Íslendingaþættir Tímans - 19.04.1980, Blaðsíða 16

Íslendingaþættir Tímans - 19.04.1980, Blaðsíða 16
70 ára Jón G. Bjarnason Þitt er menntað afl og önd eigiröu fram aö bjóöa hvassan skilning, haga hönd hjartaö sanna og góöa. Stephan G. Stephansson Núna, þegar Dymbilvika gengur í garð, hefur Jón Guömann Bjarnason lagt aö baki sjötiu vetur og sjötiu sumur. Sjötiu ár er langur timi. Flestir hafa þá aö mestu lokiö æviverki sinu og ætlunarverki ogeru sestir I helgan stein. Jón Bjarnason vinnur þó enn langan vinnudag og fellur sjaldan verk úr hendi. Iöjusemin hefur fylgt honum alla ævi og þaö er eins og hann taki ekki á heilum sér, hema hann hafi eitthvaö aö bjástra viö. Vinnugleöin er ef til vill sönnust og dýpst allrar gleöi. Aö þerra svitann af enni sér aö kveldi eftir vel unniö dags- verk, og finna þreytuna liöa úr skrokkn- um, sátturviösjálfan sig ogumhverfi sitt. Aö liönum 70 árum ættu þess aö vera nokkur tök aö skyggnast eftir manninum sjálfum þegar litiö er yfir æviferilinn og verkin. Alla vega er á slikum timamótum ástæöa til aö lita yfir gengin spor, bregöa uppmyndum minninganna og skoöa þær i bjarma fjarlægöarinnar. örlög manna skipást á ýmsa vegu. En lyndiseinkunn manna og skaphöfn ráöa oft miklu um hvernig og meö hvaöa hug- arfari þeir ganga sinn veg, þótt vegurinn sjálfur geti veriö fyrirfram markaöur af ýmsum oft óviöráöanlegum aöstæöum. Jón Guömann er fæddúr 30. mars 1910 aö Asólfsskála undir Vestur-Eyjafjöllum. Foreldrar hans, Bjarni Eiriksson og Þor- geröur Hróbjartsdóttir, höföu þá nýlega hafiö þar búskap. Foreldrar Bjarna voru Eirikur ólafsson ogGeirlaug Jónsdóttir, sem bjuggu ÍLitlu Löndum, Hvalsnesi og siöar undir Eyja- fjöllum. Foreldrar Þorgeröar voru Hróbjartur Pétursson og Sólveig Pálsdóttir er bjuggu á Rauöafelli undir Austur-Eyjafjöllum. BUskapur þeirra Bjarna og Þorgeröar varö stuttur aö Asólfsskála. Bjarni Eiriksson sótti sjó á vertiöum i Eyjum eins og algengt var meö menn ofan af landi á þeim tima til þess aö drýgja tekjur sinar. Hann fórst meö Islendingi áriö 1912. Báturinn, sem geröur var út frá Eyjum, týndist i april þaö ár. Jón, eöa Jonni, eins og hann er ævinlega kallaöur af vinum og vandamönnum, missti þvi fööur sinn liölega tveggja ára. Auövitaö var missir borgeröar sár. Allar framtiöaráætlanir hrundu i' einu vetfangi. Vafalaust hefur þaö þó veriö henni mikill styrkur aö eiga drenginn. Sagt er, aö hún hafi eitt sinn aö morgni dags veriö stödd úti meö son sinn og tár- ast vegna hins óvænta ástvinarmissis. 16 Snáöinn, á þriöja ári, vildi hugga móöur sina og sagöi þá: „Vertu ekki aö gráta mamma, sjáöu hvaö sólin er falleg”. Sjálfsagt heföi mörgum reyndari og vitrari vafist tunga um tönn aö finna bjartari huggunarorö en þessi. Þorgeröi varö fljótlega um megn aö halda uppi búskap á Asólfsskála og fór þá I vinnumennsku meö drenginn. A þeim árum dvaldist hún mikiö aö Sauöhúsvelli og hjálpaöi til viöa á bæjum viö sauma- skap. Samfélagiö hjálpaöi þá minna til en nú er, og ekkjan varö aö bjargast sjálf meöbarn sitt. Nú á timum tryggingakerf- isins þykir einstæöum mæörum hlutverk sitt erfitt og er þaö vafalaust rétt. Munur- inn er þó eins og á svörtu og hvitu hjá þvl sem þá var. Frá þessum árum hefur oft veriö brugö- iöupp atviki, sem siöar meirtók á sig svo- litinn ævintýrablæ. Þegar Þorgerður dvaldist á Sauöhúsvelli, brá hún sér einn góðviörisdag niöur fyrir ál, og settist meö prjónana sina, þar sem heitir Hafurshóll. —■ Drenginn, sem þá var fjögurra ára, haföi hún meö sér og lék hann sér f hóln- um. Þorgerður gleymdi sér viö prjónana, og þegar hún leit upp, sá hún drenginn hvergi. Henni varö aö vonum hverft viö og hóf þegar aö leita. Þorgeröur og önnur kona meö henni leituðu drengsins langa stund. Þær fóru margar feröir yfir hólinn ogmeðfram álnum.en alltkom fyrir ekki. Þær voru orönar mjög skelfdar, þegar þær allt I einu sáu hvar drengurinn sat I hólbrekkunni eins og ekkert væri og þótt- ust þær þó hafa margleitað brekkuna. Auövitaö gaf þetta þeim sögum vængi, aö álfar og huldufólk væru I hólnum, og var þetta atvik mikiö rætt. Sennilega hefur þó snáöinn sofnaö á milli þúfna, en konunum sést yfir hann, þvi athygli þeirra hefur eölilega beinst mest aö álnum. begar Jonni var á áttunda ári fluttist Þorgeröur sem bústýra aö Miö-Grund undir Eyjafjöllum. Þar giftist hún síöar Jóni Eyjólfssyni og bjuggu þau á Mið- Grund til dauöadags. Jón Eyjólfsáon og Þorgeröur eignuöust þrjú börn. Þau eru Jóhanna Bjarnheiöur og Hróbjartur, sem bæöi eru látin og Sigriöur Karólina, sem lengi bjó á Miö-Grund, en starfar nú viö Hrauneyjarfossvirkjun. Jón Bjarnason ólst upp á Miö-Grund og viö þann staö eru æskuminningar hans bundnar. Skólaganga var á þeim árum ekki mik- il. Barnaskóli var á Ysta-Skála. Börnin komu i skólann 10 ára og skólaskylda var um þaö bii 3 mánuöir á ári I fjögur ár. Sjálfsagt þætti mörgum langt nú til dags aö hlaupa daglega leiöina frá Miö-Grund og upp aö Ysta-Skála aö vetrinum, ösla krapann yfir mýrar og flóa, yfir lækjar- sprænur og skuröi og sitja blautur I fæt- urna i köldu skólahúsinu meöan kennsla stóð yfir. Jón varö snemma sterkur og þrekmikill og ótrauöur aö fást viö hvern vanda. Oft hafa vinir haft á oröi á góöri stundu aö Jón hafi veriö svo atorkusamur á þessum ár- um, aö hann heföi helst þurft aö sofa meö stóran stein ofan á sér til þess aö geta leg- iö kyrr. Jón vann að bústörfum á Mið-Grund af miklum áhuga og fór á vertiðar I Eyjum, þegar hann varö fullvaxta. A þessum ár- um var sláturfé rekiö á haustin undan Eyjafjöllum og til Reykjavikur. Ferðin tók 6 daga, mest gangandi, en þó var fariö á hestum út yfir vötnin, yfir í Fljótshlíö. Oftast var reksturinn 800-1000 fjár og stundum hrepptu menn svo mikii illviöri og ófærö á Hellisheiöi, aö óvlst heföi oröiö um feröalok, ef vöröurnar heföu ekki vís- aö veginn. Þótt brú væri komin á Markarfljót, gátu hin vötnin, Affall, Alar og Þverá veriö skæöir farartálmar. Voru þá stundum farnar svaöilfarir, sem mestu mannraun- ir teldust nú og vafalaust þætti mörgum fróölegt, ef vötnin fengju mannamál og gætu greint frá þeim mörgu og höröu gllmum. Margs er aö minnast, sem of langt mál er aö rekja i stuttri grein. Þó veröur hér drepiö lltillega á eina ferö yfir vötnin. Fyrir u.þ.b. 40 árum var þeim boöum komiö aö Miö-Grund um haustiö, að mó- rauöur sauöur, 4. vetra, markaöur Jóni bónda Eyjólfssyni heföi komiö fram ísíö- ustu leitum á Grænafjalli og væri nú Framhald á bls. 15 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.