Íslendingaþættir Tímans - 05.08.1982, Blaðsíða 5

Íslendingaþættir Tímans - 05.08.1982, Blaðsíða 5
Jósafat Sigvaldason f. 21.10 1912 d. 6.4 1982 Maður hrekkur ónotanlega við, þegar einhver samferðamanna fellur ailt í einu á göngunni og er allur, ekki síst ef samfylgdin er orðin löng og góð. Svo fór fyrir mér er ég frétti lát vinar míns, fósafats Sigvaldasonar, svo óvænt. Við vorum búnir að vera samferðamenn alla svina að heita má. Fæddir og uppaldir í sama dalnum, á svipuðum aldri, vorum saman í barnaskóla, og nokkru seinna einnig í öðrum skóla. Síðan höfum við sem fulltíða menn búið °g starfað í sömu sýslunni og stundum haft allnáið samstarf. - Og svo er hann alit í einu horfinn. - Horfinn til hinnar ókunnu strandar. Jósafat var fæddur að Hrafnbjörgum í Svínadal 21. október 1912. Foreldrar hans voru Jónína Jósafatsdóttir frá Litlu Ásgeirsá í Víðidal °g Sigvaldi Þorkelsson frá Barkastöðum í Svartárdal, er bjuggu á Hrafnabjörgum um 'angt skeið góðu búi. Sigvaldi var bróðir hinna roerku bænda, Árna á Geitaskarði og Þorkels á Barkastöðum. Jósafat ólst upp með foreldrum Sl’num á Hrafnabjörgum ásamt fjórum Halldór Þorleifsson f- 26.12.1922 d' 22.7.1982 1 il moldar er borinn í Reykjavík einn af okkar dugmiklu togarasjómönnum Halldór Þorleifsson, nann var fæddur að Árhrauni á Skeiðum, ^rnessýslu og var systkinahópur stór. Hann fór snemma að vinna fyrir sér og fór tii sjós á °eykjavíkurtogarana. Hann þótti dugmikill sjómaður og vel til verka, lengst mun hann hafa ''erið á Engey frá Reykjavík og var hann atsmaður þar. Halldór var fróður maður og nófðu margir gaman af því að tala við hann um nýjungar og heimsmál. Árið 1962 giftist Haildór jnóður °kkar Steinþóru Jónsdóttur en við vorum f dra, 13 ára og 15 ára gamlar. Halldór tók okkur systurnar eins og við værum hans eigin börn, Halldór eignaðist einn son með móður okkar og er hann við nám. Við systurnar þökkum Haildóri Umhyggju og velvild er hann sýndi okkur ávallt á 1 sleiðinni. Við óskum þér góðrar ferðar yfir móðuna miklu og þér fylgi allar góðar vættir og °8 greiði veginn þinn. Með þökk fyrir samveruna °g stuðning þinn á lífsleiðinni. Mömmu og bróður ? ^ar biðjum við góðan Guð að styrkja og styðja 1 sorgum sínum. = Sigríður, Erla og Guðrún. ‘slendingaþættir systkinum sínum, Jóni, Hermínu, Gústav, og Björgu Önnu. En laust eftir 1930 létust báðir foreldrar hans með aðeins eins árs millibili og fluttu þá systkinin burtu af jörðinni. Skömmu síðar lagðist svo jörðin í eyði. Þetta var á kreppuárunum og Hrafnbjörg fremsti bærinn í dalnum. Voru þetta ekki örlög þeirra flestra, fremstu bæjanna? En Hrafnabjarga biðu önnur öllu óvenjulegri örlög, en það að verða endurreist af myndarskap löngu seinna. Það gerði Gústav, bróðir Jósafats, skrifstofustjóri í Reykjavík, og sýnir það betur en nokkuð annað tryggð þeirra systkina við æskuheimilið og dalinn. Jósafat stundaði nám við Laugarvatnsskóla tvo vetur 1933-35. Næstu árin stundaði hann ýmsa algenga vinnu, þar sem bezt bauðst. Árið 1944 hinn 8. apríl kvæntist hann eftirlifandi konu sinni Ingibjörgu Pétursdóttur frá Lækjar- bakka á Skagaströnd, prýðiskonu og bjuggu þau meðal annars á Skagaströnd fyrstu árin. Nú virtist lífið brosa við ungu hjónunum. „En fallvalt er flest í heimi, fátl það sem treysta má.“ Árið 1946 veiktist Jósafat af lömunarveiki og eftir langa og erfiða sjúkdómslegu var annar fótur hans lamaður upp í mjöðm. - Enginn nema sá sem reynt hefur getur sett sig í hans spor þá, það getur enginn, slíkt var áfallið. Ungur fjölskyldumaður efnalítill með lamaðan fót á þeim tíma sem almennar tryggingar eru rétt aðeins að hefja göngu sína. En þau gáfust ekki upp ungu hjónin. Þau settust að á Blönduósi þar sem þau bjuggu svo upp frá því. Ingibjörg gerðist ráðskona á sjúkrahúsi og hann fór að geta unnið nokkuð eftir að hann fékk umbúðir á lamaða fótinn. Einkum vann hann við húsamálun, hárskurð o.fl. Þannig var barist en aldrei gefist upp. Laust fyrir 1960 kom það í minn hlut að sjá um skólamál hér í sveitinni, meðal annars að ráða kennara í farkennslu eins og þá var hér. Leitaði ég þá fljótlega til Jósafats, sem þá hafði í nokkur ár fengist við kennslu barna á Blönduósi. Var það úr að hann tók að sér kennsluna og hélt því starfi þar til Húsavíkurskóli tók til starfa árið 1970. Fljótlega upp úr því fékk hann fast starf á skrifstofu K.H á Blönduósi, þar sem hann vann til hinsta dags, en hann lést á Héraðshælinu á Blönduósi mjög snögglega hinn 6. apríl s.l. Má því segja að síðari ár ævi hans hafi orðið bærilegri en á horfðist um skeið. Þau Jósafat og Ingibjörg eignuðust fjögur mannvænleg börn sem öll eru uppkomin og til góðra starfa, en þau eru: Jón Ingi rafmagnsverk- fræðingur kvæntur Öldu Sigurmarsdóttur, Sig- valdi Hrafn skrifstofumaður kvæntur Guðfinnu Eggertsdóttur, Jónína Guðrún húsmóðir gift Bjarna Arthúrssyni og Pétur símvirki ókvæntur. Barnabörnin eru orðin sex. Þannig er í stórum dráttum og fáum orðum sögð ævisaga þessa ágæta vinar míns. En það var ekki aðaltilgangur minn með þessum línum að skrá framanritaðar heimildir, heldur einkum hitt að færa fram kveðjuorð og þakkir fyrir samfylgdina, en eins og ég gat um í upphafi er hún orðin nokkuð löng. Nánust kynni urðu þó með okkur eftir að hann var orðinn kennari hér í sveitinni, því þá var skólinn oft á mínu heimili og þá ræddum við margt og kynntumst náið. Jósafat var prýðilega greindur og fylgdist vel með málefnum samtíðar sinnar. Hann var hreinskiptinn og opinskár og fór því ekki hjá því að skoðanir okkar yrðu nokkuð skiptar annað siagið, en það var aðeins til þess að skerpa kærleikann. Við smjöðruðum aldrei hvor fyrir öðrum en baktöluöum heldur ekki hvorn annan. Á slíkum grunni skapast jafnan traust vinátta. Ég var tíður gestur á heimili hans á Blönduósi um langt skeið og mætti þar jafnan vinsemd og gestrisni. Jósafat var ágætur kennari þrátt fyrir takmark- aða menntun til þeirra hluta, um það vitna próf barnanna hjá honum, sem voru jafnan með þeim allra hæstu á landinu á þeim tíma. Hann reyndist einnig traustur og öruggur skrifstofumaður hjá K.H. Hann brást ekki því sem honum var til trúað, og hann lauk sinni göngu með fullri sæmd þrátt fyrir sína miklu fötlun. Hann var persónuleiki sem gleymist seint. Slíkum manni er skylt að þakka og gott að minnast. Ég minnist þess nú að síðasta ferð hans hingað að Grund var farin til þess eins að gera mínu heimili greiða. Slíkt man ég og virði. Ég og fjölskylda mín sendum konu hans og börnum innilegar samúðarkveðjur og þakkir fyrir góð kynni. Þórður Þorsteinsson, Grund 5

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.