Íslendingaþættir Tímans - 05.08.1982, Blaðsíða 7
Sumarliði Sigmundsson
Borgarnesi
Fæddur 26. október 1904
Dáinn 9. júlí 1982
f'östudaginn 16. júlí s.l fór fram frá Borgarnes-
^nkju útför Sumarliða Sigmundssonar.
Hann andaðist föstudaginn 9. júlí s.l. í
sjúkrahúsinu á Akranesi, eftir margra ára
heilsuleysi.
Sumarliði var fæddur í Gróf í Reykholtsdal í
“0rgarfjarðarsýslu, 26. október 1904, yngstur níu
harna hjónanna Valgerðar Gísladóttur og Sig-
mundar Þorsteinssonar, bónda þar. Hin systkinm
Sem látin ent, voru: Sólborg, sem lést 16. maí s.l.,
v'ar hún gift Gísla Jónssyni, bónda á Helgastöðum
1 Hraunhreppi. Þorsteinn bóndi í Gróf, Guðrún
Sem var bústýra hjá Þorsteini bróður sínum, Gísli
atti heima í Brúsholti í Flókadal og Hjörtur sem
Var lengi starfsmaður í Reykholti. Þau Grófarsyst-
. ‘n>. sem eftir lifa eru: Jónína átti lengst af heima
' Hrúsholti, flutti árið 1960 í Borgarnes til
umarliða bróður síns, Aldís átti heima í
eildartungu, þar til hún flutti í Borgames. Eru
i r systur báðar vistkonur á Dvalarheimili
a|öraðra í Borgarnesi, og Einar bóndi í Gróf,
v®ntur Jóneyju Jónsdóttur frá Kópareykjum.
þess er fóstursystir, Helga Ásgrímsdóttir,
^hja Halldórs Magnússonar á Akranesi.
Þeir sem að
skrifa minningar-
eða
afmælisgreinar í
Islendingaþætti,
eru vinsamlegast
beðnir
um að skila
vélrituðum
handritum
is|endingaþættir
Öll héldu þau systkin mikla tryggð við átthaga
sína og held ég að í huga þeirra sé
Reykholtsdalurinn fegursti og besti dalur þessa
lands.
Sumarliði var vinnumaður í Deildartungu í
mörg ár hjá Jóni Hannessyni og Sigurbjörgu
Björnsdóttur. Einnig var ltann vinnumaður hjá
Jóhannesi Erlendssyni og Jórunni Kristleifsdóttur
á Sturlureykjum, og í Reykholti var hann hjá séra
Einari Pálssyni. Mat hann þessa húsbændur sína
ætíð mikils. Á þessum heimilum var mjög
mannmargt, mikið af ungu glöðu fólki. Átti það
vel við Sumarliða, sem var glaðvær maður,
hnyttinn og ekki alveg laus við stríðni.
Þegar Sumarliði var ungur maður voru
íþróttamót ungmennafélaganna haldin á Hvítár-
bökkum. Keppti hann þá í sundi í Norðurá. Hygg
ég að okkur, sem vön erum vel upphituðum
sundlaugum brygði við að koma út í kalda
bergvatnsána, en þeir létu kuldann ekki aftra sér,
ungu mennirnir á þeim tímum.
Margar sögur sagði Sumarliði mér af ferðum
sínum ofan úr Reykholtsdal niður í Borgarnes eða
jafn vel út á Akranes, oftast gangandi með
hestalest eða hestvagna. Ekki voru þessar ferðir
alltaf hættulausar, meðan ár voru flestar
óbrúaðar.
6. nóvember 1931 steig Sumarliði eitt mesta
gæfuspor lífs síns, er hann kvæntist frænku sinni
Guðríði Halldórs Þórðarsonar bónda og Guð-
nýjar Þorsteinsdóttur á Kjalvararstöðum. Var
Guðný systir Sigmundar föður Sumarliða.
Hjónaband þeirra Guðríðar og Sumarliða var
mjög farsælt.
Vorið 1932 taka ungu hjónin á leigu jörðina
Bjarg í Borgarnesi og búa þar til ársins 1939 er
þau flytja í nýbyggt hús sitt, er þau nefndu
Litla-Bjarg, og stendur við Borgarbraut í
Borgarnesi.
Þau Guðríður og Sumarliði eignuðust tvo syni:
Sigfús, fulltrúa í Sparisjóði Mýrarsýslu, kvæntur
undirritaðri, og Gísla, deildarstjóra, hann er
kvæntur Margréti Kristínu Helgadóttur. Reyndist
Sumarliði honum alla tíð sem sínum eigin syni og
var kærleikur þeirra gagnkvæmur. Barnabörnin
eru átta og barnabarnabörnin tólf.
Eftir að Guðríður og Sumarliði flytja í
Borgarnes, vann hann hjá Kaupfélagi Borgfirð-
inga á meðan heilsa hans leyfði. Þar sem annars
staðar sýndi hann samviskusemi og trúmennsku.
Er mér óhætt að fullyrða að hann hefir aldrei mætt
of seint til vinnu. Jafnframt vinnu sinni stundaði
Sumarliði búskap, átti alltaf nokkrar kindur, endá
var hann mikill dýravinur. Eftir að hann hætti að
geta annast um kindurnar sínar sjálfur, kom hann
þeim fyrir hjá systursyni sínum Friðjóni Gíslasyni
á Helgastöðum, sem hann treysti öðrum fremur
fyrir þeim.
Á heimili þeirra Guðríðar og Sumarliða var
ætíð mjög gestkvæmt, enda voru þau bæði
frændmörg og vinmörg, öllum tekið opnum
örmum, hvort heldur var til lengri eða skemmri
dvalar.
Árið 1947 veiktist Sumarliði af berklum og var
næstu þrjú ár á Vífilsstaða- og Kristneshæli.
Gekkst hann undir mikla lungnaaðgerð 1948. Frá
þessum tíma má heita að hann gengi ekki heill til
skógar, en allt þetta bar hann með stakri
þolinmæði og alltaf var grunnt á gamanseminni.
Við sem umgengumst hann gleymdum allt of oft,
að hann, þessi stóri síglaði maður var oftast meira
og minna sjúkur.
Ég man vel þegar ég kom í fyrsta sinn á heimili
tilvonandi tengdaforeldra minna. Guðríður tók á
móti mér hlý og elskuleg, en það var eins og
Sumarliði þyrfti að kynnast mér aðeins betur áður
en hann sætti sig við mig. En það tók ekki langan
tíma og við urðum brátt mestu mátar. Alltaf eftir
þennan fyrsta fund þótti mér gott að koma til
hans. Hann var svo fróður og minnugur, kunni
margar skemmtilegar sögur og vísur og ekki voru
frumsömdu vísurnar hans sístar.
Hann elskaði börn. Marga ferð fóru barnabörn-
in með afa út á tún og í fjárhúsin og kenndi hann
þeim að umgangast dýrin.
S.l. haust seldu þau Guðríður og Sumarliði hús
sitt ogfóru á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi.
Síðustu árin þurfti Sumarliði oft að leggjast inn
á sjúkrahús. Við aðstandendur hans þökkum
Guðmundi Árnasyni, yfirlækni og hans ágæta
samstarfsfólki á lyflækningadeild Sjúkrahúss
Akraness, fyrir þá góðu umönnun er hann naut
þar.
Nú er Sumarliði laus úr sínum hrjáða líkama.
Ég minnist með þökk alls þess góða er hann sýndi
mér, börnum mínum, og barnabörnum.
Ég bið góðan Guð að styrkja og hugga
tengdamóður mína, syni hennar og aðra ástvini.
Blessuð sé minning Sumarliða Sigmundssonar.
Helgá Guðmars.
7