Íslendingaþættir Tímans - 03.11.1979, Qupperneq 7
Þorbjörg Guðrún
Kristófersdóttir
Kom huggari, mig hugga þú,
kqm, hönd, og bind um sárin,
kom.dögg, og svala sálu nii,
kom,sól, og þerra tárin
kom hjartans heilsulind,kom,
heilög fyrirmynd,
kom ljós, og lýstu mér,
kom, lff, er ævin þver,
kom, eilifð, bak við árin. ,
V.Briem.
Föstudaginn 21. sept 1979. lést
1 Landspltalanum þorbjörg
Guðriln Kristófersdóttir. Fædd
var hún 8. mai 1926, að Kliiku
við Arnarfjörð. Foreldrar
hennar voru, Kristín Jónsdóttir
og Kristófer Arnason, sem þar
bjuggu, og var hún yngst barna
þeirra, sem voru átta talsins. Af
þeim eru látin Sigrlður Maria og
Pétur Astráöur, en eftir lifa Sig-
riður, Jón, Ragnar, Jóna og
Magnfriöur.
Guðrún, eins og hún var af
flestum kölluð, ólst upp með
systkinahópnum að Klúku, og
var ávallt eftirlæti foreldra
sinna og systkina, enda yngst
eins og áður var sagt.
Hún mun hafa veriö I for-
eldrahúsum, fram til ársins
1942-1943, er hún fhittist til
Reykjavikur. Var hún fyrsthjá
Sigriði systur sinni. sem var
henni alla tíð skjól og skjöldur.
Sýndi Sigriður henni sérstaka
umönnun i' hennar miklu og
löngu veikindum, en hún varð
aöveralangdvölum I Reykjavlk
undir læknismeðferð. Ég vil
fyrir mágkonu minnar hönd,
þakka þeim hjónunum báöum,
Sigriöi og Ólafi þeirra frábæru
umhyggju, sem hún naut alla tið
hjá þeim.
Guörún var að eðlisfari hug-
ljúf og góö kona. Bros hennar
var blitt og hlýtt, og I vinahópi
var hún létt og lifsglöö, fram-
koma hennar hógvær, hver sem
i hlut átti. Hún bar veikindi sin
með þögn og þolinmæ þar til
yfir lauk.
Eftir aö hún fluttist til
Reykjavikur, vann hún ýmis
störf. fvrst við bókband og
seinna i Leðuriðjunni hjá Atla
Ólafssyni. Guðrún giftist manni
sinum Tómasi Tómassyni frá
Helludal I Biskupstungum 28.
desember 1965. Var sú athöfn i
Skálholtskirkju, og var þá um
leið skiröur sonur þeirra Kristó-
fer Arnfjörð, sem var einá barn
þeirra og sólargeisli foreldr-
anna. Þau bjuggu I Helludal, og
verður Guðrún lögö til hinstu
hvildar I Haukadal I Biskups-
tungum, laugardaginn 29. sept.
Að lokum vil ég undirrituö
þakka þérelsku mágkona, allar
ánægjusturidir fyrr og siðar,
þlna tryggö viö okkur hjónin,
börnin okkar og barnabörn, hlý-
ja brosið þitt, sem ölium veitti
gleði sem þig þekktu. ,Ég vil
ennfremur flytja þér qg Tómasi
þakkir fypir litlu Sæunni Krist-
Inu, sem þiö voru6 alltaf svo
góð. Og að endingu vil ég, elsku
mágkona, biöja Guð a5 geyma
þig, og greiði hann þér veg um
eilifö alla. Hafðu þökk fyrir
allt og allt.
Ég vil svo, Tómas minn, biöja
algóðan Guð að vera meö þér og
Kristófer minum Arnfjörö i
ykkar sáru sorg.
óllum ættingjum votta ég
mlna dýpstu samúð.
Sigurfljóð Jensdóttlr.
Guðrún
Jónína
Gunnars-
dóttir
fyrrum ljósmóðir
frá Bakkagerði
Þann 2. september 1899 gerðist sá merkis-
atburður í sveitum austur aö borið var I
heim þennan meybarn eitt. Svo sem sið-
venja, er var hún vatni ausin og gefið
nafnið Guðrún Jónina. Atlatiu ár eru nú
síðan liðin. Attatiu ar, sem þó eru ekki
nema augnablik I eiliföinni, en áttatiu ár
mikilla og stórstigra umbreytinga.
Þennan dag, 2. september voru saman-
komnar þrjár kynslóðir afkomenda
hennar til að samgleðjast henni og votta
henniástog virðingu, —viösem öll eigum
henni svo margt og mikið að þakka.
Margir myndu vistsegja sem svo, að nú
sé upp runnið ævikvöld hennar, en mér
verður það á að hugsa a ö i rauninni viröist
svo sem I dag sé hún á morgni lifsins. Nú I
sumar lét hún til dæmis gamlan draum
sinn rætast, brá sér út fyrir pollinn og
heimsótti Noregsriki; Lét hún svo um-
mælt er heim kom, að væri hún ung stúlka
I dag, heföi hún liklega sest þar aö. Enn
kvöldið fyrir áttræöisafmælisdaginn sinn
sýndi hún svo ekki var um villst hve ung
og hress hún er i anda, er hún brá sér I
þann syndum spillta stað, Sjálfstæöishús-
ið á Akureyri, þar sem dvalist var fram
eftir nóttu við glaum og gleöi. Var þar
mikil stemmning rikjandi, jafnvel þótt
ýmsir viðstaddir teldu sig ekki hafa þar
fengið málungi matar sins svona 1 byrjun
aö minnsta kosti.
Ekki ætla ég aö hafa þessi orð öllu
lengri. Fyrir hönd okkar allra flyt ég þér
hinarinnilegustuhamingjuóskir. Megi sól
kærleika þins lýsa okkur öllum enn um
ókomin ár eins og hún hefur gert gegnum
þitt langa og farsæla æviskeið.
ReynirHeiðar.
7
Islendingaþættir