Íslendingaþættir Tímans - 05.08.1982, Blaðsíða 3

Íslendingaþættir Tímans - 05.08.1982, Blaðsíða 3
Sigurveig Ásvaldsdóttir F. 4. ágúst 1925. D. 23. júlí 1982. Sigurveig Ásvaldsdóttir, eða Siva eins og hún var alltaf kölluð af vinum og vandamönnum, lést á Húsavíkursjúkrahúsi s.l. föstudag. Hún dó af völdum krabbameins sem hafði stöðugt sótt á heilsu hennar í heilt ár eða meira. I>essi sjúkdómur er hreinasti vargur meðal sjúkdóma, °g þrátt fyrir herdeild sérfræðinga sem berjast við að vinna bug á honum gengur sáralítið. Hin geysilega tækni og þekking nútímans hafa þama brugðist eða ekki getað unnið, svo djúpt er á þessu meini. Þótt ýmis ráð seú að vísu tiltæk nú til að hamla gegn framrás hans þá leggur hann enn að velli fólk á besta aldri í hrönnum, jafnvel fleiri en nokkur annar sjúkdómur. Það sleppur varla nokkur fjölskylda við böl hans. Sigurveig var dóttir hjónanna Sigríðar Jónsdótt- Ur frá Auðnum og Ásvaldar Þorbergssonar frá Litlulaugum. Þau hófu búskap sinn á Einarsstöð- nm í Reykjadal, S-Þing., árið 1925 og það ár fæddist Siva, elst 9 systkina. Strax árið 1926 flutti fjölskyldan í Breiðumýri og bjó þar í 18 ár í hinghúsinu, en frá 1944 hefur hún búið á Ökrum 1 Reykjadal. Á Breiðumýri ólst Siva upp. Þar var margbýli og eins konar miðstöð sveitarinnar, fsknissetur, símstöð, samkomuhús o.s.frv. Þar í ^hyggjuleysi áranna fyrir stríð mótaðist Siva við starf og leik og komu þá fljótt fram þeir e'ginleikar, sem ætíð síðan fylgdu henni, glaðlyndi, hreinlyndi og trygglyndi. Það varð hennar gæfa, er hún sumar eitt gerðist haupakona hjá systur sinni Hildi og manni hennar Böðvari á Gautlöndum. Þar kynntist hún Sigurgeiri Péturssyni, sem bjó félagsbúi á f-’autlöndum með bræðrum sínum. Hann varð hennar gæfusmiður og hófu þau búskap saman 1963. Þar bundust böndum heilsteyptir og þroskaðir einstaklingar og úr varð ákaflega traust hjónaband. Þeim varð ekki barna auðið, en unglignamir sem átt hafa ótaldar yndisstundir hjá þeim hjónum. Bæði höfðu gaman af börnum og einstakt lag á þeim. Við hjónin höfum skroppið norður hvert sumar undanfarin tuttugu ár að heimsækja ættingja manns míns. Það hefur verið sjálfsagður hlutur að koma í Gautlönd og hafa þar nokkra viðdvöl, enda á ég þar aðra mágkonu og átti þar lengi dætur í sumarvist. Það var einstök sálarbót að koma á þessi heimili, hjónin á þeim báðum fróð og skemmtileg og laus við allan falskan tón. Bæði smátt og stórt verður þar að máli, oftast skemmtilegu. í þessum hópi átti Siva vel heima. Hún naut þess að lifa með heimilisfólki sínu og fá góða gesti. Á hennar heimili var allt í röð og reglu, fyrirhyggja svo sem best varð á kosið og heimilið allt bar vott um góða húsmóður. Streita heimilisins var óþekkt hjá Sivu. Kynni okkar Sivu urðu ekki verulega náin fyrr en hún kom suður s.l. haust. Þá var vitað, að hinn illi sjúkdómur hafði aðeins blundað en ekki eyðst eins og vonað var. Hún kom því til að hefja hetjulega baráttu sem lauk föstudagsmorguninn 23. júlí. Þessi barátta hennar var háð með þeim hætti, að okkur sem hjá stóðum verður ógleymanleg. Sálarstyrkur hennar var slíkur, að hann geymist sem dýrleg minning. „Við erum ekki að kveðjast fyrir fullt og allt“, voru síðustu orð hennar við mig, er við hjón kvöddum hana fyrir fáum dögum. Hún lá helsjúk á sjúkrahúsi Húsavíkur, en með blik í augum óskaði hún okkur góðrar skemmtunar í ógieyman- legri skemmtiferð sem eiginmaður hennar var að fara með okkur í til systur sinnar og fjölskyldu að Björgum í Köldukinn. Snemma næsta morgun kvöddum við Þingeyjarsýslu baðaða sól og sumaryl eins og svo oft áður. Fjórum dögum síðar barst okkur fréttin um að Siva hefði kvatt okkur - um stund. Sigurgeir Pétursson gerði ekki endasleppt við konu sína. Hann fylgdi henni eftir t' öllum veikindum hennar og veitti henni ómetanlegan styrk og kjark. Sýnir þetta hug hans til konu sinnar og manndóm hans um leið. Missir hans er mikill og bið ég honum guðs blessunar. Þungt cr iíka fyrir aldraða móður og aðra nána ættingja og vini að sjá á bak Sivu. Ég tel mig eina í þessum hópi og samhryggist með þeim öllum. Blessuð sé minning hennar. Guðrún Sveinsdóttir Fædd: 2. febrúar, 1897 Dáin: 4. júlí, 1982. Kveðja frá ástvinum. Þegar sumarsólin signir rósir fríðar, geislarúnum ritar ninna, grundir, hlíðar, heimför þín er hafin, horfin þrautin stranga, önn og þreyta úti eftir vegferð langa. Um þig vorið vefur vinarfaðmi hlýjum. Ljósin björtu Ijóma leiðum yfir nýjum. Fórn og friðarmildi færð er lítt í sögur en gull, sem hjartað gefur geymir eilífð fögur. ,s|endingaþættir Vaktir þú á verði, vildir græða og sefa, Öllum, sem þú unnir auðlegð þráðir gefa. Glæddir arineldinn, öðrum til að hlýja, Sást - þótt særði reynsla, sól að baki skýja. Klökk er kveðjustundin, klukknaómur þíður kallar heim til hallar handar, sem að bíður. - Fyllstu þökk við færum fyrir ævikynning. Vefjum yl og elsku inn í þína minning. Jórunn Ólafsdóttir frá Sörlastöðum. 3

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.