Íslendingaþættir Tímans - 19.04.1980, Blaðsíða 10
Þeir sem til þekktu, kynntust einstöku
samstarfi og eljusemi þeirra hjóna,
dugnaði og myndarbrag i öllum búshátt-
um, utan húss sem innan. A Efri-Fitjum
bjuggu hjá þeim um árabil Sigriður,
tendamóðir Kristinar, ásamt fóstursyni
sinum Jóhanni Benediktssyni.
Eftir aö Kristin fluttist til Reykjavikur
meö fóstru sinni sem fyrr er nefnt, gafst
henni tækifæri til að umgangast föður
sinn, stjúpu sina, Rannveigu Bjarnadótt-
ur, hina ágætustu konu og bræður sfna, en
Ásmundi og Rannveigu varö fimm sona
auðiö. Þar voru tengd sterk fjölskyldu-
bönd.
Kristin var einstaklega traust og geð-
þekk kona. Þeir er henni kynntust, mátu
hana mikils og nutu öryggis og hiyju i' ná-
vist hennar.
Jóhannes bóndi hennar, er greindur
maður og vinmargur. Það hefur verið ein-
staklega ánægjulegt og iærddmsrikt aö
kynnast heimilislifinu á Efri-Fitjum, sjá
hvernig ástúð og umhyggja foreldranna*
þroskuöu mannvænleg börnin til aö verða
hinir traustustu og ágætustu menn, sem
hafa fetað i fótspor foreldra sinna til
manndóms.
Börn Kristinar og Jóhannesar eru:
Halldór, rekur þjónustumiöstöð að
Viðigeröi, kvæntur Helgu Ingvarsdóttur.
Þau eiga 3 börn.
Arný, húsmóðir i Kópavogi, gift Hauki
Hliðdal Eirikssyni. Þau eiga 4 börn.
Asbjörn Þór, bóndi að Auðkúlu, kvænt-
ur Halldóru J.ónmundsdóttur. Þau eiga 3
börn.
Þorgeir, bóndi á Efri-Fitjum, kvæntur
Sigriöi Tryggvadóttur. Þau eiga 2 börn.
Fósturdóttir Kristinar og Jóhannesar er
Alfheiður Björnsdóttir, húsmóðir i
Garðabæ, gift Sigmundi Jónssyni. Þau
eiga 4 börn.
Árið 1972 hættu Kristin og Jóhannes bú-
skapá Efri-Fitjum. Þau létu búið I hendur
yngsta syninum, Þorgeiri, en fluttust til
elzta sonarins, Halldórs, sem rekur um-
fangsmikla þjónustumiöstöð aö Viöigerði
I Viðidal. Um það leyti var simakerfi
sveitarinnar sameinað i simstöð i Vfði-
gerði, og önnuðust Kristin og Jóhannes
þann þátt þjónustumiöstöövarinnar.
Kristin sinnti afgreiðslustörfum viö
simstööina af einstakri trúmennsku og
hlaut fyrir almenna viðurkenningu sveit-
unga sinna. ! þessu starfi sem öörum var
hún heil og traust. Hún hóf þar sínn sfð-
asta vinnudag 18. janúar sl., en fór siöar
þann sama dag á sjúkrahús vegna veik-
inda, er hún hafði kennt um 2ja ára skeið.
Hún átti ekki afturkvæmt heim. Kristin
lézt á sjúkrahúsi i Reykjavik 10. þm.
Fráfall Kristinar er sár harmur fyrir
fjölskyldu hennar, frændur, sveitunga og
aöra vini.
Margur ekur oftar en skyldi fram hjá
garði frænda og vina i hraða núti'mans.
Þeirsem þekktuKristinu Asmundsdóttur,
munu lengi finna söknuð og trega, þegar
þeir eiga leið um hinn vinalega Vfðidal.
Baldur Teitsson
Guðrún Sveinsdóttir
Fædd 15. ágúst 1881.
Dáin 11. mars 1980.
1 dag fer fram i Fossvogskirkju minn-
ingarathöfn um heiðurskonuna Guðrúnu
Sveinsdóttur, sem lést i siðustu viku og
átti þá aðeins hálft annað ár i að verða
hundrað ára. Hér var sérstæð merkiskona
á ferð, kona sem hafði lifað mesta breyt-
ingátimabil I islensku þjóðfélagi frá önd-
verðu og sem hélt óskertum sálarkröftum
fram aö þvi siðasta.
Guðrún Sveinsdóttir fæddist aö Svarf-
hóli I Stafholtstungum hinn 15. ágúst
árið 1881, en að Svarfhól voru foreldrar
hennar i húsmennsku.
Móðir hennar var Helga Magnúsdóttir
frá Akranesi en faðir Sveinn Jóhannesson
frá Asbjarnarstöðum I Borgarfiröi. Ekki
varð þeim Helgu og Sveini fleiri barna
auðið, en hálfbróðir átti Guðrún, Hafliða
Sveinsson siðar bónda og póst aö Staðar-
hrauni.
Guörún ólst upp með foreldrum si'num
fyrstu tólf árin, en þá urðu skyndilega
breytingar á högum hennar. Sveinn
Jóhannesson drukknaði I Hvitá og á þess-
um árum áttu föðurlaus börn i heldur fá
hús að venda. Það réðst svo, aö Guðrún
fór að Stafholti, þar sem hún dvaldi næstu
árin.
Borgarnes var á þessum tima vaxandi
kauptún. Þangað fór Guörún innan við
tvitugt, og þá til frænku sinnar, Helgu
Björnsdóttur konu Jóns Björnssonar
kaupmanns. 1 Borgarnesi kynntist Guö-
rún Þórði Sæmundssyni, pilti á svipuöum
aldri, sem þá haföi lokið námi i skósmiði.
Nokkru siðar réöst Guörún til frænda sins
Guðmundar Björnssonar sýslumanns og
'Þóru konu hans og fluttist til þeirra á
Patreksfirði, en Guðmundur varö sýslu-
maður i Baröastrandarsýslu áriö 1905.
Arið 1908 giftust þau á Patreksfiröi,
Guörún og Þórður Sæmundsson og fluttu
skömmu siöar til Isafjaröar. Ekki varö
dvöl þeirra samt löng vestra, þvi tæpum
tveim árum siöar fluttu þau til Hvamms-
tanga þar sem þau bjuggu meöan báðum
entist lif. A Hvammstanga stundaöi Þórö-
ur iðn sina og kenndi mörgum nemum
skósmiði. Þegar simi var lagöur um land-
iö gerðist hann simstöðvarstjóri á staðn-
um.
Þau Guörún og Þóröur eignuðust fjögur
börn: Sigriði gift Karvel Sigurgeirssyni
sjómanni. Deboru gift Asvaldi Bjarnasyni
fulltrúa, þriðja dóttirin var Þuriður. Hún.
giftist Hrólfi Þorsteinssyni en missti hann
eftir stutta sambúö. Hann fórst með Lv
Pétursey 1941. Seinni maður Þuriöar var
Sæmundur Eggertsson, sem nú er látinn.
Yngsta barn Guörúnar og Þórðar er
Sveinn skattstjóri i Hafnarfirði. Koná
hans er Þórunn Helgadóttir.
Þórður Sæmundsson lést árið 1944 og
tók þá Debora við starfi hans sem sím'
stöðvarstjóri á Hvammstanga. Guðrún
dvaldi áfram á Hvammstanga eftir lát
manns sins allt þar til er dóttir hennar lót
af starfi simstöðvarstjóra, en þá flutti hún
til Reykjavikur, enda öll börnin orðin bú-
sett á höfuöborgarsvæðinu. Guðrún hafð>
þá búiö á Hvammstanga I 60 ár.
Það var nokkru eftir að Þuriður Þórð-
ardóttir giftist föður minum, aö ég hitti
Guðrúnu Sveinsdóttur fyrst. Hún var þú
komin á áttræöisaldur, en ekki varö ald-
urinn ráðinn af útliti hennar né fasti. Hún
var kvik i hreyfingum og ungleg. Guörún
var framúrskarandi skemmtileg, hnyttin
i tilsvörum og sjófróö.
Snyrtimennsku Guðrúnar var viö
brugðið. Það liggur i augum uppi aö upP'
eldi fjögurra barna, menntun þeirra á-
samt húshaldi þar sem mjög var gest-
kvæmt hefur tekiö kúfinn af ráöstöfunar-
tekjum heimilisins. Guörún var af þeirri
kynslóð sem nýtti hlutina og hélt vel á
öllu. Niska var henni hins vegar fjarri. En
þegar um hægðist naut hún þess aö ganga
vel til fara og mikiö þótti henni gaman aö
fallegum fötum.
Oft sagði Guörún okkur frá bernsku
sinni i Borgarfirði og fyrstu búskaparár-
unum á Isafirði og Hvammstanga. Hún
var minnug svo af bar. Hún yljaöi sér og
þeim er á hlýddu við arin minninganna,
geröi hlýlegt grin aö ýmsum breytingum
sem oröiö höfðu um hennar daga i' þjóðfé-
laginu, leit af sjónarhóli langrar og
reynslurikrar ævi yfir farinn veg.
Siöustu árin dvaldi Guðrún hjá Þuríðj
dóttur sinni. Hún hélt fullri andlegr'
heilsu fram til hins sfðasta, enda þótt lík'
amskraftar væru á þrotum.
Guörún Sveinsdóttir var eftirminnileg
kona, mikilhæf og vel af Guöi gerö. Bless-
uö sé minning hennar.
Sveinn Sæmundsson.
10
islendingaþættif