Íslendingaþættir Tímans - 10.11.1979, Side 2
Þorsteins. Hann átti sjálfur margar rit-
gerðir iþessuriti. Kennslubók i esperanto
eftir hann kom út 1909 (endurprentuð
1927), og enn fremur bókin Esperantólyk-
ill áriö 1933. Meðritstjóri var hann aö
Timariti lögfræðinga og hagfræðinga, er
kom útá árunum 1922-24. Ástæða er til að
nefna, að Hagstofan stóð ásamt öðrum
hagstofum á Norðurlöndum að útgáfu
ritsins „Sweden, Norway Denmark and
Iceland in the World War” (New Haven
1930), og birtist þar ritgerð Þorsteins:
„Iceland and the War”. Fyllri greinar-
geröum Island í fyrra heimsstriðinu birt-
ist i bók Þorsteins „Island under og eftir
Verdenskrigen”, er kom út i Kaupmanna-
höfn 1928. Eftir aö hann hætti á Hagstof-
unni, tók hann að sér að vinna sérstök út-
gáfustörf fyrir hana. Arið 1960, er hann
var áttræður komútbókhans „íslensk
mannanöfn. Nafngjafir 3ja áratuga
1921-50”, gagnmerkt og viðamikið rit.
Þegar hann var 86 ára lét hann frá sér
fara ritverkiö „Eitt tungumál fyrir allan
heiminn”, sem hann þýddi og birtist I
Lesbók Morgunblaðsins i framhalds-
greinaformi veturinn 1966-67. Það hefur
einnig verið sérprentað. Um Hkt leyti lauk
hann viö tvö ættfræöirit, sem voru gefin út
fjölrituð, annað þeirra mikið að vöxtum.
Auk þeirra rita, er nú hafa verið talin,
liggur eftir Þorstein fjöldi ritgerða og
greina um hin margvislegustu efni.
011 ritverk Þorsteins bera merki mikill-
ar vandvirkni, hlutlægni i meðferð efnis
og alhliöa þekkingar á viðfangsefnum.
Ritstm hans var meitlaður, skýr og lát-
laus. Oft furðaöi ég mig á þvl, hve létt
Þorsteinn átti meö aö koma hugsunum
sinum i ritað mál. Hann samdi flókinn og
vandasaman texta án þess að gera upp-
kast og án þess að þörf væri á leiðrétting-
um eftir á. Þetta geta ekki aðrir en allra
færustu menn i framsetningu, og þeim fer
stööugt fækkandi. — Hæggeröir menn eru
oft seinvirkir, en Þorsteinn, sem aldrei
virtist flýta sér, var einn hraðvirkasti
maður, sem ég hef kynnst. Þaö var unun
aö sjá hann vinna — hvernig fullskrifuð
blöö með stflhreinni rithönd hans hrönn-
uöustupp, að þvf er virtist áreynslulaust.
Þegar höfð eru I huga öll opinber störf
Þorsteins og umfangsmikil ritstörf hans,
er það með ólíkindum, að tími ogstarfs-
orka skyldi verða afgangs til aö sinna öðr-
um hugðarefnum, en svo var þó i rfkum
mæli. Hann var áhugasamur og virkur
þátttakandi I margvislegri menningar-
starfsemi fyrr og siöar. Bera þessi störf
hans vott um óvenju vitt áhugasvið, víö-
sýni og framfaravilja. Hér má t.d. nefna
störf hans til framdráttar alþjóðamálinu
esperanto. Hann var einn fyrsti
esperantistinn hér á landi. A setningar-
fundi alþjóöamóts esperantista, er haldið
var í Reykjavik sumarið 1977, mætti hann
sem gestur. Hann var mjög áhugasamur
félagi f Vísindafélagi Islendinga alla tíð
frá stofnun og i stjórn þess i mörg ár. Um
40áraskeið varhann I stjórn Sögufélags-
ins. 25 ár I fulltnlaráöi Bókmenntafélags-
2
ins (hann var félagi þess i 77 ár), og I
stjórn margra annarra félaga, þar á með-
al Félags hagfræðinga, sem hann stofnaði
og var fyrsti formaður fyrir.
Samhliða embættisstörfum með öllu,
sem þeim fylgdu, og fjölþættum áhuga-
störfum, var Þorsteinn kennari i I hag-
fræði viö Verslunarskólann á árunum
1916-29.
Litið lát var á athafnasemi Þorsteins
eftir að hann fór á eftirlaun i ársbyrjun
1951. Fyrstu árin eftir að hann hætti á
Hagstofunni tók hann að sér að annast
sérstök störf fyrir hana, og hann hélt
áfram að gegna nokkrum trúnaðarstörf-
um. Um áttrætt losaöi hann sig við þessi
verkefni, ekki af þvi að hann þyrfti eða
vildihlifa sér, heldur vegna þess aö hann
haföi önnur meiri áhugamál. Þar var
m.a. um að ræða ýmis ritstörf. En þá er
ótalið það, sem Þorsteinn varði miklu af
tima slnum til eftir að hann varð sjötug-
ur: aö aðstoða gamla skólabræður, sem
áttu um sárt að binda vegna elli og sjúk-
leika. Gekk Þorsteinn að þessu verkefni
með sömu atorku og ósérhlifni og ein-
kenndi öll hans störf. Daglega kom hann
til þeirra, spjallaði við þá, las fyrir þá úr
blöðum eða bókum, og tók með sér I
gönguferðir þá, sem höfðu heilsu til þess.
Þessi umhyggja Þorsteins fyrir gömlum,
bágstöddum félögum bar góövild hans og
fórnarlund fagurt vitni.
Það var fjarri Þorsteini að sækjast eftir
vegtyllum og virðingarmerkjum, en hon-
um þótti mjög vænt um það, þegar laga-
oghagfræðideild Háskólans gerði hann að
heiðursdoktor á 35 ára afmæli Háskólans
1946,fyrir merkilegtbrautryðjandastarf á '
sviði vi'sindalegrar skýrslugerðar um
islenskan þjóðarbúskap. Þegar Þorsteinn
varö sjötugur árið 1950, gáfu nokkrir hag-
fræðingar ogsamstarfsmenn Þorsteins út
afmælisrithonum til heiðurs. I þvi voru 15
ritgeröir jafnmargra höfunda. Heiðursfé-
lagi var Þorsteinn i Félagi hagfræðinga,
Vísindafélaginu, Bókmenntafélaginu og
Sambandi isl. esperantista.
Þegar Halldór Júliusson fyrrv. sýslu-
maður dó i mars 98 1/2 árs gamall, varð
Þorsteinn elstur stúdent á Islandi. Hann
mætti við skólauppsögn vorið 1977, er
hann var 75 ára stúdent. Eftir fráfall
Þorsteins færist elsti stúdentsaldur niður s*
um 8 ár: Þeir bræður Helgi Skúlason
augnlæknir á Akureyri, nú I Reykjavik, og
Skúli Skúlason fyrrverandi ritstjóri, sem
búsettur er i Noregi, eru nú með hæstan
stúdentsaldur. Þeir uröu stúdentar áriö
1910.
Ef tilvillhefur mjög reglubundið liferni
átt þátt I þvi, að Þorsteinn náði svona há-
um aldri. Hann var og mjög hófsamur um
mat og drykk, tóbak notaði hann aldrei,
ogáfengibragöaðihannekki, nema þegar
honum var fært glas i samkvæmum.
Sjálfum sér likur tók hann við þvi og
dreypti á til málamynda, frekar en að
valda umstangi meðþvf að biðja um ann-
að. Þorsteinn naut mjög góðrar heilsu á
mestum hluta æviskeiös sins. Um fertugs-
aldur fékk hann þó hættulegan sjúkdóm,
sem leiddi til þess, aö nýra var tekiö úr
honum. Þetta var árið 1920 og aögeröina
framkvæmdi einn þekktasti skurölæknir
Dana þá, prófessor Rovsing. Næstu ára-
tugi var heilsa Þorsteins góð, en á árinu
1955 hætti nýra hans að starfa, og var
hann þá talinn af. En það fór af stað aftur,
og enn kenndi hann sér ekki meins i 16 ár,
uns hann voriö 1971 fékk heilablæöingu og
gamlir, inngrónir berklar tóku sig upp.
Hann komst fljótt yfir þaö siðara, en hann
misstimál ogminni. Hann fékk málið aft-
ur eftir nokkra mánuði, en minnið var
tapað. Siðustu ár hans voru þvi dapurleg,
þó ekki svo, að hann virtist ekki hafa
ánægju af að handleika bækur sinar. Létt-
ur var hann i spori til þess siðasta og hann
fór út að ganga svo að segja daglega, þar
til i nóvember 1978.
Þorsteinn hélt svo að segja óskertum
andlegum og likamlegum kröftum fram
yfir nirætt, og það sem meira var — hann
var ungur í anda og fylgdist af áhuga með
þvi, sem gerðist, bæði hér heima og úti I
hinum stóra heimi. Þorsteinn Þorsteins-
son var einstækt dæmi um niræðan mann
sem ekki hafði einangrast frá umhverfi
sinu og samtiö.
Konu sina, Guörúnu dóttur Geirs T.
Zoega rektors, missti Þorsteinn árið 1955.
Hún var merkiskona enda af góðu bergi
brotin og alin upp á einu mesta menn-
ingarheimili i Reykjavik á sinni tið. Auk
þess að stjórna mannmörgu heimili, tók
hún þátt I félagsmálum, starfaði m.a.
mikiö I kvenfélaginu „Hringnum”, og var
ein af þeim konum, sem ötulast unnu að
þvi að koma á fót fuilkominni barna-
spitaladeild innanLandspitalans.
Börn þeirra Guörúnar og Þorsteins eru
þessi:
Geir verkfræöingur, f. 5/7 1916, kvæntur
Inge Jensdóttur f. Laursen.
Hannes aðalféhirðir Landsbankans, f.
7/12 1918, kvæntur önnu Hjartardóttur.
Þorsteinn viðskiptafræðingur, f. 31/3
1920, kvæntur Helgu Hansdóttur.
Narfi rafmagnstæknifræðingur, f. 23/5
1922, kvæntur Gyðu Guðjónsdóttur.
Bryndis, f. 26/9 1923, gift Helga H.
Arnasyni verkfræðingi.
Barnabörn þeirra Guðrúnar og
Þorsteins eru 13, og barnabarnabörnin 6.
Þorsteinn bjó I húsi sinu, nr. 57 viö
Laufásveg, alla tfö eftir að hann byggði
þaðárið 1926. Eftir að Guðrún Geirsdóttir
féll frá bjó Þorsteinn um árabil meö
Þorsteini syni sinum og konu hans, Helgu
Hansdóttur. Siðustu árin naut hann um-
önnunar sonardóttur sinnar, Guörúnar
Hannesdóttur, og manns hennar,
Vilhjálms Kjartanssonar verkfræðings.
Hjá báöum átti Þorsteinn hið besta
athvarf.
Ég komst I samband við Þorstein þegar
I byrjun starfsferils mins, er ég geröist
aðstoðarmaður nýstofnaðrar gjaldeyris-
kaupanefndar I janúar 1941. Hann var
leiðandi maður i' þeirri nefnd og samdi
meðal annars fundargerðir með ákvörð-
islendingaþættir