Íslendingaþættir Tímans - 19.04.1980, Blaðsíða 3

Íslendingaþættir Tímans - 19.04.1980, Blaðsíða 3
mælikvar&a en annars sta&ar á landinu, auk þess sem hin daglegu not uröu sífellt meiri og mikilvægari meö tilkomu allra hugsanlegra tækja. Þaö leikur ekki á tveimur tungum, aö rafmágniö átti drýgstan þáttinn i, aö gera Akureyri aö iönaöarbæ. Þegar Otterstedt hóf störf voru umsvif rafveitunnar litil, starfsmenn fáir og starfsskilyröi frumstæö. Svo mátti kalla fyrstu árin, aö rafveitustjórinn yröi alls staðar aöhafa hönd i bagga, og taka sjálf- ur til höndum, bæöi til aö leiöbeina óvön- um starfsmönnum og vinna meö þeim störfin. Kom honum nú aö góöu haldi, aö hann var eigi siöur vanur hverskyns úti- störfum en hinni fræöilegu hliö, sem til starfs hans heyröi. Margt var viö aö striða. Bilanir voru alltiöar og eftir aö Laxárvirkjun kom til sögunnar hinar niiklu og tlöu rennslistruflanir, sem uiyrkvuðu bæinn og söövuöu æöaslátt hans ef svo mátti segja dögum saman. Spuröihann þá hvorki um erfiöi eöa lengd vinnutíma, heldur vará veröi og aö vinnu, svo lengi sem nauösynin kraföi. Hann skildi flestum betur, hvaö I húfi var og þörfinni varö aö sinna. Var hann fáum mönnum llkur I þeim efnum enda vinnuþrek hans flestum mönnum meira. Naumast mun Otterstedt hafa hugsað sér að setjast aö á tslandi, er hann kom hingaö fyrst. En enginn má sköpum renna. Og drengskaparbragö var þaö af hans hálfu, að hverfa frá ættlandi sfnu og fjölskyldu til aö taka aö sér erfitt og anna- samt starf hér úti I fásinninu. Var þaö gæfa Akureyrar, að hann róöst til starfans °g gæfa hans, því aö hér eignaöist hann égæta konu, og leysti af hendi mikið þjóö- nytjastarf, sem ekki gleymist. Vél má vera, aö til þessa starfs hefði fengist maö- ur með meira frumkvæöi og ákafari framkvæmdahug, en enginn, sem var fyrirtækinu trúrri eöa traustari, og mörg- um betur skildi hann, hvaö var fært, og hverju væri unnt aö fresta, þvl aö honum var gætni i blóö borin. Þykist ég mæla þar af nokkrum kunnleika á stjórnun hans og starfi, þar eö ég sat I stjórn rafveitunnar °gLaxárvirkjunar I nær tvo áratugi. Þaö var fátt, sem fór framhjá Otterstedt I öaglegum störfum og rekstri, án þess þó aö yfirsýn hans drukknaöi I smáatriöum. Hvert mál, sem til stjórnarinnar kom, 'agöi hann vel undirbúiö fyrir fundi, svo aö létt var aö átta sig á þvi, og sjaldan fundust þar betri lausnir en þær, sem hann lagöi til. Starf Otterstedts haföi þaö i för meö sér, aö hann haföi frá upphafi nokkur mannaforráö, sem vitanlega jukust eftir því sem fyrirtækiö óx. Frá upphafi lét hann sér annt um starfsmenn sina og var eigi slöur félagi þeirra og vinur en hús- bóndi. Gat hann sér miklar vinsældir meöal þeirra, enda var þaö ekki einungis, aö hann væri stjórnandinn, heldur tók hann þátt i vandamálum þeirra og var I senn traust margra og hjálparhella ef meö þurfti. Ekki munu þeir margir útlendingarnir, sem gerst hafa islenskari en Knut Otter- stedt. Hann hóf þegar aö leggja sig eftir Islenskri tungu, og náöi á henni betri tök- um en þorri annarra útlendinga. Hann háöi sér snemma mikinn oröaforöa, enda las hann mikiö Islenskar bækur og blöö, og ekki sist fornsögurnar á fyrstu árum sinum hér. Taldi hann sig einkum hafa lært máliö af þeim. Sjaldgæft var aö hann beygöi orö skakkt, en þó hygg ég málið hafi ætlö veriö honum nokkur fjötur um fót, ef hann þurfti aö tjá sig I ræöu, og kom þar ekki sfst til sú vandvirkni hans og stolt, aö segja heldur færra, en skrum- skæla mál sitt. En þaö var ekki einungis aöhann læröi Islenska tungu. Hann samdi sig I hvivetna aö Islenskum háttum og hugsunarhætti. Var i einu oröi sagt Is- lenskur I anda og athöfnum, þótt fjarri færiþvl, aö hann gleymdi föðurlandi sínu, sem hann ætiö var tengdur traustum böndum. Otterstedt kvæntist Lenu Kristjánsdótt- ur 29. jan. 1927, og var þaö honum mikiö gæfuspor. Lena var innborinn Akureyr: ingur, mikil húsmóöir, gáfu kona og list- hneigö. Var hún um langt skeið virk f tón- listarlífi bæjarins. Heimili þeirra var i senn hlýtt og fagurt, bar þaö vitnisburö um smekkvisi og prúömennsku húsbænd- anna og sameinaöi sænska og Islenska heimilismenningu. Var heimili þeirra vlöa kunnugt fyrir gestrisni og menn- ingarbrag. Voru þeir eigi fáir gestirnir, innlendir ogerlendir, sem noti&hafa gest- risni þeirra hjóna, þvi a& margir áttu er- indi við húsbóndann vegna starfs hans, en allir eru á einu máli um þaö, aö I návist þeirra leiö þeim vel. Sonur þeirra hjóna er Knútur rafveitu- stjóri, er tók við li'fsstarfi fööur síns og kjörson áttu þau Hauk, sem heima á I Reykjavík. Knut Otterstedt var manna mestur á velli, höföi hærri en flestir aörir, beinvax- inn, virðulegur i' framgöngu og hélt reisn sinni fram i háa elli. Vafalaust var hann afrenndur aö afli og fór þannig saman likamlegt atgervi og sterk skaphöfn, hvorttveggja rismikið og traust. Svipmik- illvar hannog sviphreinn. Hversdagslega var hann fálátur,gat jafnvel virst stuttur I spuna viö fyrstu kynni, en þaö hvarf brátt, þvi aö hjartaö var hlýtt og hugurinn góö- viljaöur. Hann var manna glaöastur I góöum vina hópi, vinsæll og vinafastur. Ekki tók hann mikinn þátt i almennum fé- lagsskap, en löngum var gott til hans aö leita um a&stoð við góö málefni, enda maður örlátur i eöli sinu og ljúft að leysa hvers manns vanda. Og nú er Knut Otterstedt allur. Um ára- tugi gegndi hann einni af mestu trúnaöar- stööum bæjarfélagsins. Margir minnast hans vegna starfa hans, en þeim sem best þekktu verður þó persóna hans hugstæö- ari, þar ber hann hærra en aöra eigi slöur en á mannþingum. Bærinn er svipminni aö honum látnum. Aö endingu þakka ég Otterstedt fyrir löng og góö kynni, og sendi Lenu og fjöl- skyldu hans allri ali*arkveöjur. Steindór Steindórsson frá Hlö&um Kve&juorO frá stjóm Laxárvirkjunar. í dag, miövikudaginn 9. aprll 1980, er til moldar borinn Knut Otterstedt, fyrrverandi rafveitustjóri á Akureyri og framkvæmdastjóri Laxárvirkjunar. Hann andaöist hér i bæ þann 1. aprfl s.l. á 89. aldursári, en hann fæddist þann 11. desember 1891 i Dalsland I Sviþjóö. Veröur lifshlaup hans ekki aö ööru leyti rakiö I þessum örstuttu kveöjuoröum, heldur visast tfi itarlegrar minningar- greinar sem Steindór Steindórsson fyrrv. skólameistari og fyrrv. stjórnarmaöur I Laxárvirkjun ritar um Knut og birtist samtimis þessum kveöjuoröum. Þess skal hinsvegarminnst, aö Knut Otterstedt var hinn trausti og öruggi brautryöjandi og forvigismaöur, sem stjórnaöi Laxárvirkj- unsem framkvæmdastjóri hennar allt frá byrjun 1939 og til ársloka 1965, er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Hann var brautryöjandinn, sem hóf verkiö, hann hélt öruggum höndum um stjórnvölinn rúman aldarfjórðung og skilaöi traustu fyrirtæki i starfslok. „Betri þóttu handtök hans/ heldur en nokkurs annars manns” var kveðið á um þá þjóösagna- persónu islenzka, sem er persónu- gervingur hreysti og karlmennsku. Þannig var þaö um handtök Knuts Otter- stedt, hvort sem var á framkvæmda- stjóraskrifstofunni eöa viö stjórn á viögeröum i stórhriöum á fjöllum uppi, þegar linur biluöu og orkan hætti aö veita lifi i æöar bæjarfélagsins og umhverfis. Þá var hann hraustastur I hópi hraust- menna og barðist ótrauöur þar til sigur vannst á óbliöum náttúruöflum. A hra&fleygri öld gleymast verk braut- ryöjendanna skjótt og fennir fljótt I gengin spor. Fjölmenn kynslóö núti'mans elst upp viö allsnægtir og er tamt aö lita hverskyns lifsþægindi sem sjálfsagða hluti. Barátta forfeöranna er tæpast skil- in og nýtur ekki þeirrar viröingar sem skyldi. Brotalöm sögutengslanna skerpist og kröfugerö veröur meir áberandi en fórnfýsi og jákvætt uppbyggingarstarf. A ýmsum sviðum hafa þó veriö unnin svo lýsandi brautryöjendastörf af einstökum mönnum, aö þau fyrnast tæpast þótt tlm- arlíöi. Um þetta eigum viö sem betur fer fjölda dæma. Knut Otterstedt var einn þeirra. manna, sem vann slikt brauötryöjendastarf á sinum starfs- vettvangi, aö seint mun gleymast. Verk hans blasa viö og hafa bein áhrif á daglegt lif okkar, sem lifúm og hrærumst i dag. „Þó að hriö» heila öld / harösporarnir sjást I snjónum” var kveöiö eftir Skúla Thoroddsen. Þessi hending kemur mér I huga þegar ég hugsa til verka Knuts Otterstedt, Hra&fleyg öld mun tæpast gleyma þeim. Ahrif þeirra eru svo mikil og lýsandi. A hinztu kveöjustund flyt ég Islendingaþættir 3

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.