Íslendingaþættir Tímans - 19.01.1980, Blaðsíða 5

Íslendingaþættir Tímans - 19.01.1980, Blaðsíða 5
Ólafur Þórarinsson fyrrverandi kaupfélagsstjóri Samferöamennirnir ver&a okkur minnisstæöir hver á sinn hátt. Margir skilja eftir ljóslifandi mynd ihugum okkar, sem lengi geymist og kallar fram sérstak- an hugblæ, hvenær sem til hennar er litiö. Þetta á viö um mig og Ólaf Þórarinsson, sem andaðist fimmtudaginn 6. des. og jarðsunginn var frá Fossvogskapellu mánudaginn 17. des. Olafur fæddist 12. júni 1894 á Suöureyri i Tálknafiröi. Foreldrar hans voru Þórar- inn ólafsson Thorlacius og kona hans Ólöf Guðmundsdóttir. Ólafur naut góðs af nágrenni hins kunna prests, séra Þorvaldar Jakobssonar i Sauðlauksdal ogstundaði hjáhonum nám tvo vetrartima. Hann tók kennarapróf !915 og var kennari i Rauðasands- skólahéraði 1915-1917. Liðlega þritugur gerðist Ólafur kaupfélagsstjóri og veitti hann forstöðu félagssamtökum sam- vinnumanna i átthögum sinum frá 1925-1933. Kaupfélag Rauðasands og fyrirrenn- arar þess, sem ólafur var fenginn til að stjórna, voru fámenn og litil félög. Það er vandaverk aö stjórna litlum fyrirtækjum svo a6 allt haidist I réttum skoröum. Vinnusemi, reglusemi og vandvirkni Ólafs reyndustfarsælir eiginleikar I þessu starfi. Ólafur flutti sig um set áriö 1933. Hann hóf þá störf viö bókhald Sambands Is- Jörundur við hliö mótherja sinsog tök upp við hann léttara hjal, til að mýkja sviö- ann, ef einhver hefur orðiö. Ég hygg, að sá háttur Jörundar Brynjólfssonar, sem hér hefur verið sagt frá, hafi átt mestan þátt I aö gera hann jafn mikils virtan þjóðmálaskörung sem raun varö á. Nokkuð löngu eftir þennan Laugar- vatnsfund greindi ég frá þessu atviki i upprifjun endurminninga, sem Jörundi bárust í hendur. Þetta urðu tildrög þess, að upp hófust kynni á milli okkar og bréfaskipti, og aö hann varð hér heimilis og fjölskylduvinur. Sendibréf hans eru skrifuö skýrri hendi og hugsun hans vitnar um glögga ályktun- ar- og athyglisgáfu. Til tals mun hafa komið, að fá Jörund Brynjólfsson til aö rita ævisögu sina, eöa að fela þaö glöggum ævisöguritara, en hannhafnaði þvi, NU þegar ævi Jörundar er ÖJI, má öllum ljóst vera, að saga hans og framfarasaga þjóöarinnar siðustu átta islendingaþættir lenskra samvinnufélaga i Reykjavik og starfaði hjá Sambandinu i 31 ár eða þar til hann varð 70 ára. A Ólafi var enginn asi. Hann virtist ekki vera aö flýta sér þegar hann sat viö bók- haldsstörf en afköstin voru drjúg og ör- yggið I besta lagi svo aö ekki þurfti að vinna sama verkið tvisvar. Og meitluö rithönd hans var skraut á hverri blaösiðu. Samvinnumenn hafa fyllstu ástæðu til að minnast ólafs og þakka honum langan og farsælan starfsdag. til niu áratugina, er svo samslungin, að þar má vart á milli greina. Viö upphaf æviskeiös Jörundar Bryn- jólfssonar, varð þaö til frásagnar fært i fæðingarsveit hans, Álftafiröi, að tveir menn tygjuðust karlmennsku, bundu á sig brodda og munduðu broddstengur, er þeir lögöu til atlögu viö óbrilað vatnsfail um vetur i leit að ljósmóður til aö auðvelda nýju mannlífi aö fæðast i þennan heim. Mannveran, sem þá beið flutnings á bakka hins óborna, var Jörundur Bryn- jólfsson, sem nú hefur aftur veriö kvadd- ur tíl ferjustaðarog fluttur yfir aöra óbrú- aða elfu, sem enn er ekki komin á brúar- lög. Honum fylgja alUöarkveðjur og mikið þakklæti, fyrirgóöa og skemmtilega sam- fylgd. Börnum hans, barnabörnum og öðrum vandamönnum votta ég samUÖ mina og fjölskyldu minnar. Góður vinur sé guöi falinn. Torfi Þorsteinsson. Þótt ég minnist Ólafs frá samstarfs- árum okkar hér I Reykjavik, er myndin sem ég geymi frá okkar fyrstu samfund- um ef til vill hin gleggsta. Samkvæmt sérstökum tilmælum Sig- urðar Kristinssonar forstjóra Sambands- ins, tók Ólafur að sér kaupfélagsstjóra- störf i forföllum á Flateyri um 11 mánaöa skeið 1936-1937. Þegar ég gerðist kaup- félagsstjóri við Kaupfélag Onfirðinga hinn 1. mai 1937 var það Ólafur Þórarins- son sem afhenti mér lyklavöldin. Sú stund er mér minnisstæð og þau orð sem þessi rólegi, ihuguli, hávaxni og gjörvilegi maður lét falla man ég vel. Hann sagði, að enda þótt ekki væri margar krónur i kass- anum væri rétt,.aö viö teldum þær báöir svo allt væri i réttum skorðum. Enda þótt ólafur héldi brátt frá Flat- eyri og ég yröi þar að stýra eftir eigin áttavita, misstum við Ólafur ekki sjónar hvor af öðrum. Þar komu fyrst til sam- eiginleg vináttubönd við æskufélaga hans, Jón Jónsson bygginarmeistara og siðar sambýlið hjá Sambandinu. Ég varð þess var, að ólafur var annaö og meira en af- burða bókhaldsmaður. Hann var líka bókamaður og haföi mikla ánægju af þjóðlegum fróðleik. Hann var tiður gestur á bókauppboöum og sóttist eftir að eign- ast fágæt eintök bóka. Tengsl Ólafs viö sjóinn og sjómennsku voru rlk og skútu- öldin var honum kærkomið umræðuefni. Og á seinni árum, eftir að hann réði tima sinum sjálfur, varð honum tiðförult niður að Reykjavfkurhöfn. Þar átti hann marga góðkunningja i hópi fiski- og farmanna, er hann haföi ánægju af aö spjalla við. Og hann fór nokkrum sinnum hringferö meö strandferðaskipum okkar til aö sjá landið, rifja upp sögu þess og örnefni. Til Sauölauksdals sótti Ólafur ekki að- eins sina undirstööumenntun. Eiginkona hans, Guöný, var dóttir séra Þorvaldar Jakobssonar. Þau giftust 1934 en hún lést 1956. Seinustu árin setti ellin mörk sin á Ólaf og heilsa hans var ekki sterk. Dagarnir styttust þó við það, aö hann gat gengið að skrifborði hjá Guðmundi Kr. Jónssyni, syni æskuvinar frá Rauöasandi, þegar honum hentaöi og bætt þar nokkrum lin- um viö I bókhald hins daglega lifs. Nú er starfi hans lokið og saga hans öll. ólafur hefir kvatt vini sina og kunningja og er farinn héðan, en mynd hans og minning er mér rik i huga. Hjörtur Hjartar. 5

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.