Íslendingaþættir Tímans - 17.11.1979, Blaðsíða 5

Íslendingaþættir Tímans - 17.11.1979, Blaðsíða 5
Einar Guðbj ar tsson fyrrum kaupfélagsstjóri Jarftarför Einars Guöbjartssonar, fyrr- um kaupfélagsstjóra fór fram frá Borgar- neskirkju, 1. sept. s.l. Veöur var gott og fjölmenni. Fór athöfnin vel fram og lýsti vináttu og viröingu viö hinn látna heiöurs- mann. Ekki veröur hér sögö saga Einars, þó bæöi sé hún merkileg og frásagnarverö, tilþess skortir migkunnugleika, þó minn- ast vilji ég góös vinar og vinnufélaga. Einar Guöbjartsson var fæddur 27. jUli 1911 aö Tröö i Rauöasandshreppi i Vestur-Baröastrandarsýslu. Foreldrar hans voru Hildur Magnúsdóttir og Guö- bjartur Guöbjartsson, bóndi aö Láganúpi (KoDsvikurætt). Var Einar nýkominn af ættarmóti er hann lagöist banaleguna, en hann lést á Landspitalanum hinn 23. ágúst sf. Ungur varö hann aö taka aö sér forsjá heimilisins, vegna sjúkleika fööur sins, en Einar var næst elstur sinna systkina. Var sá hópur stór, þvi 10 voru börnin. Einar gat þvi ekki gengiö skólaveginn, sem hann heföi þó átt hægt meö, vegna góöra gáfna. Eftir aö barnaskólanámi lauk, var hann einn vetur aö Núpi I Dýrafiröi. Þá tók sjálfsnámiö og störfin viö. Hann var viölesinn og las dönsku, norsku, sænsku ogensku sértil gagns og gamans. Sautján ára fór hann á vertiö til Vestmannaeyja og sjómennsku stundaöi hann á annan áratug. 1 ágúst 1942 var hann á togaranum Veröi. Uröu þeir þá fyrir árás þýzkrar flugvélar, þar sem þeir voru á veiöum út af Patreksfiröi. Varpaöi flugvélin sprengjum aö skipinu og skaut á skip- verja og féll einn hásetanna I þessari svi- viröilegu árás. Einar, er ýmsu var vanur á s jó og landi, bjargsigi i björgum og haföi margan refinn aö velli lagt, sagöi siöar frá þessum atburöi á þessa leiö. ,,Ég fann ekki til hræöslu, en lagöi allt kapp á a hæfa vélina og helst flugmanninn”. En þó hinir annars friösömu Islensku fiskimenn snérust til varnar, voru vopn þeirra léleg og flugmoröingjarnirsluppu. Grunar mig aö atburöur þessi hafi haft mikil áhrif á Einar. Ariö 1945 réösthann framkvæmdastjóri viö Sláturfélagiö örlyg á Rauöasandi. Til bús meö honum kom ung og glæsileg kona, Guörún Grimsdóttir, er siöar varö eiginkona hans. Ekki varö dvölin hjá þeim hjónum löng þar. Hann geröist kaupfélagsstjóri I Flatey á Breiöafiröi, Asum I Saurbæ og útibússtjórii Súöavik, á Hellissandi, Vegamótum á Snæfellsnesi og Laugarvatni. Jónsson flökunarboröiö i hraöfrystihúsinu undir rafljósum I hvltum slopp og færibandiö flytur fiskinn aö og frá. Aö baki þessarar atvinnubyltingar liggur löng saga. Þaö er saga sem aldrei veröursögööll, hversu löngsem hún yröi. En þetta er jafnframt saga Guömundar heitins Jónssonar og jafnaldra hans. Þaö er saga Grindavlkur siöustu áratugina. En persónusaga Guömundar Jónssonar er ekki bara saga af breyttum atvinnu- háttum. Hún er saga af manni sem átti lengi viö vanheilsu aö striöa án þess aö kvarta. Hún er saga af manni sem meö hlýju handtaki og hljóölátri hugulsemi, ávann sér viröingu og vináttu samferöa- manna sinna. Sérstaklega vU ég þakka Guömundi og Ingibjörgu systur minni fyrir foreldra mina, en hjá þeim áttu þau athvarf og skjól I elllinni. Persónulega þakka ég þeim hjónum og drengjunum þeirra marga indæla stund á heimili þeirra. Blessuö sé minning Guömundar Jónssonar frá Heimalandi. Valdimar Eliasson. islendingaþættir Störf sin á þessum stööum vann Einar meö mikilli prýöi, enda kappsfullur og ó- sérhllfinn og oft mun vinnudagurinn hafa veriö langur. Avallt stóö Guörún viö hliö manns slns Istörfum og striöi og hllföi sér I engu frekar en hann. Hef éggóöar heim- ildir fyrir þvl aö þeirra Guörúnar og Einars var saknaö er þau hurfu á braut. Ariö 1967 fluttu þau i Borgames og byggöu hér stórt og myndarlegt hús aö Böövarsgötu 17. Þar hafa þau búiö sér, kjördóttur sinni og litla syni hennar, EinariGuömari, augasteini ömmu og afa, friösælt og fallegt heimili. Þangaö hefur löngum veriö gott aö koma, enda oft gest- kvæmt. Höfum viö hjónin átt þar marga ánægjustund, enda Guörún og Einar sam- hent um aö taka sem best á móti þeim er aögaröi þar. Þegar hingaö kom hófu þau bæöi störf hjá Kaupfélagi Borgfiröinga. Hún I matvörudeild og síöar i vefnaöar- vörudeild, enhann á skrifstofu. Þarstarf- aöi hanntil dauöadags viö góöan oröstlr. Léku öll störf i 1 höndum hans, enda var hann hinn færasti bókhaldari. Einar var glaöur i viömóti, glettinn og smellinn isvörum og hélt uppi „húmor” á vinnustaö. Hann var hreinsldlinn án þess aö særa. V el lesinn og ljóöavinur og kunni ógryn ni kvæöa, s em hann g reip til ef hann Einar var félagslyndur, og einlægur sam- vinnumaöur var hann. M.a. vann hann aö ' áfengisvarnarmálum og alla ævi studdi hann slysavarnir á sjó og landi. Oftar en einu sinni mun hann hafa tekiö þátt I björgun manna úr sjávarháska, þar á meöal frægu björgunarafreki viö Látra- bjarg. Einn var og sterkur þáttur I fari hans, aö hann gat naumast nokkurs manns bón neitaö. Þó veit ég aldrei til þess aö hann ekki stæöi viö gefin loforö. Slikur var Einar Guöbjartsson. Nú er Einar dáinn. Þaö er tómlegra á skrifstofu K.B. siöan hann fór. Viö sem unnum meö honum söknum hans og vilj- um fegin þakka honum samfylgdina og allt gott. Minningin lifir um góöan dreng, sem ekkimátti vamm sitt vita og féll meö skfran skjöld og fullri sæmd i orustunni siöustu. Guörúnu, Mariu, Einari Guömari og systkinum sendiégogkona mln innilegar samúöarkveöjur. Hermann Búason.

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.