Íslendingaþættir Tímans - 05.08.1982, Blaðsíða 4
NNING
Guðrún Guðmundsdóttir
skáldkona frá Melgerði
Fædd 8. janúar 1889
Dáin 12. júlí 1982
Ef virtist mér erfitt á ævinnar stig
ég eygði ei geislana bjarta,
þá sendi Guð einhvern sem annaðist mig,
því ástæðulaust var að kvarta.
Sem vængbrotinn smáfugl er stóð eg á strönd
hjá stormhröktu vonanna flaki,
kom systir og rétti mér hlýlega hönd,
svo hætturnar voru að baki.
Og þegar ég var eins og stormhrakið strá
og starði í haustmyrkrið kalda,
kom bróðir og leiðina benti mér á,
sem best myndi vera að halda.
Og þegar að svellaði bala og börð
og blóm kói í hjartanu mínu,
þá setti Guð alls staðar engianna vörð
til aðstoðar barninu sínu.
G.G. frá Melgerði.
Ingimundur
Framhald af bls 8.
niður í verksmiðju, því í hvert skifti sem við
komum í heimsókn þurftum við að líta inn.
Heimili Inga og Ruth var yndislegt. Ruth var
einstök handavinnukona og handfljótari konu
heft ég ekki fyrirhitt. Ég gat séð hlutina vaxa í
höndum hennar enda var heimilið merki þess.
íngimundur var orðvar maður og vildi aldrei
heyra neitt misjafnt um nokkra manneskju og ef
manni var á að segja eitthvað ekki beint fallegt,
sagði hann: „hvað segir þú stelpa, svona átt þú
ekki að tala.“ Þetta lýsir honum vel. Hann vildi
öllum það besta, ekki bara sínum nánustu, heldur
öllum sem hann kynntist.
Frá því að Ingi missti konu sína hefir hann ekki
verið sami maður. Það var eins og hluti af honum
sjálfum hefði horfið. En hann átti hauka í horni
á Akranesi. Þau voru ekki ófá skiptin sem hann
nefndi Ingibjörgu og Harald, Magneu, Pétur og
Magnús. Ég færi þeim og öllu vinarfólki
Ingimundar mínar og minna bestu þakkir fyrir
alla hjálpina og vinsemdina. Allt þetta vetður
seint fullþakkað.
Ingimundur hefir kennt mér margt og það fyrst
og fremst að maður á að vera góður og hjálpsamur
og orðvar. Heimurinn væri betri í dag ef allir
hefðu sama hugarfar og Ingi hafði. Við systkinin
kveðjum Inga hinsta sinni og ég vona að okkur
takist að koma öllu því góða, sem hann kenndi
okkur til skila til næstu kynslóðar.
Guðrún Halldórsdóttír
4
Guðrún skáldkona frá Melgerði er dáin, en
svona kvað hún konan, sem þá var búin að liggja
í rúminu á annan áratug, en árin urðu fleiri, sjálf
vissi hún að aldrei myndi hún komast á fætur, en
sama brosið og þakklætið mætti öllum sem komu
að rúmi hennar, þau urðu um 30 árin sem hún lá
rúmföst eftir aðgerð á höfði, lengst af lá hún á
sjúkradeild í Elli og hjúkrunarheimilinu Grund í
Reykjavík, þar var hún ánægð.
30 ár eru langur tími af einni mannsævi, en
aldrei kvartaði Guðrún um kjör sín, hún átti í
trúnni á Drottinn Jesúm Krist það innra ljós sem
logaði svo skært að það bar birtu til ótrúlega
margra.
Ég sem þessi fáu minningarorð skrifa, hafði náin
kynni af Guðrúnu og ljóðum hennar í full tuttugu
ár, því veit ég hve óvenju frjó Ijóðgáfa hennar
var - það helgar hug og anda að fara höndum og
augum um þvílíka fegurð, lofgjörð og þakkiæti til
Guðs og manna, sem á blöðum hennar var að
finna, þar fannst ekkert neikvætt, en bent var á
margt sem virðist fara framhjá mörgum sem eru
úti í hringiðu lífsins.
Margir komu daprir að hvílu Guðrúnar um árin
mörgu, en fóru frá henni huggaðir og sem
endurnærðir, því aldrei brást það að bænir hennar
styrktu og lyftu huga til Hans, sem einn er fær um
að mýkja það sem að amaði svo var hún vön að
rétta vélritað ljóð sitt með kveðju að skilnaði. Ég
held að óhætt sé að segja að Guðrúnu hafi legið
óvenju létt ljóð á tungu, nokkur þeirra geymast
í bókum og kverum sem prentað hefur verið og
margt hefur birst í blöðum, einnig verið lesið í
„Útvarpi" þó mun vera enn meira sem hún hefur
sent frá sér í bréfum til vina og kunningja, en allt
þetta bar vott um hina traustu trú hennar á Guð
og son hans Drottinn vorn Jesúm Krist, einnig
skein í gegnum ljóðin skilyrðislaus samúð með
öllu sem erfitt átti, hvort sem það var mannssál
eða strá af stormi skekið, allt átti samúð Guðrúnar
frá Melgerði, en hvort það voru ljóð í bókum
hennar, blöðum, bréfum eða bara samtal, þá var
tækifærið ekki látið ónotað til að benda á
dásemdir Drottins og óendanlegan kærleika
Hans, sem engum bregst, hún sýndi það í orði
og verki að þessa trú átti hún sjálf í ríkum mæli,
því voru það svo margir sem hlutu blessun af að
kynnast henni.
Eiginmaður Guðrúnar var Hallgrímur Ebe-
nesersson bóndi,þau bjuggu að Melgerði, hann
andaðist nokkru eftir að Guðrún lagðist í rúmið,
í sárum söknuði var það huggun hennar að
Hallgrímur dó í öruggri trú á Jesúm Krist, og að
hann var leystur frá þrautum sínum. Guðrún fann
alltaf þakkarefni, jafnvel í mótlætinu.
Mig langar að láta fylgja þessum línum, nokkuð
sérstakt áramótaljóð Guðrúnar frá Melgerði, það
lýsir henni svo vel:
Gamlárskvöld
Árið nú kveður og hverfur á braut,
en hvernig er þakkað það allt er ég naut?
Það berst til mín ómur er dagbirtan dvín
og dálitlum spurningum beint er til mín.
Hefurðu glatt nokkurt hjarta í ár?
Hefurðu reynt til að græða mörg sár?
Hefurðu bundið um blæðandi und?
Brosað með öðrum á gleðinnar stund?
Hefurðu gefið þeim bágstöddu brauð?
Borið fram mikið af kærleikans auð?
Léttir þú nokkurs manns lamandi þraut?
Leiddir þú nokkurn á hamingju braut?
Ég get engu svarað, því glöggt það ég finn
að gagnslítill oft reynist hugurinn minn.
með kraftlitlar bænir og kvíða í sál
kem ég að flytja mitt lofgjörðar mál
Því bið ég þig, Faðir minn fyrirgef mér
að fjarlægt enn þroska míns takmarkið er
efli þinn heilagi Andi minn þrótt
áður en kemur mín síðasta nótt.
Guðrún Guðmundsdóttir frá Melgerði.
Af þessu ljóði hennar og öllu lífi má margt læra.
Elsku vina hjartans þökk fyrir allt.
Olafía Ámadóttir
islendingaþættir