Íslendingaþættir Tímans - 05.08.1982, Blaðsíða 6
Hermann Vernharður
Jósefsson
Fxddur 12. ágúst 1906.
Dáinn 9. mai 1982.
í>að fækkar óðum aldamótafólkinu svokallaða.
Á nokkrum mánuðum þessa árs höfum við orðið
að sjá á eftir, yfir móðuna miklu þremur bændum
úr okkar fámennu bændastétt hér i Skutulsfirði.
Vemharðui; en hann gekk undir því nafni hér.
andaðist í Fjórðungssjúkrahúsinu á ísafirði eftir
sólahrings legu 9. maí s.l. Þetta kom eins og
reiðarslag á okkur. þvi Vernharður var svo
unglegur og hress, i fullu starfi daglega.
Hann var fæddur í Fljótavík á Hornströndum
12. ágúst 1906. Foreldrar hans voru þau hjónin
Margrét Katrin Guðnadóttir og Jósef Hermanns-
son ábúendur þar. Þau hjón áttu 6 börn sem
komust á legg og var Vernharður þeirra elstur.
Hin voru Gunnar, Ásta, Ingibjörn, Finnbogi
búsettur í Hnifsdal svo Sólveig og hálfsystirþeirra
var Brynhildur Jósefsdóttir. Þessi börn ólust upp
við óblið náttúruskilyrði norður þar, vöndust allri
vinnu til lands og sjávar, því sjórinn var þeirra
hálfa lif. Allir urðu að vinna sem kraftar leyfðu
til sjálfsbjargar heimilinu, enda er það einkenni
þessa fólks að geta ekki verklaust verið. Þegar
Vernharður var 18. ára deyr móðir hans af
barnsburði. Hafði það geysileg áhrif á heimilis-
haldið og þótt Jósef tækist að halda heimilinu
saman með hjálp barna sinna og ráðskvenna, þá
varð umhyggja og álag á elstu börnin ennnú meiri.
Þvi þótt Vemharður væri léttlyndur og dagfars-
prúður, fann ég oft að viðkvæmir strengir voru
innra með honum. 27. nóvember 1929 urðu
þáttaskil i lifi Vemharðs, þá var mikill
hamingjudagur í lifi hans þegar hann giftist
Þóranni Maríu Friðriksdóttur frá Látram i
Aðalvík. María var mikil dugnaðarkona meðan
heilsan entist.
Hún stóð svo sannarlega við hlið manns síns i
blíðu og stríðu á hverju sem valt með efnahag og
ástæður. Þau hófu búskap sinn i Miðvík og bjuggu
6
þar í 2. ár, fluttust þá að Atlastöðum þar sem þau
bjuggu í 6 ár. Þaðan fóra þau að Tungu og byggðu
þar upp öll hús á 10 árum. Þá festu þau kaup á
nýbýlinu á Atlastöðum, en þar höfðu þau aðeins
verið eitt ár þegar þau fluttust vestur i Hnífsdal.
16. júní 1946 var fámennið orðið það mikið að
ekki þótti ráðlegt að haldast við þama norður frá
lengur, svo átthagaböndin voru slitin og landið
fór til síns upphafs.
Vernharður og Maria eignuðust 8 börn sem öll
fæddust fyrir norðan, en þau urðu fyrir þeirri sáru
sorg að missa þrjú barna sinna innan við sjö ára
aldur, tvö elstu börnin og sömuleiðis það yngsta.
Hin sem eftir lifðu era Þórann, Herborg, Bára,
Sigrún og Jósef. Afkomendur eru alls 49. María
átti dóttur Helgu að nafni áður en hún giftist
Vernharði og gekk hann henni í föðurstað. Öll
eru börnin dugnaðar og manndóms fólk. í
Fljótavík var lifað á landinu eins og gert hafði
verið um alda raðir og sjórinn sóttur vor og haust
eftir því sem fært var og allt nýtt af aflanum til
manneldis og fóður fyrir búfé. Og þegar um var
að ræða vinnu sem selja mátti var ekki spurt að
þvi hvort það væri karlmanns eða kvennmanns
verk.
Ég hugsa að yngra fólk eigi þess engan kost að
gera sér grein fýrir því hversu afskekkt þetta fólk
bjó. Vernharður var ekki maður raupsamur en
hann sagði mér margt um harða lifsbaráttu sem
þó var gaman að glíma við. Hann var póstur þeirra
Fljótvíkinga um sjö ára skeið. Svo kom það oft á
hann, svo léttur á fæti sem hann var að fara
nauðsynja ferðir í skyndingu, var þá ekki alltaf
spurt um færð og veður. Hann sagði mér að einn
daginn hefði hann mátt fara 2 ferðir til Hesteyrar
eftir meðulum. Þessi 10.ár sem þau bjuggu *
Tungu var símalaust. Aldrei segist María hafa
fundið til einmannakenndar eða hræðslu enda
þótt hún væri barnshafandi sem oft var og erfitt
að komast fram fyrir Ósinn sem féll svo langt fram
i dalinn og Vernharður oft að heiman til
sjálfsbjargar „þá breiddi ég hvítt lak á hólinn ef
autt var ef ég þurfti hjálp, taugastress og vol ásóttu
mig aldrei“, sagði María og hló „það var svo
gaman að lifa og vera sjálfbjarga í sínu heimili".
Á haustin varð að reka sláturfé til Hesteyrar til
að koma þvi i bát til ísafjarðar. En þrátt fyrir
þetta allt var mikill söknuður hjá mörgum að
flytjast þaðan. Þegar til Hnifsdals kom varð að
lúta að lægra en notið hafði verið fyrir norðan þvl'
enginn var til að leysa út búin og jarðirnar. Fyrst
var flutt í skemmu í Heimabæ þar til þau keyp'u
hús og tún á Brekku IV (4) í Hnífsdal sem þau
endurbættu og færðu i huggulegri stil innan. Fyrst
vann Vernharðurviðsjómennsku, sjösumurvann
hann við vegalagningu á þeirri frægu Óshlíð sem
talin var óferjandi á allan hátt. En vegaverkstjón
okkar þá Charles Bjamason var aldrei deigur í
stórræðum enda segja má að jarðýtustjórinn
Kristján Jónsson kunni ekkert að óttast. Samhliða
þessari vinnu náði Vernharður næstu árin 1
jarðnæði í Heimabæ 1, þar sem hann hafði á annan
áratug 10. kýr og fjárbú en alltaf gat Vemharður
unnið með þessu i íshúsi og greftrun nema um blá
sláttinn. Oft sló hann með orfi í 2 tíma að morgm
áður en farið var í vinnu.
Magnús Hákonarson svili minn bóndi í
Heimabæ var búinn að vinna í Noregi og víðar,
sagði mér að aldrei hefði hann kynnst meira
vinnuþreki hjá nokkrum manni heldur en
Vernharði Jósefssyni. Vinnan var hans nautn og
bóndastarfið. Heyforða átti hann alltaf nægan.
Á síðast liðnu sumri 12. ágúst þegar
Vernharður var 75 ára héldu þau hjón veglega
veislu í Samkomuhúsinu í Hnífsdal og buðu
ættingjum og vinum, þá var sungið dansað og
töluð hlýleg orð til afmælisbarnsins. Þetta norðan
fólk kann að skemmta sér án víns enda átti það
betur við Vemharð. Við eram öll hverfulleikanum
háð.
„Dauðans fótmál fljótt er stígið," segir i
sálminum og satt er það. Það verður að taka
mótlætinu í hvaða mynd sem birtist Það var líka
gott að losna við langa sjúkrahúsvist og ekki síst
fyrir slíkan eljumann. Hann átti sína öruggu
bamatrú á lífið eftir dáuðann. Og nú þegar hann
er kvaddur hinstu kveðju þá hrannast upp í huga
mér margar góðar minningar. Með þakklátum
huga kveð ég þig vinur, og við hjónin vottum
eftirlifandi konu hans, börnum og öðrum
aðstandendum einlæga samúð.
Fagrahvammi 9. júní 1982-
Hjörtur Sturlaugsson.
islendingaþætt'r