Íslendingaþættir Tímans - 29.12.1982, Page 6

Íslendingaþættir Tímans - 29.12.1982, Page 6
Mig langar í fáum orðum að minnast mágkonu móður minnar og kærrar vinkonu minnar, Magneu Halldórsdóttur. Hún var fædd 11. maí 1897, dóttir hjónanna Þuríðar Magnúsdóttur frá Vatnsdal í Fljótshlíð og Halldórs Jónssonar, Árnasonar frá Þorlákshöfn. Jón í Þorlákshöfn var mikill umsvifamaður í verslun og útgerð. Hann átti fjölda jarða víða um Suðurland. Að Magneu stóðu styrkir stofnar af Suðurlandi, enda konan mikillar gerðar, stór í skapi, forkur dugleg, greiðvikin og gjafmild, trygglynd og með afbrigðum vinaföst. Hún var glæsileg útlits, i meðallagi há, með mikið dökkt hár, sem fór vel, ljósa húð og björt augu. Bam að aldri missti Magnea móður sína og fór þá í fóstur, fyrst til föðurfólks síns en síðar til móðursystur sinnar, Helgu Magnúsdóttur, og manns hennar, Odds Oddsonar, silfursmiðs í Regin á Eyrarbakka. Þar ólst Magnea upp og naut á allan hátt sama atlætis og börn þeirra hjóna og héldust alltaf kærleikar milli þessa fólks, eins og Magnea hefði verið ein systirin í hópnum. Á unglingsárum sínum var Magnea um tíma hjá eldri systur sinni, Jórunni, og manni hennar, Jóni Gunnlaugssyni, síðar stjórnarráðsfulltrúa, en á þeim árum bjó hún að Skálholti í Biskupstungum. Magnea fór' til náms í mjólkurskólann í Hvítarvöllum í Borgarfirði, og eftir nám þar tók hún að starfa á rjómabúum, lengst af sem rjómabústýra. Þannig starfaði hún á Dalvík við Eyjafjörð um tíma, en flutti sig síðar til starfa sem rjómabústýra á rjómabúinu í Þykkvabæ í Rangár- vallasýslu, þúsund ára sveitaþorpinu. Þar bast hún órofa vináttuböndum mörgu fólki, og fór hún nær árlega í vinaheimsóknir þangað. Síðast var hún þar í sumar í vinafagnaði. í Þykkvabænum kynntist Magnea mannsefni sínu, Dagfinni Sveinbjörnssyni frá Dísukoti í Þykkvabæ, móðurbróður mínum. Þau giftu sig árið 1925. Líf ungu hjónanna var ekki tómur dans á rósum, því Dagfinnur var ekki heilsuhraustur, en hann stundaði þó ætíð vinnu sína, fyrst sem loftskeytamaður á togurum, en síðar var hann magnaravörður við Ríkisútvarpið er það tók til starfa og vann þar alla tíð, lengst af sem yfirmaður tæknideildar, allt þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Dagfinnur andaðist árið 1974. Þeim hjónum var þriggja barna auðið, Jórunn- ar, er dó í frumbernsku. Sveinbjörns, ráðuneytis- stjóra, sem kvæntur er Pálínu Hermannsdóttur Jónassonar, og Önnu Þuríðar, sem verið hefur vanheil frá fæðingu. Mínar fyrstu minningar tengjast Magneu, er ég vildi eiga heima hjá henni, en hún fóstraði mig þegar móðir mín ól bróður minn. Frá því að ég var á öðru ári bjuggu fjölskyldur okkar í sama húsi, Eskihlíð D, og eftir að við fluttum þaðan, vorum við ávallt í nánu nágrenni. Var samgangur svo mikill á milli heimilanna, að enga konu af eldri kynslóðinni, nema móður mína, þekkti ég betur en Magneu. Fásinnið á elliárum og burthvarf gamalla, góðra vina var Magneu þungt í skauti, því hún hafði alltaf verið mjög félagslynd kona. Hún óttaðist að verða upp á aðra komin. Til þess kom ekki, hún hélt reisn sinni til síðasta dags. Sveinbjörn, sonur hennar, og fjölskylda hans gerðu allt sem þau gátu til að létta Magneu eilina. 6 Kveðja frá systkinum Er skilja nú leiðir okkar um sinn ég senda vil kveðju þér bróðir, og bið þess hún bergmáli t hugskot þitt inn er leið þína leggur á fjarlægar slóðir. Ég veit að við fáum að sjást seinna meir hvenær það verður veit enginn, en almætti kœrleikans aldregi deyr né minning um glaðlynda drenginn Ég trúi að þú takir land, þar sem skín friðarins sól yfir ströndum og aldrei þar ástúð né kærleikur dvín þar munt þú í öruggum höndum: Þórdís R. Öfjörð Pó að kali heitur hvér, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er aldrei skal ég gleyma þér. Elsku bróðir, megi algóður ;Guð fylgja Þer* nýrra heimkynna. Aðalbjörg Valbergsd0"" Magnús Öf jörð Valbergsson Fæddur 6. október 1964. Dáinn 31. október 1982. Öldruð að árum vann hún það verk, sem ég vil nú þakka henni sérstaklega. Móðir mín missti heilsuna fyrir þrettán árum og síðustu árin gat hún ekki verið ein. Sat þá Magnea löngum hjá henni og gerði okkur systkinunum kleift að stunda vinnu okkar. Fyrir rúmu ári lést móðir mín af völdum slyss, og fannst mér Magnea aldrei bera sitt barr eftir það. En nú hafa þær hist aftur, gömlu vinkonurnar, og líður ábyggilega betur en síðustu æviárin sín hér í þessum heimi. Ég vil að lokum votta Önnu, Sveinbirni, Pálínu og fjölskyldu þeirra samúð mína og minna. Hrefna Sigvaldadóttir Mínar fyrstu minningar um ömmu Magneu eru frá bernsku minni, og hennar þáttur í því lífsskeiði mínu var stór, því það voru ómældar stundir sem ég átti hjá henni. Það var bara að hringja og segja „Amma, nú er ég að koma til þín“, og þá var manni tekið með opnúm örmum. Aldrei vissi ég annað, en að við systkinin værum aufúsugestir hvenær sem var svo lengi sem við máttum og vildum vera. Ekki þarf að orðlengja, aðhjá ömmu Magneu fengum við flestar okkar óskir uppfylltar, ef það var á hennar færi að veita þær. Við fengumi svo sannarlega að njóta gjafmildi hennar og greiðvikni, sem hún átti í svo ríkum mæli, því ef hún vissi að hún gæti gert einhverjum manni greiða, þá lét hún ekki sitja við orðin tóm. Nú hin seinni ár, þegar ég var flutt í annan landshluta og hafði stofnað mitt heimili, sáu við sjaldnar. Nokkrum sinnum kom hún °8 • hjá mér einhverja daga, en aldrei lengi ísenl! a9 alltaf fannst henni sem hún hefði svo mik* gera og mætti ekki vera að því að slí Þó gafst tóm til að setjast niður og spjalla sa Þá sagði hún mér frá ýmsu úr lífi sínu og ég kynn i annarri hlið á ömmu Magneu, en þeirri sen' barninu sneri. 0ft Hennar líf var ekki alltaf dans á rósum, . talaði hún um það í seinni tíð og fannst n .. stundum sem óþarflega margar sorgir og erti (.| ar hefðu verið á sig lagðar. En þegar ég hugs baka, þá verða þær minningarnar um 0 f Magneu sterkastar þar sem hún sagði mér s ^ frá liðinni tíð og hún hló svo mikið með og 8 ^ þær slíku lífi, að atburðir longu liðinna ,,niaiT)I1ia ljóslifandi fyrir mér. Því að eðlisfari var :i ^ bæði lífsglöð og kát og slíka vinnugleði °®pag henni minnist ég ekki að hafa séð hjá öðrum- ^f var sama að hvaða verki var gengið, á ag tekið af krafti og röggsemi og aldrei vissi e hún væri þreytt að verki loknu. uað Amma Magnea átti að baki langa ævi, °í er jú leið okkar allra að kveðja þetta jarðn ■ ^ sem eftir sitjum kveðjum samferðamann skeið hefur verið hluti af okkar eigin h'fi °8 ^ verður staðreynd að þessi hluti ævinnar hey 0g minningunum til. En við eigum minningarr* ég kveð nú ömmu mína rík af góðum mir>nl og þakka henni fyrir allt sem hún var mér- # Vigdís Mag tjr IslendingaÞ261

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.