Íslendingaþættir Tímans - 04.10.1980, Blaðsíða 7

Íslendingaþættir Tímans - 04.10.1980, Blaðsíða 7
Atli Baldvinsson Hveravöllum A siðsumardegi 23. ágúst s.l. kvöddu Þingeyingar merkan ljúfan samferðar- mann Atla Baldvinsson á Hveravöllum, Húsavikurkirkja iar þéttsetin, þvi það var margs að minnast eftir langa sam- fylgd. Atli var fæddur á Húsávik 31. október 1905, sonur þeirra merku hjóna Baldvins Friðlaugssonar á Hveravöllum og Sigriðar Stefánsdóttur. Þessi hjón voru dæmigerðir fulltrúar fyrir þá menn- ingu sem varhér all merk á þeim tíma, og við nefnum oft aldamótafólkiö. Heimili þeirra var sannkallaður menningar- staður, þar var mikið lesið, hjónin voru ljóðelsk og orktu allmikið, töluvert af Ijóðum þeirra er I geymslu i Safnahúsinu á Húsavik. Baldvin var einn af stofn- endum Garðræktarfélags Reykhverfinga og framkvæmdastjóri þess um áraraðir. Þetta menningarheimili þeirra sem var á Stóru-Reykjum og siðan á Hveravöllum var gróðrareitur Atla og þeirra systkina, barna við jaröhitann á Hveravöllum voru hans æskuspor, og þar mótaðist lifsvið- horfið. 1 þessari sveit I Reykjahverfinu var Þróttmikið félagslif, sérstaklega i sam- handi við ungmennafélagið, og barna- hópurinn á Hveravöllum var þar hrókur alls fagnaðar, þá blasti lifið við. Atli virð- ist ungur hafa tekið ákvörðun um lífs- starfið, og var ákveðinn að feta I feðra-' s)óð. Hann fer ungur i Hvanneyrarskóla, ag útskrifast þaðan búfræðingur 1928. A Hvanneyri naut Atli sin vel, hann var miög góður námsmaður, tók þátt i útgáfu fhólablaðsins, og fór létt meö að skrifa i Það og yrkja bæöi ljóö og lausavisur. Og At*i lét ekki þar við sitja, árið 1930 stund- ^hi hann nám i garðræktarskóla i Slöp i Noregi og var hann nú orðinn vel mennt aður ræktunarmaður, með gróðurhúsa- r*kt sem sérgrein. Atli var þarna á v'ssan hátt i námsvalinu brautryðjandi, með bjartsýna trú á gildi heita vatnsins '0 ræktunarstörfin, og þýðingu þess fyrir s*and. Atli kynntist á námsárum sinum á VVanneyri ungri stúlku.Steinunni ólafs- . itur á Hvitárvöllum i Borgarfirði, og veða þau að eiga samleið i lifinu og feta aman stiginn noröur, þó að á þvi yrði að- ems stundarbiö. Atii sendi heimasætunni á Hvitár- 0 um frá Noregi mikið af ljóða- euimningum, og sparaöi ekki bréfs- 'slendingaþættir efnin og framtiðin var fögur eins og þannig æviskeið eru oftast. Og ioks kom svo Atli heim i Hveravelli, með ungu heimasætuna frá Hvitárvöllum, og lifs- starfið hefst fyrir alvöru, menningar- heimilið á Hveravöllum heldur áfram og fær raunar nýjan liðskost, léttur hlátur Steinunnar og lifsfjör bætist i búið, og gefur þvi rikari blæ. Arið 1938 tók svo Atli við fram- kvæmdarstjórastarfi garðræktarfélags- ins af föður sínuhi, og skipaði það sæti i 38 ár. Þetta timabil er a6 sjálfsögðu aðal- lifsstarf Atia, og það er merkilegt lifs- starf, það er eins og nám hans, brautryðj- endastarf i ylrækt hér norður við ysta haf og árangurinn i starfinu finnst mér hafi verið mikill. Til merkis um það er ört vaxandi fyrirtæki, miklar framkvæmdir i byggingu gróðurhúsa og góður rekstur félagsins i fjölda ára, þar kom til, staðgóð þekking framkvæmdarstjórans og einnig þaö aö hann stjórnaöi garðræktarfélaginu með hagsýni og ábyrgðartilfinningu eins og hann ætti það, sjálfur þannig var Atli Baldvinsson, og þess vegna hafa svo mörg blóm sprottið þar sem starfsvegur hans hefur legið. Ég hefi i nokkur ár verið i stjórn garöræktarfélagsins.og vil aö það komi fram, hvað alltaf var ánægjulegt aö koma á aðalfundina á Hveravöllum og njóta gestrisninnar hjá Steinunni, og vera vitni að góðum árangri i rekstri fyrirtæk- isins. Fyrir okkur i stjórninni flyt ég Atla þakkir fyrir mikil störf og merk. Auö- vitað gat ekki farið hjá þvi aö Atli yrði kvaddur til margra félagsstarfa, enda var hann oddviti, lengi sýslunefndar- maður, hreppstjóri og formaður Bún- aðarfélagsins. Atli var söngmaöur góður, eftir að hann kom frá ámi var góður karlakór starfandi i Reykjahverfi, undir stjórn Sigurjóns Péturssonar i Heiðarbót, þá þótti það margra undrunarefni, aö svo fámenn sveit gæti haft svo góðan kór. Atli var þarna virkur I söngfélagi. Atli las mikið af bókum, ef tómstundir gáfust, en fór of dult með ljóðagerö sina. A bökkum laxveiðiánna kynntist ég honum best, við Laxá og Hofsá, hann kenndi mér aö stiga fyrstu sporin við lax- veiðarnar, en þær stundir eru minningar- brot sem gleymast ekki. Hveravallar- heimilið i tiö Steinunnar og Atla hefur veriðfallegt og rausnarleg, bjart og hlýtt. Það segir ef til vill meira en mörg orð að geta þess, að þangað þótti mörgum gott að koma, og þeir komu aftur og aftur. Börn Steinunnar og Atla eru Sigriður gift Vigfúsi Jónssyni, Laxamýri, Maria sem gift er Unnsteini Jóhannssyni, lögreglumanni Garðabæ, Ólafur framkvæmdarstjóri á Hveravöllum giftur öldu Pálsdóttur garðyrkjufræðingi, og Baldvin garðyrkjumaður, Hveravöllum. Barnabörnin eru orðin tiu. En árunum fjölgar og menn þreyt- ast þaö er lifsins saga. Þegar Atli hafði stjórnað fyrirtækinu i 38 ár baö hann um að fá að létta af sér störfum. Stjórnin réði þá Ólaf Atlason til starfsins, og þótti mörgum vel ráöiö, að þriöji ættliöurinn tæki viö stjórn garðræktarfélagsins, enda hefur allt vel gengið. Þegar ég rita þessar linur um Atla Baldvinsson, látinn vin minn og sam- starfsmann, er mér efst I huga góður félagi og ræktunarmaðurinn. Hann stjórnaöi garöræktarfélaginu af atorku eins og hann ætti það sjálfur. Betur getur enginn gert. Þess vegna féll honum i skaut sú hamingja aö sjá svo marga drauma sina rætast. Fyrirtækiö óx og dafnaöi stöðugt undir hans stjórn. Með hjálp jarðhitans vrð gróöurinn i gróður- húsunum, fjölþættarUegurri og arðmeiri. Betra Island. Afkomendur Steinunnar og Atla halda áfram stjórn og framkvæmdum garö ræktarfélagsins. Minningarnar um góöan dreng lifa. Starfiö heldur áfram, en þó aö nú sé haustlegt i sinni, og raunar komið haust um alla byggð.vorar bráum á ný á Hveravöllum. Ég sendi Steinunni og f jölskyldunni allri hugljúfar samúðarkveðjur. Finnur Kristjánsson. 7

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.