langa sjúkrahús- vist, 77 ára aö aldri. Móöir hans var Sigurbjörg Sveinsdóttir húsfreyja i Gil- koti, siöar bústýra hjá Guömundi Þor- valdssyni, en faöir hans var Kristófer Tómasson fyrrverandi bóndi á Brenni- borg i Lýtingsstaöahreppi. Siguröur átti ekki alsystkin en þrjú hálfsystkin. Hálf- systkin hans sem eftir lifa eru Helga hús- freyja i Gilhaga og Kristján bóndi á Stór- hóli. Þau eru börn Guömundar I Gilkoti. Sigurlaug Sveinbjörg hálfsystir Siguröar giftist ekki. Hún mun hafa látist á miöjum aldri. Siguröur dvaldist hjá móöur sinni til 15 ára aldurs, eöa þar til hún lést 1917. Eftir þaö var hann á ýmsum stööum I vinnumennsku, lengst á Sjávarborg i Borgarsveit og Heiöi i Göngusköröum hjá Jóni bónda Björnssyni en þeir voru syst- kinasynir. Ariö 1930 skiptir um I lifi Siguröar og hann gerist sjálfs sin herra og var þaö upp frá þvi meöan heilsa entist. Hann byrjaöi búskap á Lýtingsstööum 1930 og bjó siöan á nokkrum bæjum i Lýtingsstaöahreppi til ársins 1936. A þessum búskaparárum Siguröar mun Helga systir hans hafa staöiö fyrir búi meö honum. Eftir 1936 er Siguröur „kóngsins lausamaöur” á ýms- um stööum i Lýtingsstaöahreppi, en þó lengst á Mælifelli. A þessum árum haföi hann nokkuö margt fé, allt aö 120 ær, og nokkur hross. Ariö 1944 kemur Siguröur til undirritaös aö Brekkukoti og er þar og á Ljósalandi i 15 ár, og er þetta án efa samfelldasti kafli i búskap hans. Siguröur heyjaöi alltaf einn fyrir sinar skepnur á útengjum þvi aö hann haföi ekki ræktaö land til um- ráöa. Hann tileinkaöi sér aldrei véla- menninguna og varö aldrei háöur slikum tryllitækjum — sló meö orfi og ljá á þýföum engjum og rakaöi meö hrifu, bar saman i flekki og siöan I bóistra, batt slöan i bagga og flutti á klökkum I hlööu. Þessir búskaparhættir voru honum vel aö skapi enda atorkumaöur til slikra verka sem fáir náöu góöum tökum á eftir aö kom á fjóröa áratug aldarinnar. Siguröur var mikill dýravinur og um- gekkst allar skepnur af sérstakri nær- gætni. Hestamaöur var hann allgóöur og 6 átti góöhesta hvern fram af öörum og haföi mikla unuri af þeim. Fjárglöggur var hann svo aö af bar og þekkti flest f jár- mörk i mörgum hréppum. Hann var allra manna duglegastur I smalamennskum og fjallaferöum, alltaf vel riöandi og átti ætlö frábæra fjárhunda. Sjálfur var hann snar i snúningum og hliföi sér hvergi ef á þurfti aö halda. Siguröur var dökkur á brún og brá, meöalmaöur á hæö og aö gildleika, brúneygur og snareygur og snöggur I hreyfingum. Greiövikinn var hann og vandaöur i orði og verki. Hann var skyggn sem kallaö er, sá bæöi framliöna menn og dýr og vissi fyrir suma hluti sem öörum voru huldir. Sigurður var greindur maöur og fróöur ' um margt en sérkennilegur á ýmsa lund, og margir sem hann þekktu munu efalitiö setja hann á bekk meö hinum kynlegu kvistum sem lifaö hafa i landi voru frá fyrstu tiö. Hann var mjög bókhneigöur og las ósköpin öll af bókum og blööum, hann keypti margt timarita og fylgdist vel meö öllu sem var aö gerast á hinum pólitiska orustuvelli. Hann haföi skemmtilega kimnigáfu og næmt eyra fyrir þvi skop- lega I mannlifinu, fljótur til svars I oröa- skaki og meinfyndinn I svörum. Hann var þeirrar geröar aö þora aö fara óstuddur sinar eigin leiöir og þræddi þá ekki alltaf þær slóöir sem aörir fóru. Fastmótaöar skoöanir haföi hann sem hann hvikaöi ógjarnan frá nema hann fengi skýr rök viömælenda fyrir þvi aö rangt væri. Hann haföi unun af þvi aö ræöa viö menn bæöi um pólitisk dægurmál og annaö sem mannlegum viöskiptum viökemur, en hann var sjaldan á sama máli og aörir, — sótti og varöi sitt mál af miklum eldmóöi, glöggur á allar veilur I málflutningi ann- arra og fljótur aö notfæra sér þær. Siguröur var mikill átrúnaöarmaöur I stjórnmálum, fyrst sem framsóknar- maöur, siöast alþýöubandalagsmaöur og manni fannst hans pólitik vera hrein persónudýrkun. Ég hygg aö á meöan hann hélt fullri heilsu og andlegum næmleika hafi þeir veriö hálfguöir i hans augum Jónas frá Hriflu og siöar Einar Olgeirs- son. Hann læröi ungur aö leika á orgel og haföi unun af tónlist. Hann var organisti viö Mælifells- og Reýkjakirkju I fjölda ára. Siöasta skipti sem ég heyröi hann leika I kirkju var I Mælifellskirkju fyrir sex árum þegar sonardóttir min var skirö. Hann haföi gaman af söng og var félagi I karlakórnum Heimi I áratugi. Siguröur kom til okkar hjóna áriö 1944 og var hjá okkur I fimmtán ár sem fyrr segir. Þessi ár hafa efalitiö veriö svipti- vindasöm fyrir hann þvi að viö hjón eig- um átta syni sem allir höföu ýmislegt til málanna aö leggja og taka varö tillit til. Siguröur virtist una hag sinum vel innan um allt þetta strákastóö, hann var sér- staklega barngóður og bar sérstaka um- hyggju fyrir þeim öllum. Ósjaldan mun fólk sem kom I Ljósaland á þessum árum hafa séö Sigga Kristó meö stráka sinn á hvorum handlegg, ljómandi af ánægju. Konu minni sagöi Siguröur þegar hann fór frá Ljósalandi alfarinn áriö 1960 aö sér heföi hvergi liöið betur eöa veriö jafn- ánægöur og á hennar heimili. Óneitanlega yljar þetta manni um hjartarætur. Siguröur fór aö Gilhaga til Helgu systur sinnar þegar hann fór frá Ljósalandi og var þaö hans heimili upp frá þvi. Siöustu árin i Gilhaga var hann heilsuveill og annaöist Helga hann af einstakri lipurö og hjartahlýju og á hún mikiö þakklæti skiliö fyrir þá umönnun. Viö leiöarlok er margs aö minnast sem ekki veröur skráö en geymt i sjóöi minn- inganna. Aö lokum þakka synir okkar og viö hjónin samverustundirnar margar og góðar og trýgglyndiö sem aldrei brást. Samúöarkveöjur sendum viö öll, syst- kinum hans, frændliði og vinum. Jóhann Hjálmarsson frá Ljósalandi Islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.