Íslendingaþættir Tímans - 05.08.1982, Blaðsíða 1
ÍSLENDINGAÞÆTTIR
Fimmtudagur 5. ágúst 1982 — 30. tbl. TÍMANS
Halldór
Arinbjarnar,
læknir
F. 4 sept. 1926
D. 4 júní. 1982
Halldór Arinbjarnar læknir var fæddur í
Húnavatnssýslu, hann varð bráðkvaddur suður í
Hgyptalandi. Útför hans var gerð frá Dómkirkj-
Unni í Reykjavík. Margir söknuðu þar vinar í
stað, hvert sæti var skipið í allri kirkjunni og
margir stóðu. Útförin hófst á einleik á
orgelforleik, largó eftir Handel. Síðan var
SUnginn sá hluti eftirmæla sem birtur er í
sálmabók Islendinga, ortum af Einari Benedikts-
syni og hefst á þessum ljóðlínum „Hvað bindur
v°rn hug við heimsins glaum sem himnaarf
sjtulum taka“? t þessum eftirmælum fer Einar
“enediktsson höndum allar þær greinar kristinnar
War sem hún leggur fram til stuðnings sínu fólki
Þegar svo er komið, að dauðinn gefur engra
tveggja kosta völ. Sá sem lifir yfirgefur líkbörur
Þess dána og fer til hinna sem lifa.
Fyrstu skrefin eru fyrstu drættirnir í nýju
ifsmynstri. Saga kynslóðanna hefur verið sú, að
eftir því sem sjórinn er þyngri verður að taka
astar í árina, eða farast ella.
Fyrir fjölskyldu mína var mikill sjónarsviftir að
alldóri Arinbjarnar. Frá því 1959 var hann
e'milislæknir okkar hverja þá stund er hann
annars gegndi þeim störfum. I þessum löngu
amskiptum þurfti hann aldrei að rétta af neina
^°garskál, það hallaði aldrei á hann. Fvrir fimm
^ arna móður er hjartahlýr heimilislæknir sú stoð
m merlar alltaf, í sýr undirmeðvitundarinnar.
^ann er þar þegar ekkert er að, kemur svo
átt U’nn inní venjleikann þegar á bjátar. Pannig
fiórit ^aiici<ir Ariinbjamar að í hartnær aldar
óer ^essar *lnur eru það eina sem ég á í þá
senfk U Þ^kkarskuld mína, fyrir það Íífsöryggi
g nann veitti mér og mínum.
r afðl en8ln Kynm at honum á förnum vegi,
1 samtali þó í stutta stund sé má oft greina
er maðurinn er. Hann var fljótur að skrifa
lyfseðilinn, og þá gjaman jafn fljótur að skjóta
inn smá spjalli um líðandi stund, eða lífið og
tilveruna eins og við köllum það stundum. Þá var
hann stórlega hress og greinilegt að tæpitunga var
honum ekki í blóð borin og sneið hann ógjarnan
utanaf meiningunni. Ekki hefði mér þótt henta
að væla fyrir framan hann, „þú stendur þó á
löppunum ennþá og þar er þó allavega allnokkuð"
sagði hann þá bara og mér fannst kanske hann
segja of mikið eða of lítið og hann bætti við „þú
lætur mig bara vita ef....“ og svo brosti hann.
Það var eitthvað sem maður sá ekki eða greindi,
í kringum Halldór, eitthvað gott sem maður fann
en vissi ekkert meira um.
Hann var í raun, að mér fannst alvörumaður,
fallvelti lífsins brá hann í þ.m. á skjáinn jafnvel
þegar minnstum vonum varði.
„Til moldar oss vígði hið mikla vald,
hvert mannslíf sem jörðin elur.
“ Þá vígslu hefur Halldór nú hlotið, alltof
snemma að mati þess eðlilega viðhorfs, að fá lokið
starfsdegi sínum áður. Um minninguna segir
Einar Ben. í þessu erfiljóði sínu.
„...hún helst í hvíld og kyrrð
sem krans yfir leiðið vafin.
Hún verður ei andans augum byrgð
hún er yfir dauðann hafin.“
Starf læknisins er í raunveruleikanum, þekking
hans er von okkar hinna það mannlega verður þó
ekki slitið út tengslum ef vel á að takast. Mér er
mjög í minni hvað Halldór var hlýr á raunastund,
þess vil ég minnast og fyrir það er ég þakklát.
Hann taldi réttast að horfa til sömu áttar og
Þorsteinn Valdimarsson gerði í áramótakvæði
sínu.
„Ný gefast lauf limum
nýir vindar seglum
nýr dagur
hinni dökku mold.“
Öllu mannlegu eru takmörk sett, við erum
minnt á það án allrar miskunnar og ótímasett.
Þannig er nú málum komið og ástvinir heyja sitt
stríð. Við eigum mörg huggunarorð falleg
íslendingar. Til þeirra hefur margur gripið þegar
sjóana hefur þyngt.
Fjölskyldan valdi þetta fallega vers sem kveðju
sína, það var vel við hæfi. Megi þau vera henni
stoð og styrkur.
„..ástin er björt sem barnsins trú
hún blikar í ljóssins geimi
og fjarlægð og nálægð fyrr og nú
oss finnst þar f eining streymi.
Frá heli til lífs hún byggir brú
og bindur oss öðrum heimi. (E.B)
J.J.