Íslendingaþættir Tímans - 19.01.1980, Blaðsíða 3

Íslendingaþættir Tímans - 19.01.1980, Blaðsíða 3
iö og hressilegt yfirbragö, laust viö upp- gerö og sýndarmennsku, sannfærði mann áaugabragöiumhinninnrimann, án þess aö orö þyrftu til aö koma. Ekki þurfti Jörundur aö hætta í pólitík- inni, af þvi aö skýrleikinn væri þá farinn aö gefa sig. öllum erþað ljóst, sem hann þekktu. Hann heföi vafalaust sem best getað tekiö viö af Agústi á Brúnastööum, þagar hann lét af þingmennsku 1974, en Agúst þurftiekki heldur að hætta ellinnar vegna. Báöir voru jafnhressir þá. Er ég kynntist Jörundi, var hann for- maður Veiöifélags Árnesinga, en ég var þá veiöieftirlitsmaður. Lét Jörundur ný- iega af þeirri formennsku. Síöar átti ég eftir aö tengjast honum meira. Ég kynnt- ist viðhorfum hans og persónuleika náiö. Jörundur var fróðleikssjór, og haföi kynnst mörgu sem ekki veröur fært I let- ur- Hann þekkti þjóöfélag okkar vel, enda var hann s jálfur blóm I akri þess gróöurs, sem óx I islensku þjóöfélagi frá aldamót- um. Jörundur haföi mikla innsýn og til- finningu fyrir þvi, sem var aö gerast meö þjóöinni á hverjum tima. í minum augum var hann eins og þjóöhöföingi i liflegra lagi. Þann aldarfjóröung sem ég þekkti hann, átti ég við hann ómæld orðaskipti og samtöl, sem eru mér ógleymanleg. Jörundur haföi rika tilfinningu fyrir þjóöfélagslegri samkennd. Aö sá er ekki mestur, sem ryöst yfir aöra eöa fram úr þeim fer i lifsgæöa- eöa viröingar- og valdakapphlaupinu. Hann mat þann mest, sem ávaxtaði sitt pund og lagöi sitt fram til samfélagsins, eftir þvisem hæfni pg geta leyföi, sér og öörum til uppbygg- ingar og þroska. Jákvæö og bjartsýn lifs- viðhorf skipta miklu um heilsu, hamingju °g langlifi og allt þetta haföi Jörundur I rikum mæli. Jörundur naut mikils og veröskuldaös frausts. Þessum kveöjum fylgir hlýr hug- ar og þakklátur. Viö hjónin vottum af- komendum og aðstandendum samúð okk- ar. Jón L. Arnalds. Er Hel i' fangi minn hollvin ber, þá sakna ég einhvers af sjálfum mér. St. frá Hvitadal Þegar Jörundur Brynjólfsson er allur, finnst mér, aö ég megi til aö minnast hans, þessa mæta manns og góövinar mins um margra áratuga skeiö. Mér er þetta ekki einungis ljúft, heldur finnst mér hiö innra meö sjálfum mér, aö þetta sé beinlinis skylda min. 1 svo mikilli þakkarskuld stend ég við hann, ekki aðeins sakir vináttu hans og góövildar I minn garö, heldur einnig og ekki siður hjálpsemi og hollra ráöa er hann ætfö veitti mér á langri samleiö. Góövild hans °g hyggindi, ásamt þeim rika eiginleika Islendingaþættir hans aö niðast aldrei á þvi, er honum væri til(rúaö,orkaði þannig á mig, að ég laöaö- ist aö honum, sem ungur maöur og mér leið ævinlega og alltaf vel I návist hans. Þaö eru nú 60 ár liöin, siðan fundum okkar Jörundar Brynjólfssonar bar fyrst saman. Vorið 1919 flytur hann austur I Biskupstungur og gerist bóndi i Múla. Mér er enn I fersku minni, er ég sá hann fyrst. Hann kemur þá frá Reykjavik með fjölskyldu sina og þarf á flutningi aö halda yfirBrúará, enhúnvar þá óbrúuö. Ég átti aöheita ferjumaöurinn, þá 14 ára gamall. Ég minnist þess, aö mér varö nokkuö starsýnt á þennan ókunna mann, sem nú var aðflytjast i sveitina okkar. Ég dáöist meö sjálfum mér aö glæsileik hans og skörungsskap og hversu mjög mér fannst sópa aö honum. Þessi áhrif og þessi hug- hrif, er ég varö fyrir, þegar ég sá Jörund Brynjólfsson fyrsta sinni, breyttust aldrei. Þau héldust óbreytt alla tið síðan, enda þótt árum fjölgaöi og viö yröum báðir gamlir menn. Eftir 3 ára búskap i Múla, flytur hann búferlum I Skálholt og gerist þar stór- bóndi, viö mikla rausn og skörungsskap. Þá er ég unglingur á næsta bæ og átti margoftleiði Skálholt, enda stutta bæjar- leið aö fara. Þetta var dásamlegt ná- grenni. Aldrei kom ég svo I Skálholt aö ég ætti þar ekki vinum aö mæta. Húsbóndinn og hin ágæta fyrri kona hans Þjóöbjörg Þóröardóttir, ásamtbörnum þeirra, haföi þau áhrif á mig, aö ég fór ætiö léttari i lund af fundi þeirra, er ég hélt heimleiðis. Þetta voru sannarlega góöir nágrannar. Og ég minnist þess enn, hve alltaf var gaman, þegar Jörundur Brynjólfsson kom sem gestur. Þaö fylgdi honum svo mikill gaski og gamansemi, aö þetta varö okkur öllum ákaflega mikil tilbreyting I fábreytni daganna. Engan mann hefi ég þekkt, sem mér fannst betra að biöja bónar en Jörund Brynjólfsson. Þaö var ekki einungis gert af fúsum viija, heldur var þetta svo sjálf- sagöur hlutur og á engan hátt umtalsvert. Mig langar aö nefna aöeins eitt litiö dæmi ■ af fjölmörgum öðrum tilvikum, þar sem hann leysti vanda minn og ég verð honum eiliflega þakklátur fyrir. Ég haföi veriö i skóla i nokkur ár og átt viö mikiö allsleysi aö búa. Enginn reyndist mér þá hjálp- samari en Jörundur Brynjólfsson, sem oftsinnis bauö mér aöstoö sina. Ég vildi hins vegar streitast viö i lengstu lög og bjarga mér af eigin rammleik. Þó fór svo aö lokum, aö ég gat ekki greitt matmóöur minni, fátækri ekkju, fæöiskostnaö minn siöasta mánuö skólavistarinnar. Fannst mér mikill vandi á höndum, ef ég stæöi I vanskilum. Sá varö svo endir á þessu, aö ég harkaöi mig upp I þaö aö fara niöur I Aiþingi, gera boö fyrir forseta Alþingis, sem var Jörundur Brynjólfsson, og tjá honum vandræöi min. Og þaö stóö sannarlega ekki á þvi aö leysa þennan vandaminn, sem i hansaugum hefur ef til vill veriö smáræöi, en fyrir mig var þetta alveg stórkostlegur vinargreiöi. Þannig var Jörundur Brynjólfsson. Ætfö boöinn og búinn til hjálpar og liösinnis, þar sem þess var þörf, allsstaöar stór i sniöum og rismikill. Ég leiöi hjá mér að geta um ætt og upp- runa Jörundar Brynjólfssonar og afskipta hans af stjórnmálum og hinna fjölmörgu ábyrgðar- og trúnaöarstarfa, er honum vorufalin i þágu lands og þjóöar um ára- bil. Þaö munu aörir gera, sem eru betur til þess færir. En þó verö ég að geta þess, aö marga ánægjustund haföi ég af þvi aö sjá og heyra, hve þessi oröslyngi og vl- greifi bardagamaöur var vopnfimur á vigvelli stjórnmálanna. Þar hafa fáir staöið betur að verki en hann. Áriö 1948 flytur Jörundur Brynjólfsson frá Skálholti I Kaldaöarnes og bjó þar stórbúi, ásamt siöari konu sinni, Guörúnu Dalmannsdóttur, sem látin er fyrir all- mörgum árum. Veit ég fyrir vlst aö þaö var honum mikiö áfall, þó aö ekki bæri hann tilfinningar sinar á torg. Jörundur Brynjólfsson er allur. Hinn svipmikli foringi og fremdarmaöur I islensku þjóölifi um langt árabil er horf- inn sjónum okkar um stund. Við þvi er auövitaö ekkert aö segja, þó aö aldraöur maöur falli I valinn og gangi á vit feöra sinna. Þetta er llfsins saga og ætti ekki aö vera okkur harmsefni. En samt er þaö nú svo, aö ég sakna mjög þessa hollvinar mins um marga tugi ára. Mér finnst ég svo miklu fátækari þegar ég veit meö vissu, aö aldrei framar I þessu lifi hitti ég þennan glaöa, góöa hollvin minn. Ætiö fór ég glaöari, en áöur, af hans fundi. Minn- ingin um góðan dreng veröur mér ætiö dýrmæt eign og varanleg. Viö hjónin sendum börnum hans og tengdabörnum svo og öörum ástvinum hans innilegar samúöarkveðjur. Valdimar Pálsson. Kveöja frá æskustöövum. Jörundur Brynjólfsson er látinn. Meö honum er brott horfinn merkur Austfirö- ingur og óvenju sérstæöur persónuleiki. Jörundur var fæddur aö Starmýri I Alfta- firöi á regnþrungnu febrúarkvöldi vetur- inn 1884, kominn af þróttmiklu, austfirsku bændafólki. Móöurafi hans var Guömundur, sonur Hjörleifs sterka aö Snotrunesi i Borgarfirði, en lengra fram var sú ætt komin frá séra Einari i Eydöl- um og enn lengra fram, frá Jóni biskupi Arasyni. Fööurmóöurforeldrar Jörundar voru hjónin, Þórunn Jónsdóttir og Brynjólfur Eiriksson aö Hllö I Lóni, hreppstjóri þar. Brynjólfur fórst i brimlendingu viö Grænaklett, erhann var aö koma úr varp- eyjunni Vigur, en einn skipverjinn komst lifs af. Þegar sveitungarnir vildu votta ekkjunni samúö viö jaröarförina i Stafa- fellskirkjugaröi, komst ekkjan svo aö oröi: „Silfurkerin sökkva i sjó, en soöboll- arnir fljóta”. 3

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.