Íslendingaþættir Tímans - 18.08.1982, Page 2
töldust margir til höfðingja, en hann Klein kunni
ekki alls kostar við sig í þeirra hópi, taldi sig ekki
til stéttarinnar, og átti meiri persónuleg samskipti
við íslendinga Hann skildi mætavel íslensku og
allir skildu dönsku íslenskuna hans Kleins. Á
íslandi voru allir jafnir að hans dómi; þess vegna
var hann kominn til íslands og menn höfðu tekið
hann inn í samfélag sitt eins og hann var og báru
meira að segja talsvert traust til hans af því að
hann var danskur. Þessu trausti vildi hann ekki
glata, þess vegna hélt hann áfram að vera Dani á
Islandi.
Elín Klein andaðist úr heilablóðfalli 1925. Þau
höfðu eignast fjögur börn, en misstu fyrsta barnið.
Fjölskyldan leitaði til móðursystursinnar, Sylvíu,
sem var ekkja með tvo unga syni. Faðirinn hafði
farist með kútter Valtý í febrúar 1920. Úr
nauðleitunum varð hjónaband. Þau Klein
eignuðust einn son, sem lést á fyrsta ári.
Klein stofnaði sjálfstæða kjötverslun í Reykja-
vík 1927 við Frakkastíg 16. Sláturfélagi Suður-
lands mislíkaði að missa starfsmanninn og fá nýja
kjötverslun í nágrennið og neitaði að selja Klein
kjöt. Þá náði hann viðskiptum við Jón Björnsson,
sem var með Verslunarfélag Borgarfjarðar og
keypti kjöt af honum. Um sömu mundir stofnaði
faðir minn verslun og sláturhús á Hellu á
Rangárvöllum og hóf viðskipti við Klein og fylgdi
vinátta meðan báðir lifðu. Vörur frá honum Klein
þóttu jafnan góðar og verslun hans dafnaði.
Skömmu síðar keypti Klein húsið Baldursgötu
14 og flutti þangað verslun sína og kjötiðju. Þá
stofnaði hann útibú við Laugarnesveg, en flutti
það síðar að Hrísateig 14. Menn voru bjartsýnir
um þær mundir, en þá reið viðskiptakreppan
mikla yfir, og kjöt var sjaldséð á borðum flestra.
Samkeppnin var gríðarhörð, en danskan og
vöruvöndunin dugðu Klein til aukins álits. Árið
1938 keypti hann Milnersbúð við Leifsgötu 32 og
stofnaði þar útibú.
Á kreppuárum var oft setinn Svarfaðardalur
uppi á lofti á Baldursgötu 14, þegar við bjuggum
þar 5 strákar á svipuðu reki. Þar átti ég vandalaus
innhlaup, hvernig sem á stóð allt til stúdentsprófs.
og dvalarkostnaðurinn var aldrei greiddur. Björn
Guðfinnsson málfræðingur var árum saman í kosti
hjá Klein og kenndi íslensku á heimilinu. Þá held
ég að Klein hafi um sinn verið að hugsa um að
skipta um tungumál, en kunni ekki við að skipta,
þegar á hólm kom. Málið var of mikill hluti af
honum sjálfum.
Elínu fyrri konu Kleins sá égaldrei, en frú Sylvía
var einstök manneskja, og ég trúi að hún hafi
verið mjög lík systur sinni. Frú Sylvía fórnaði sér
algjörlega fyrir vösólfana, sem settu oft allt á
annan endann. Hún var ávallt ein með heimilið
og sætti allar sennur. Lífsbaráttan var alls staðar
hörð í þá daga. Klein var frá unga aldri vanur
löngum vinnudegi, var snemma á fótum, vakti
liðið kl. 7 á morgnana og stóð óslitið í búðinni til
kl. 7 á kvöidin og oft lengur.
Síðari heimsstyrjöldin kvaddi hér dyra með
ýmsu móti. Að Baldursgötu 14 steðjuðu brytar af
skipum Sameinaða gufuskipafélagsins danska,
þegar Þjóðverjar ruddust inn í Danmörku. Þá lá
fjöldi af dönskum skipum í enskum höfnum, og
þessi „smjörfloti" var látinn sigla til íslands eftir
fiski handa Bretum. Margir brytar á flotanum
könnuðust við Klein frá fornu fari og leituðu nú
eftir aðstoð hans; þá skorti vistir, sem voru lítt
eða ekki fáanlegar á Englandi. Á stríðsárunurp
annaðist hann öflun birgða handa danska
verslunarflotanum, sem sigldi milli íslands og
Bretlands, og þá var erilsamt hjá Klein. Hjá
honum vr ávallt opið hús fyrir áhafnir danskra
skipa, og veltan óx í versluninni.
Árið 1947 ákvað Klein að létta sér upp og gerast
eyðslusamur. Þau hjón höfðu naumast unnað sér
hvíldar í tvo áratugi, en héldu nú til Danmerkur.
Gjaldeyrinn urðu þau að kaupa á svörum
markaði, því að þeim hafði láðst að stinga nokkru
undan, þótt þau hefðu átt mikilgjaldeyrisviðskipti
á stríðsárunum. Þetta var í fyrsta og eina skiptið
á ævinni, sem Klein stundaði svarta markaðinn.
Þau voru þrjá mánuði ytra og létu sér líða sem
best.
Eftir þetta tóku að verða hraðstígar breytingar
á verslunarháttum Reykvíkinga. Neytendaum-
búðir og sjálfsafgreiðsla ruddi sér til rúms, og
sérverslanir með matvörur hurfu úr sögunni.
Klein leit á kjötverslun sem persónulega þjónustu
við kaupandann, sem vildi ekki án hennar vera.
Þar þekkti hann ekki sinn vitjunartíma, og
kaupmaðurinn á horninu dagaði upp einn af
öðrum þegjandi og hljóðalaust. Tjald var dregið
fyrir nokkra glugga og hurð lokað; það var allt og
sumt sem sást.
Klein stóð í búð sinni á löngu biluðum fótum
til 1964, eða þangað til hann var orðinn 77 ára.
Þá gafst hann upp, en Jens sonur hans hélt áfram
kjötiðjunni á Baldursgötu 14 og rekur hana enn
í dag.
Klein lifði hér á landi ævintýralegar breytingar
á öllum sviðum og hann barst sjálfur með okkur
til vaxandi velmegunar, en að lokum tók heldur
að halla undan fæti. Hann var mikill starfsmaður
strangur við sjálfan sig og aðra, en réttlátur
húsbóndi, heiðarlegur og tryggðatröll. Hann
kvaðst aldrei hafa iðrast þess að flytjast til íslands.
„Ef ég væri 25 ára, mundi ég óhikað leggja á sömu
braut aftur", sagði hann eitt sinn á gamals aldri.
„Dani verð ég alla ævi. Ég hef ekki lært að tala
íslensku og verð aldrei íslenskur ríkisborgari, en
ég á heima á Islandi og hvergi annars staðar."
Johannes Carl Klein vann hér langan og
strangan vinnudag og við eigum honum margir
þakkarskuld að gjalda.
Börnum hans, Carli, Jens og Huldu og Kristjáni
Kristjánssyni stjúpsyni hans og fjölskyldum
þeirra, votta ég dýpstu samúð.
Björn Þorsteinsson.
Brædraminning
Garðar Björnsson, bóndi Neðra-Ási
f. 27./5. 1920.
d. 9./2. 1978.
Ljúft er mér að letra á blað
ljóð er féll af munni,
ennþá bróðir bý ég að
bemsku minningúnni.
Á braut er horfinn bróðir kær
brunninn lífs er kveikur,
fögur minning fersk og tær
frjáls um hugann leikur.
Erlingur Bjömsson, Neðra-Ási
f. 18./8. 1908
d. 13./10. 1981.
Æfin breytir ört um svið
oft var þungur róður,
farinn ert til fundar við
foreldra og bróður.
Heyri ég klukkna helgan óm
hyljast fornar slóðir,
féll af meiði fagurt blóm
far vel kæri bróðir.
Á hugann leitar harmur sár
hörpu gráta strengir,
feigðin kallar, fölna brár
far vel kæru drengir.
H.B.L.
2
islendingaþættir