Íslendingaþættir Tímans - 10.11.1979, Page 8
Sigurbjörg Einarsdóttir
F. 14. júnl 1888
D. 8 júli 1979.
„Sælir eru hógværir”
„Sælir eru miskunnsamir”
Þessi orö Fjallræöunnar koma mér i
hug, nú þegar ég minnist nýlátinnar vel-
gjöröar- og vinkonu minnar Sigurbjargar
Einarsdóttur, fyrrv. kennslukonu og siöar
kaupkonu. Hún fæddist aö Endageröi á
Miönesi þann 14. júni 1888. Foreldrar
hennar voru þau mætu hjón: Einar Jóns-
son sjóm. og bóndi I Endageröi og
Margrét Hannesdóttir frá Prestshúsum I
Mýrdal. Sigurbjörg er aöeins tiu ára
gömul, þegar faöir hennar drukknar, elst
þriggja systkina. En móöir þeirra lét ekki
bilbug á sér finna, heldur hélt búskap og
útgerö áfram af einbeitni og dug.
Fjórtan ára gömul er Sigurbjörg komin
i Kvennaskólann i Reykjavik, sem þá var
undir stjórn frú Þóru Melsted, og lauk hún
þaöan prófi eftir tveggja vetra nám. —
Kennarapróf frá Flensborgarskóla leysti
hún af hendi 1908. Og 1909 sótti hún
kennaranámskeiö hér, sem séra
Magnús Helgason, sá kunni skólamaöur
stýröi og stjórnaöi. Siöan hóf Sigurbjörg
kennslu viö barnaskólana i Sandgeröis- og
Hvalneshverfi á Suöurnesjum.
Fórhenni kennslan svo vel úr hendi, aö
orö fór af. Hún var glæsileg stúlka skarp-
greind, og naut án allrar fyrirhafnar,
bæöi viröingar og hlýöni hinna ungu
nemenda sinna.
Frá þessum ungu árum Sigurbjargar
llöa áratugir, þar til leiöir okkar liggja
saman. Þaö gjöröist I sambandi viö
prestsþjónustu mina sem aukaprests i
auöugustu hverfum Reykjavikur þá, á
vegum sóknarnefndar og sóknarpresta
Dómkirkjusafnaöarins. Haföi samist svo
viö skólastjóra og skólanefndina þar
innra, aö messurnar færu fram I skóla-
stofu i upphafsálmu Laugarnesskólans
sem þá stóö þar ein og tiltölulega rtý-
byggö. Stefnt var aö þvi, aö þær hæfust
rétt fyrir jólin 1936. Þaö tókst. Fyrsta
messugjöröin fór þar fram þann 13.
desember 1936.
Einhver haföi skotiö þvi aö mér, aö þótt
messurnar yröu auglýstar I blööum, væri
ekki verra aö setja skrifaöa auglýsingu i
eina búö eöa svo þarna I hverfinu.
A horninu á Laugarnesvegi og Sund-
laugavegi stóö þá reisulegt og traust gult
steinhus, sem stendur þar enn. Og I horni
kjallarahæöar var verzlun. Ég sá, aö tals-
vert var gengiö þar út og inn, svo auöséö
var, aö þarna komu rnargir.
Þetta hús reyndist eign systkinanna
velmetnu frá Endageröi á Miönesi, þeirra
8
Sigurbjargar fyrrum kennara, sem nú
haföi gjörst vel metin kaupkona þarna á
horninu, Hannveigar systur hennar, sem
látin er fyrir all-löngu siöan og Svein-
bjarnar bróöur þeirra, skipstjóra og út-
geröarmanns. Sveinbjörn, sem var harö-
duglegur framkvæmdamaöur, var kvænt-
ur Guömundu Jónsdóttur frá Eyrar-
bakka, af Bergsætt. Þau eignuöust tvo
velgjöröa myndarsyni: Ingimar flug-
stjóra sem kvæntur er Helgu Zoega, og
Einar fiöluleikara og konsertmeistara I
Malmö i Sviþjóö, sem kvæntur er Hjördisi
Vilhjálmsdóttur frá Siglufiröi. Eru þau
Sveinbjörn og Guömunda látin fyrir all-
löngu slöan. Sigurbjörg gekk tveim
frænkum slnum I móöurstaö, þeim Sigrlöi
(Sirry) Siguröardóttur og Mörtu Elias-
dóttur. Var hún þeim bæöi félagi og vinur,
og sá leiöbeinandi er aldrei brást.
Þessi verzlun Sigurbjargar, þarna á
horninu, var auösjáanlega einn af miö-
deplum Laugarneshverfisins á þeirri tíö,
— ogkannske sá staöur þá, þar sem einna
flestir hverfisbúar hittust, I sambandi viö
sin daglegu innkaup.
Þegar ég haföi komist aö búöarboröinu
og boriö upp erindi mitt viö Sigurbjörgu —
hvort ég mætti festa þar upp messutil-
kynningu hvern föstudagsmorgun þá
brosti hún viö mér sinu hófsama hljóöláta
og hlýja brosi og kvaö mér heimilt aö
festa þar upp messu-auglýsingu svo oft
sem mér hentaöi. Þar meö voru vináttu-
bönd okkar knýtt.
Slöan kom ég þar vikulega i nær tiu ár
og festi messu-auglýsingu á vegginn meö
fjórum bólum sem ég haföi meöferöis. Viö
töluöum hverju sinni meira eöa minna
saman, eftir þvi sem á stóö. Og greind
hennar og vitsmunir og yfirsýn og velvild
hennar I annarra garö, varö mér þvi ljós-
ari og dýrmætari sem lengra leiö.
En Sigurbjörg kom enn nánar viö sögu
meöan allt var enn óvlst um framvindu
kirkjulega starfsins I Laugarneshverfinu.
Það var stofnaöur blandaöur kór til aö
syngja viö messurnar. 1 fyrstu var æft I
heimilum hinna ýmsu kórfélaga en á þvi
voru mikil vandræöi, húsnæöi var þá víö-
ast miklu þrengra en nú er, fátækt meiri,
og þvi minni möguleikar til allrr.r risnu.
En enn fór þaö svo að þaö var Sigur-
björg Einarsdóttir, sem bjargaði málum.
Þegar liöa tók á, uröu söngæfingarnar I
stofunni hennar, björtu og rúmgóöu á
Kirkjubergi viö orgeliö hljómþýöa, sem
hún hafði átt i svo mörg ár. — Og oft fylgdi
aö auki kaffiveitingar og kökur til söng-
fólks og söngstjóra, allt boriö fram af tak-
markalausri gestrisni.
Nokkrum árum. áöur en ég hætti
prestskap fyrir aldurs sakir og Sigurbjörg
þá löngu áöur hætt störfum og komin i
skjól Sigrlöar Siguröardóttur, uppeldis-
dóttur sinnar og Þórarins Alexandersson-
ar, manns hennar og Hönnu hjúkrunar-
konu dóttur þeirra, — sem var Sigur-
björgu eins og ljósgeisli undir hiö siöasta,
— Þegar þannig er komiö sögu, þá sendir
htín mér orö aö finna sig, — Afhendir hún
mér þá fagra Bibliu til aö leggja á altari
Laugarneskirkju, i stað þeirrar gömlu, er
bæöi var oröin lúö og nokkuö snjáö. Veit
ég ekki betur, en aö hún liggi þar á altar-
inu enn I þvl guöshúsi.sem hún sjálf, á
sinni tiö, átti rikan þátt I aö reisa.
A hinu kæra heimili Sigriðar og
Þórarins átti Sigurbjörg svo ævikvöldiö
viö þá umhyggju og atlæti, sem var henni
skjól og styrkur, allt til hinztu stundar.
„Varðveit hjarta þitt framar öllu ööru”
— segir Guös Orö — ,,þvl aö þar eru upp-
sprettur lifsins”, Sigurbjörg Einarsdóttir
varöveitti þannig hjarta sitt, I hógværö og
hljóöleika, — aö hún haföi varanleg áhrif
á alla, sem umgengust hana aö ráöi.
Hún andaöist þann 8. júlí sl. og var jarö-
sett frá Dómkirkjunni þann 19. sama
mánaöar.
Blessuö sé minning hennar ástvinum
hennar og samferöarfólki öllu.
Garöar Svavarsson
islehdinqaþættir