Íslendingaþættir Tímans - 19.04.1980, Blaðsíða 4

Íslendingaþættir Tímans - 19.04.1980, Blaðsíða 4
honum einlægar þakkir stjórnar Laxár- virkjunar fyrir störfin öll og biö honum Guös blessunar handan móöunnar miklu. Innilegustu samóöarkveöjur sendi ég eftirlifandi eiginkonú hans, frú Lenu Kristjánsddttur, sem var honum traustur og elskulegur lifsförunautur, ennfremur kjörsyninum Hauki og fjölskyldu hans, og siöast en ekki sist syninum Knúti og fjölskyldu hans, sem veriö hafa Knut og Lenu hald og traust á ævikvöldinu og halda starfi þeirra áfram á traustan og öruggan hátt, svo engin brotalöm hefur myndast. Guö blessi þau öll. Valur Arnþórsson stjórnarformaöur Laxárvirkjunar Þann 1. april s.l. andaöistá Fjóröungs- sjúkrahúsinu á Akureyri Knut Otterstedt fyrrverandi rafveitustjóri. Hann var af sænskum ættum, hlaut menntun sina f Sviþjóö og kom til starfa viö byrjunar- framkvæmdir Rafveitu Akureyrar eftir aö hafa starfaö um árabil 1 heimalandi sinu. Knut Otterstedt var siöan rafveitu- stjóri er Rafveita Akureyrar hóf starf- semi sina. Hann kvæntist islenskri konu LenuKristjánsdóttur. Þau hjónin hafa æt- íö átt heima á Akureyri og var heimili þeirra þekkt fyrir höföingsskap og rausn. Þau munu varla finnast mörg fyrirtæki sveitarfélaga hér i Iandi, sem tengjast eins mikiö starfssögu og ævistarfi eins manns og Rafveita Akureyrar tengist ævistarfi Knut Otterstedt. Hann kom til starfa viö Rafveitu Akureyrar áöur en hún hóf rekstur sinn, varö fyrsti rafveitustjórinn og gegndi þvl starfi i um fjörutiu ár eöa til ársloka 1962. Þá tók sonur hans, Knútur viö starfi raf- veitustjóra á Akureyri og hefur hann gengt þvi meö miklum ágætum til þessa dágs. Knut Otterstedt stóö I fararbroddi og leiddi Rafveitu Akureyrar I gegn um alla byrjunaröröugleika fyrirtækisins, og hann stjórnaöi meö glæsibrag og dugnaöi uppbyggingu og þróun rafveitunnar á miklu og erfiöu framfaraskeiöi. Þegar umsvif Rafveitu Akureyrar jukust, þá uröu einnig störf hans ábyrgöarmeiri og allt umfang þeirra varö fjölbreyttara og erfiöara. 011 voru störf Knut Otterstedt bæöi heilladrjúg og farsæl, enda var hann mjög fórnfús og einstaklega samvisku- samur viö alla sina vinnu og mátti hvergi vamm sitt vita. Þessir eiginleikar voru leiöarljós I öllum störfum hans hjá Rafveitu Akureyrar. Aö -Jeiöarlokum vil ég fyrir hönd stjórnar Rafveitu Akureyrar þakka störf hans öll og þann stórkostlega þátt, senó hann hefur átt i sögu rafmagnsmála á Akureyri. "v Eftirlifandi eiginkonu hans Lenu' Otterstedt, sonunum Knúti og Hauki og fjölskyldum þeirra færum viö okkar dýpstu samúöarkveöjur. F.h. stjórnar Rafveitu Akureyrar Siguröur Jóhannesson 4 Jón Kr. f.13.1.1898 d. 20.3. 1980 Oft var þaö á góöum stundum aö Jón Nielsson sagöi okkur frá bernsku sinni og siöar þvi sem á dagana dreif á mann- dómsárunum. Frásagnir hans voru lif- andi og ljósar. Hann haföi lag á því aö gera hlustandann aö þátttakanda f sjálfri atburöarásinni. Maöur hreifst meö, tók þátt i tvisýnni baráttu sjómannsins á opn- um báti er hann leitaöi lands undan fár- viöri, eöa naut sumarbliöu lágnættis er hauöur og haf runnu saman i litadýrö miönætursólar fyrir opnum Eyjafiröi. A sama hátt tók hlustandinn þátt f skautaferöum um Eyjafjörö frostavetur- inn mikla, er fariö var á sleöum frá Gjögri inn á Akureyri, fylgdist meö heyskap og leitum eöa strangri vinnu i slldarnótunum á Siglufiröi meöan sildarævintýriö entist. En f öllum þessum frásögnum, sem þvf miöur veröa ekki framar skráöar, var sterkurundirtónn manndóms, réttsýni og drengskapar. Jón Nielsson lést hinn 20. mars s.l. og haföi þá tvo um áttrætt. Hann fæddist á Reyöarfiröi 13. janúar áriö 1898, fyrsta barn hjónanna Kristinar Kristjánsdóttur og Nielsar Jónssonar. Strax f mai sama ár fluttu þau búferlum til Eyjafjaröar og settust aö í Hrisey. Aldamótaáriö fluttu þau Niels og Kristin meö son sinn aö Syöra-Kálfskinni á Arskógaströnd þar sem þau bjuggu næstu tiu árin. Þaöan lá leiö þeirra aö Grund i Þorvaldsdal, en ár- iö 1912 fluttu þau aö Birnunesi. Nfels og Kristin voru dugnaöarfólk og efnuöust vel. Heimili þeirra var annálaö fyrir myndarksap og jafnan mannmargt. Fjöl- skyldan stækkaöi er árin liöu. Næst Jóni aö aldri var systirin f hópnum, Jóhanna, þá Friöfinnur, Gunnar og Ingólfur. Um þaöleyti er Jón óx úr grasi var far- skóli starfræktur á Arskógaströnd. Börn og unglingar á aldrinum 10-14 ára nutu kennslu, átta vikur I senn. Kennarinn sem veitti börnunum tilsögn á Selárbakka og f Litla-Arskógi 1909-1910 varö siöar þjóö- kunnur maöur. Hann hét Snorri Sigfús- son. Enda þótt ærinn aldursmunur væri á honum og Jóni Nfelssyni tókst meö þeim vinátta, sem entist meöan báöir liföu. Oft minntist Jón þessara skóladaga. Þeir nýttust honum vel og hann taldi sig eiga Snorra kennara Sigfússyni mikiö aö þakka. Mér er nær aö halda aö á þessum árum hafi oröiö „námsleiöi” ekki veriö til i málinu. Heima á Birnunesi liöu árin f glööum systkinahópi, viö vinnu til sjós og lands. Jón Nielsson var mjög félagslyndur og tók þátt 1 flestu sem um var aö vera á þeim vettvangi. Hann lék á harmoniku á dans- Níelsson leikjum og tók þátt f leikstarfsemi. A Birnunesi var búiö viö rausn. Jón varö snemma formaöur á báti fööur síns en bræöur hans hásetar. Þeir sóttu fast sjó- inn er fiskur gekk á miö, en ýmsum þótti óvarlegt aö vita bræöurna alla á sama báti. Svo mörg voru dæmin um skiptapaog hörmuleg slys. En gæfan var formannin- um unga hliöholl, svo sem reyndar oftast á hans löngu vegferö. Hann kom ávallt heill af hafi þótt tvisýnt væri á stundum- Ég dreg ekki i efa aö heimasætur á Ar- skógáströnd hafi rennt hýru auga til Jóns þegarhér er komiö sögu. Hann lét sér hins vegar hægt i þeim efnum og eitt sinn er hann kom á bæ i nágrenninu spuröi gömul kona sem þar átti hei'ma hvort hann væri ekki búinn aö sjá sér út konu- efni. Jón lét lftiö yfir þvi og sló umræöunni uppígrfn! Þásagöi gamla konan. ,,Þú ert svo góöur drengur Nonni minn aö þú átt skiliö góöa konu og ég veit hver hún veröur. Þaö er hún Petra litla I Stærra- Arskógi”. „Hvernig heldur þú aö ég nenni aö bíöa eftir henni, barninu”, svaraöi Jón, en Petra var þá unglingur. En þaö fór eins og sú gamla sagöi. Þau Jón og Petra Jóns- dóttir giftust 17. nóvember áriö 1923 og bjuggu fyrst um sinn hjá foreldrum hans á Birnunesi. Jón var á þessum árum til sjós, m.a. meö Sæmun di Sæmundssyni á skipinu Hjalteyri. Enfjölskyldurnar i Stærra-Arskógi og á Bimunesi áttu eftir aö tengjast enn frek- ar, erGunnar bróöir Jóns kvæntist Helgú, systir Petru. Þessi tvenn hjón byggöu áriö 1931 ný- býliö Brimnes á Arskógaströnd austan Þorvaldsdalsár. Þeir bræöur reistu þarna myndarlegt Ibúöarhús, og stunduöu út- gerö og búskap jöfnum höndum. Jón fór einnigtilSiglufjaröar um sildveititimann, þar sem hann var viö netaviögeröir. Petra var heima, gætti bús og barna og lét ekki sitt eftir liggja aö vinna heimilinu. A fyrsta hjúskaparári fæddist þeim fyrsta bamiö, bráöfalleg stúlka sem var skírö Elsa. Sagt er aö stundum sé skammt milli gleöiogsorgar. Elsaléstá ööm ári. Getur hver og einn gert sér i hugarlund erf- iöleika foreldranna ungu. Til þess aö hafa ofan fyrir sér eftir dótturmissinn, réri Petra heilt sumar meö manni sinum. Hún vissi sem var aö timinn skurnar sárin og vinnan er máske eina meöaliö þegar svo stendur á. En hamingjusólin brosti viö ungu hjón- unum á ný. Þau eignuöust er árin liöu góö ogheilbrigöbörn, sem ölllétusér annt um foreldra sina. Traustari fjölskyldubönd hefi ég varla séö. Vel búnaöist Jóni og Petru á Brimnesi. Þar kom þó eftir islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.