Íslendingaþættir Tímans - 04.10.1980, Page 3

Íslendingaþættir Tímans - 04.10.1980, Page 3
Bræðraminning 1 lslendingaþáttum 20. sept. s.l. birtust minningargreinar um bræðurna þrjá, sem hér er getiö. Af vángá birtist mynd af bræörunum ekki meö greinun- um. Þvi er bætt úr nú ásamt endur- birtingu nokkurra greinanna og beöist velvirðingar. Vilhjálmur Asmundsson, vélstjóri. Fæddur 20. mai 1926, dáinn 4. janúar 1960. Friörik Heiöar Asmundsson, skipstjóri. Fæddur 20. mars 1930, dáinn 28. nóvember 1979. Kristinn Ferdinant Asmundsson, vél- stjóri. Fæddur 8. júni 1928, dáinn 22. mai 1980. Deyr fé, deyja frændr deyr sjálfr et sama. En oröstirr deyr aldrigi hveims sér góöan getr. (tlrHávamálum) 1 dag 7. júli 1980, kveöjum viö frænda minn, Kristin Ásmundsson, hinstu kveöju — annan bróöurinn á nokkrum mánuöum og hinn þriöja i rööinni á tveim tugum ára. Ég get ekki látiö vera aö minnast þeirra allra á þessum degi — þvi svo samtengdir eru þeir i minum huga frá bernsku, þessir glæsilegu frændur minir, sem ég gat ekki annað en litiö upp til, þvi þeir báru höfuö og heröar yfir flesta. Hver er tilgangurinn meö lifi okkar, spyrjum viö, þegar okkur berast þau sorglegu tiöindi, aö nákominn ættingi, fullur af starfsorku, sé burtu kallaður svo sviplega eins og þessir kæru frændur minir voru. Min fyrstu viöbrögö voru, þetta getur ekki veriö satt, og satt best aö segja fannst mér mælirinn fullur aö kvöldi 23. mai 1980, þegar mér bárust þau válegu tiðindi aö Kristins væri saknað Uti i Helsinki i Finnlandi. Já, enginn veit hver næstur er, sist heföi ég trúaö þvi, þegar Kristinn kvaddi mig tæpum 2 vikum áöur svo hlýlega, aö þaö væriisiöasta sinn sem ög sæi hann lifs. Foreldrar þeirra bræöra voru Steinunn Þorsteinsdóttir og Asmundur Jóhanns- son, bóndi á Kverná i Grundarfiröi, sem bæöi eru látin. Vilhjálmur, fæddur 20. mai 1926, fórst með allri áhöfn á Mb. Rafnkeli 4. janúar !960. Hann var kvæntur Gróu Axeisdóttur frá Sandgeröi og áttu þau 3 börn, Sigriöi, Asmund og Axel, sem var 6 mánaöa þegar faðir hans dó. Gróa átti eina dóttur áöur, Þorbjörgu, sem hann gekk i föðurstað. Kristinn Ferdinant, fæddur 8. júni 1928, drukknaöi i Helsinki i Finnlandi 22. mai 1980. Hann var kvæntur Helgu Kristjáns- 'slendingaþættir dóttur frá Reykjavik og áttu þau 2 dætur, Steinunni og Olgu. Friörik Heiöar, fæddur 20. mars 1930, drukknaði I Hull i Englandi 28. nóvember 1979, var jarösettur 22. febrúar 1980 i Reykjavik. Hans kona var Þorgerður Gunnarsdóttir frá Reykjavik og áttu þau 3 börn, Þorstein, Ingibjörgu og Friörik Þór og eina fósturdóttur, Hrefnu, sem ólst upp hjá þeim frá 6 ára aldri. Alls voru systkinin frá Kverná niu og af þeim stóra hópi voru þessir yngstir. Tveir bræöur, Kristfinnur og Búi, dóu ungir. A lifi eru tveir bræöur, Þorsteinn og Jóhann, búsettir á Kverná og tvær systur, Asta og Hallfriöur, i Reykjavik. Allir voru þessir bræöur vélstjórar, en Friörik var skipstjóralæröur aö auki. Þessir frændur minir áttu þaö sameigin- legt aö hafa gott hjartalag, góöir viö alla sem voru minni máttar. Skarö er fyrir skildi á heimilum þeirra. Þeir áttu allir falieg heimili, sem bera vitni umhyggju þeirra fyrir velferð sinna nánustu. Ég sendi eiginkonum, börnum, barna- börnum og systkinum hinna látnu minar innilegustu samúðarkveðjur á þessum sorgarstundum. Megi minir kæru frændur hvila I friði. Blessuö sé minning þeirra. Frænka. + Mér er þungt i hjarta, er ég skrifa þessi kveöjuorð til mágs mins, Kristins As- mundssonar, er veröur til moldar borinn á morgun, mánudag. Þaö eru aöeins rúmir fjórir mánuöir siðan við kvöddum eiginmann minn, er var bróöir hans, en hann fórst einnig af slysförum. Þá var Daddi, eins og viö fjöl- skyldan kölluöum hann, mér sem stóri bróöir, sem studdi mig og styrkti, eins og reyndar öll íjölskyldan. Þaö var stór barnahópurinn sem hjónin aö Kverná, þau Steinunn Þorsteinsdóttir og Asmundur Jóhannsson, áttu og ólu upp. Nú kveðja systkinin sinn 5. bróður, en eftir lifa tvær systur og tveir bræöur. öll þessi systkin eru og hafa veriö meö af- brigðum duglegt fólk og var Daddi þekkt- ur fyrir sinn dugnaö. Betri starfskraft en hann, held ég aö enginn vinnuveitandi hafi getaö fengiö. Helga min, ég og börn min vottum þér og dætrum þinum innilega samúö og biöj- um Guö aö styrkja ykkur og okkur öll I okkar sorg. Viö Helga min eigum góöar minningar um þá bræöur. Betri og hugsunarsamari heimilisfeöur held ég aö sé ekki hægt aö fá. Aö lokum kveö ég Dadda minn, meö þökk fyrir allt sem hann hefur veriö mér og börnum minum, ekki hvaö sist sl. vetur, er ég var niöurbrotin manneskja, þá var Daddi mér ómetanleg stoö. Geröa mágkona. Sjórinn hefur veriö okkur gjöfull og margur hugdjarfur drengur lagt þvi leiö sina á hann, I þeirri von aö hljóta góöa lifsafkomu fyrir sig og sina og ekki siöur i þeim tilgangi aö veröa islensku þjóöfélagi. nýtur þegn. Þvi afkoma okkar sem þjóöar hefur byggst á þeim mikla afla sem dug- andi sjómannastétt hefur fært aö landi. Ægir konungur er frekur til skattsins óg krefst gjalda fyrir þab sem dregiö er úr djúpi sjávar, og oft hafa veriö höggvin ógnvekjandi skörö I raöir þeirra hraustu sona Islands sem hafa gert hafiö aö starfsvettvangi. Slik uröu örlög þeirra bræöra sem hér er minnst. Þeir Kvernárbræöur, sem svo voru nefndir i daglegu tali, voru á margan 3

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.