Íslendingaþættir Tímans - 19.04.1980, Blaðsíða 12
A stofnfundi búnaöarsambands
Strandamanna var Gunnar kosinn í stjórn
þess og átti hann þar sæti fyrstu árin. Þaö
kom þvi i hans hlut ðsamt hinum
stjórnarmeölimunum aö móta starfsemi
þess og festa þaö f sessi. Ég er þaö kunn-
ugur þessum málum aö ég veit aö hans
hlutur var stór i þessu efni og þaö var ó-
metanlegur styrkur aö framsýni hans og
glöggskyggni i þeim málum er mest aö-
kallandi voru á fyrstu starfsárum sam-
bandsins. Hann var kosinn fyrsti
búnaöarþingsfulltrúi sambandsins og átti
þar sæti i nokkur ár eöa þar til hann flutti
til Reykjavlkur.
Gunnar gegndi mörgum öörum
trúnaöarstörfum fyrir sveit slna og héraö.
Atti sæti I stjórn Sparisjóös Hrútfiröinga
um 30 ára skeiö, I sýslunefnd Stranda-
sýslu um árabil. Skipaöur formaöur fast-
eignamatsnefndar Strandasýlsu 1938.
Kosinn I stjórn Búnaöarfélags islands ár-
iö 1952 og átti þar sæti samfellt til 1967.
Skipaöur af landbúnaöarráöherra I sauö-
fjársjúkdómanefnd áriö'1938 og átti þar
sæti til ársins 1964, þar af formaöur
nefndarinnar I 16 ár.
Halldór Pálsson búnaöarmálastjóri
hefur I ágætri grein er birtist I dagblaöinu
Tlmanum, hinn 19. febrúars.l. á 90 ára af-
mæli Gunnars á glöggan og greinargóöan
hátt rakiö starfsferil Gunnars hjá
Búnaöarfélagi Islands og sauöfjárveiki-
vörnum og veröur ekki fariö frekar út I
þau mál Jiér.
Ekki er hægt aö skilja svo viö Gunnar
aö ekki sé minnst á störf hans fyrir Fram-
sóknarflokkinn. Hann var alla tíö ötull
baráttumaöur fyrir stefnu hans og beitti
sér mjög I þvi efni einkum i heimahéraöi.
Einnig þar vann hann sér traust. Hann
átti lengi sæti I miöstjórn Framsóknar-
flokksins og lét málefni hans mjög til sln
taka.
Gunnar var bókhneigöur maöur og víö-
lesinn og átti allgott bókasafn. Frístundir
sinar, er ekki voru miklar þvl hann var
starfsmaöur mikill, notaöi hann til lesturs
eöa ritstarfa. Hannhefur skrifaö margar
greinar í blöö og tlmarit og meöal annars
samiö leikrit.
Þau hjón Ingveldur og Gunnar eignuö-
ust tvö börn, Sigrlöi gifta Ragnari
Guömundssyni fyrrum bónda I Grænu-
mýrartungu, nú eru þau hjón búsett I
Reykjavlk og Steinunni gifta Benedikt Jó-
hannessyni bónda og smiö aö Saurum I
Laxárdal I Dölum. Einnig ólust þar upp
tveir drengir Þóröur Guömundsson og
Björn Svanbergsson báöir bræörasynir
Gunnars. Fleiri börn bæöi skyld og óskyld
áttu athvarf hjá þeim hjónum um árabil.
Nú mun fjölskyldan sem tengd er Græhu-
mýrartungu vera oröin allfjölmenn.
Þegar lokiö er lögnum starfsdegi er
gjarnanlitiö yfir farinn veg. Gunnar átti
þvl láni aö fagna aö vera heilsuhraustur
alla ævi. Þar sem hann var sístarfandi
kom hann miklu I verk. Hæst ber þar ára-
tuga störf hans 1 sauöfjársjúkdómanenfd.
A starfstima hans fóru fram hin umfangs-
miklu fjárskipti til útrýmingar mæöiveik-
innar. Þar var f mikiö ráöist og árangur
tvisýnn, en þetta lánaöist og gladdi þaö
hann mikiö aö svo vel tókst til sem raun
varö á.
Gunnar var skarpgreindur, ræöumaöur
góöur og mikill málafylgjumaöur, rökvls
ogsannfærandi, og þvl vel til forystu fall-
inn, enda reyndi oft á þaö á hinum fjöl-
þætta starfsferli hans.
Nú viö vistaskiptin er mér efst I hgua
viröing og þökk til hans fyrir allt hans lífs-
starf. Mannsins sem helgaöi bændastétt-
inni alla starfskrafta sína og var oft I
fylkingarbjrósti I baráttumálum þeirra.
Viö Hrútfiröingar erum stoltir af þvl aö
hafa átt Gunnar Þóröarson.
Jón Kristjánssoi
frá Kjörseyri
Þórdur
Hj álmarsson
Þeim mönnum fækkar nú óöum, er
fæddir voru fyrir eöa um síöustu aldamót.
Mönnum er liföu tlmana tvenna og ól-
ust upp viö aldarfar og atvinnuhætti fyrri
tlma, en gengu svo inn I tæknivædda öld-
ina á seinni helmingi hennar, er gaf fyrir-
heit um betri og bjartari daga I lífi þjóöar-
innar.
Samferöamennirnir veröa okkur
minnisstæöir, einkum þeir er gáfu eitt-
hvaö af sjálfum sér, uröu hluti af þeirri
mynd I minningunni, þegar landiö var
hvaö bjartast og feguröin hvaö mest.
Einn i þeirra hópi var Þóröur
Hjálmarsson, bóndi á Háleggsstööum I
Deildardal I Skagafjaröarsýslu. Þótt
nokkuö sé um liöiö, er hann lést háaldr-
aöur og kveöjan siöbúin, þá langar mig til
aö minnast hans og þakka honum gengin
spor og samfylgd um nokkurra ára skeiö.
Hann var fæddur, aö Stafni I Deildar-
dal, þann 3. ágúst 1879 og var þvl 98 ára og
fimm mánuöum betur er hann lést.
Hjálmar faöir hans Þórðarson, Sigurðs-
sonar frá Skúfstööum i Hjaltadal, var sér-
stæöur persónuleiki, rammur af afli, eins
og þeir frændur margir, og fóru sögur af
fræknleik hans bróöir hans Þorgilsar á
Kambi. Voru þeir bræöur samrýmdir
mjög og hefir veriö ritaö nokkuö um þá I
skagfirskum fræöum.
Amma Þóröar var Hólmfriöur Markús-
dóttir frá Skriöulandi I Kolbeinsdal, Þor-
lákssonar, en móðir hans var Ragnheiður
Gunnarsdóttir ættuö frá Djúpi og af
Ströndum.
Ungur aö árum missti Þóröur. fööur
sinn en dvaldi næstu árin i fööurhúsum,
þar til hann réðst til fööurbróöur sins Þor-
gilsar á Kambi og var þar vinnumaður
um þriggja ára skeiö. Siöan var hann
lausamaöur um árabil. Á þessum árum
gekk hann aö eiga Þórönnu dóttur Þor-
gilsar, hina ágætustu konu, er látin er
fyrir allmörgum árum. Voru þau hjón
systkinabörn. Móöir Þórönnu var Stein-
unn Arnadóttir.
Hófu þau búskap sinn aö Háleggsstöö-
um, er slöar átti eftir aö veröa heimili
þeirra til dauöadags. Voriö 1904 fluttu þau
aö Brúarlandi I sömu sveit, en áriö eftir
aö Kambi, er var föðurleifö konu hans.
Þar bjuggu þau til ársins 1916, er þau
flytja aftur aö Háleggsstööum, þar sem
þau búa allt til ársins 1952, en þá bregöa
þau búi og fá þaö I hendur sonar þeirra,
Trausta, er tók viö ábúö á jöröinni. Eftir
þaö dvöldu þau hjón i skjóli sona sinna og
nutu umönnunar þeirra, er árin færöust
yfir.
Einnig mun hann hafa stundaö fugla-
veiöar og eggjatöku viö Drangey fyrr á
árum.
Hann andaöist á Sjúkrahúsinu á
Sauöárkróki, þann 2. janúar 1978.
Þóröur var maöur vinsæll og tryggur
vinum slnum, góöur heim aö sækja,
spaugsamur og ræöinn. Var heimili
þeirra hjóna þekkt myndar- og rausnar
heimili. Sá er þetta ritar vill þakka honum
gestrisni hans og vináttu meö þessum fá-
tæklegu oröum, um leið og honum er beöiö
blessunar á æöri tilverustigum.
ArniSigurösson
12
islendingaþættir