Íslendingaþættir Tímans - 19.01.1980, Blaðsíða 2

Íslendingaþættir Tímans - 19.01.1980, Blaðsíða 2
lengst gengu i kröfum fyrir tslendinga. Ariö 1916 voru bæjarstjórnarkosningar i Reykjavik og fóru þær fram i janúarmán- uði. Verkamannafélagið Dagsbrún ákvað, aðbjóða fram á sérstökum lista. Var Jör- undur fenginn til að vera efstur á listan- um. Mikill sigur vannst, þvf listinn kom öllum að óvörum þremur mönnum að, og var Jörundur þvi orðinn bæjarfulltrúi i Reykjavik. Seinna á þessum sama vetri varð svo hið fræga hásetaverkfall, sem þjappaði verkamönnum og sjómönnum saman til pólitiskrar samstöðu og átaka. Þingkosn- ingar urðu um haustið 1916. Kjósa átti tvo þingmenn i Reykjavik. Verkamannasam- tökin gengu hart að Jörundi, að vera á lista sem þau hugðust bjóða fram og lét hann tilleiðast, þó ekki væri búist við miklum sigri. Reynslan varð þó önnur, þvi þegar atkvæði höfðu verið talin kom i ljós, að listi verkamanna var hærri að at- kvæðatölu en hinn listinn sem i kjöri var, en hann skipuðu þeir Jón Magnússon sið- ar forsætisráðherra og Knút Zimsen bæjarstjóri. Jörundur Brynjólfsson varð þannig fyrsti fulltrúi, sem verkamenn áttu á Alþingi og sat hann þar eitt kjör- timabil fyrir þá, en flutti að þvi loknu árið 1919 eins og áður er sagt úr Reykjavik. Jörundur var alla tið velviljaður verka- mönnum og bar þakklátan hug til reyk- viskra verkamanna eftir þessi samskipti við þá og þann trúnað er þeir sýndu hon- um. Ekki er hægt að segja, að Jörundur hafi verið heppinn i fyrstu með búskapinn, þvi veturinn eftir að hann flutti að Múla var hinn snjóþyngsti sem komið hefur á þess- ari öld og þó lengra sé leitað aftur I tim- ann og bættist þessi óáran ofan á það, að verðlag var hátt á búfé, þegar Jörundur keypti búátofn um vorið, en siðan kom verðfall á afurðum i lok stríðsins, en ekki lét hann það raska framtiðaráformum sinum. Eftir þriggja ára búskap að Múla flutti Jörundur vorið 1922 að Skálholti i sömu sveit og þar bjó hann stórbúi i 26 ár. Frá Skálholtifórhann árið 1948 vegna þess, að þar stóð til að setja á stofn bændaskóla, varð hann þvi að vikja af staðnum, en þó hann væri þá kominn nokkuð á sjötugs- aldur var hugur hans óbugaður til bú- skapár og stórræöa. Réðist það þá, að hann fékk stórbýlið Kaldaðarnes i Flóa keypt og flutti þangað. Þar var þá allt I niðumiðslu eftir hersetu á styrjaldarár- unum og meðal annars hafði verið lagður flugvöllur yfir tún og engjar. En Jörundur var úrræöamaður og lét vinna af kappi að þvi, að afnema eftir föngum helstu ummerki hersetunnar. Bjó hann stórbúi I Kaldaðarnesi til ársins 1963, en hætti þá nær áttræður að aldri. Hann tók sérstöku ástfóstri við Kaldaðar- nesog naut mikillár ánægju af því að vera sjálfseignarbóndi á þessari, einni stærstu og gróðurrikustu jörð landsins. Þar var hann sfðan öllum stundum eftir að búskap 2 lauk og naut þar ánægjurikra stunda á ævikvöldinu. Og nú hvilir likami hans þar i gamla kirkjugarðinum. A árinu 1923 fóru fram kosningar til Al- þingis. Þá var Framsóknarf lokkurinn bú- inn að eignast sterk itök I Arnessýslu, einkum meðal bænda. Forystumenn flokksins I héraðinu leituðu nú á fund Jör- undar i Skálholti og báðu hann að taka að sér brjóstvörn fyrir þá með þvi að bjóða sig fram til þingmennsku. Jörundur var þá ekki flokksbundinn, en gekk nú I Framsóknarflokkinn og bauð sig fram I nafni hans ásamt Þorleifi Guðmundssyni frá Stóru-Háeyri, sem setið hafði á þingi fyrir Arnesinga og var framsóknarmað- ur. Kosningin fór þannig, að Jörundur náði kjöri, en Þorleifur féll. Magnús Torfason sýslumaður bauð sig fram utan flokka og var hann kosinn með Jörundi og gekk i Framsóknarflokkinn eftir kosning- arnar. Attuþeir Jörundur og Magnús eftir að vera saman fulltrúar Arnesinga i all- mörgár,en Jörundur var alltaf endurkos- inn i Arnessýslu þar til hann gaf ekki lengur kost á sér til framboðs árið 1956, sjöti'uog tveggja áraað aldri. Engin voru þá á honum ellimörk og hélt hann andleg- um kröftum og lifsfjöri fram á þetta ár. Hafa fáir menn honum lengur setið á Al- þingi þvi hann var þar i 36 ár og sat á for- setastólum þar lengur en nokkur annar, þvi hann var forseti Neðri deildar i 13 ár og Sameinaðs þings i 3 ár. Jörundur var alla tið mjög virkur stjórnmálamaður og naut mikils trausts og álits bæði i' flokki sinum og meðal and- stæðinga. Honum voru falin fjöldamörg vandasöm trúnaðarstörf önnur en for- setastörfin. Hann var 1917 skipaður i verðlagsnefnd og kosinn i bjargráða- nefnd. Kosinn yfirskoðunarmaður lands- reikninga 1917-1925 og rikisreikninga 1937-1963 eða 34 ár sem hann haföi það starf með höndum. Arið 1927 var hann kosinn i milliþinganefnd i landbúnaðar- málum. 1929 var hann skipaður i endur- skoðunarnefnd laga um veiði i ám og vötnum. 1933 kosinn i launamálanefnd og 1942 í raforkumálanefnd. 1 Norðurlanda- ráði átti hann sæti 1953. Þessi upptalning er auðvitað engan veginn tæmandi, en sýnir ótvirætt, að hæfileikar og skörungsskapur Jörundar var hvort tveggja metinn af samherjum hans. Þarað auki skal hér minnst á þann þáttinn, sem kannski var almenningi kunnastur, en það var mælskuíþróttin og rökfimin. Þa hæfileika notaði flokkur hans sér mjög og því var Jörundur sendur fram og honum beitt þar sem þörfin var mest og hættulegir andstæðingar voru fyrir. Fór hann oft meö sigur af hólmi á kappræðufundum og eru margir eldri menn oft að minnast á vopnfimi hans i þeim viðureignum. Af sérstökum málaflokkum á Alþingi, sem Jörundur lét sig mestu varða er helst að geta landbúnaðarmála og raforkumála þar með talið að ná aftur j hendur lands- mönnum vatnsréttindum, sem útlending- ar höfðu klófest hér. Laxveiðilöggjöfina mótaði hannmjög og hann vann það þrek- virki meðlipurðog festu að koma gegnum Alþingi, að sett voru i brúalög brú á ölfusá hjá Óseyrarnesi. Voru það honum sár vonbrigði, að enn er verkið við bygg- ingu brúarinnar ekki hafið og þótti hon- um, sem bæði sá er þetta ritar og fleiri, rækju þar ekki nógu vel á eftir. Jörundi var alla tið mjög annt um vel- ferð og framgang samvinnufélaganna. Sótti hann fundi Kaupfélags Arnesinga fram til sfðustu ára og fylgdist með þvi sem þar gerðist. Fulltrúi þess var hann lengi á aðalfundum Sambands isl. sam- vinnufélaga. Eins og áður segir þá átti Jörundur mikinn þátt i mótun laga um lax- og sil- ungsveiði. Lét hann mjög til sin taka i héraði um slik mál og beitti sér fyrir þvi, að Veiðifélag Arnesinga var stofnað 1938. Formaður þess félags var hann við óskipt traust félagsmanna siðustu áratugi æv- innar þar til fyrir fjórum árum. Jörundur flutti ekki i Arnessýslu fyrr en hann var hálffertugur að aldri, en hann varð fljótt mjög samgróinn fólkinu og héraðinu og var áreiðanlega i hópi hinna fremstu og bestu Árnesinga. Hann gleymdi þó aldrei æskustöðvum sinum og hinu fagra ættarhéraðiog veit ég að þang- að leitaði hugur hans oft á siðari árum. Gaman var að sitja á tali við hinn aldna höfðingjaogþingskörung. Minnið var gott og yfirsýn um langt timabil i sögu lands- ins glögg. Margir menn höfðu orðið á vegi Jörundar á langri ævi, fólk úr öllum stétt- um. Um flesta eða alla sagði hann eitt- hvaðgott hvort sem þeir höfðu verið sam- herjar hans eða andstæðingar og öllum vildi hann vel. Hér I þessum fáu minningarorðum hef- ur aðeins verið tæpt á nokkrum æviþátt- um Jörundar Brynjólfssonar og er flest ó- sagt þó að hér verði núlátið staðar num ið. Ég hef mikið að þakka fyrir langa vin- áttu og margar ánægjustundir. Eru þess- ar li'nur ritaðar til að votta þakklæti mitt. Astvinum Jörundar öllum sendi ég sam- úðarkveðjur. Ágúst Þorvaldsson 1 dag er jarösunginn höfðingi og heiðursmaöur, Jörundur Brynjólfsson, fyrrverandi alþingisforseti. Ég kynntist Jörundi á árinu 1957, eftir að pólitískum ferli hans lauk, en hans verður lengi minnst vegna þessa merkilega ferils og aðrir munu gera honum skil. Ég kynntist þá óvenjulegum manni, að ekki sé meira sagt. Þaö sem fyrst vakti athygli mina, var reisn Jörundar og öryggi. Ekki aöeins glæsibragur, heldur tiginmannlegt höföingsviömót, ákveðnar hreyfingar og fas, sem undirstrikaði andlegt sjálfstæði og umfram allt frjálsan mann. Kraftmik- Islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.