Íslendingaþættir Tímans - 29.12.1982, Qupperneq 15
Sjötug
Ida Ingólfsdóttir
I dag er sjötugsafmæli Idu Ingó'fsdóttur, Idu í
Steinahlíð eins og hún er oft nefnd af þeim sem
Þekkja hana. Foreldrar Idu voru hjónin Hlín
Jónsdóttir og Ingólfur Jónsson. Hann var frá
Jarlsstöðum í Bárðardal, en Hlín var alin upp hjá
frændfólki á Sandhaugum í Bárðardal. Jarlsstaða-
bræður voru annálaðir hestamenn, og báru svo
ntikinn heimsmannsbrag, að miklu var líkara að
be>r hefðu ferðast víða og samið sig að háttum
ntlendra þjóða, heldur en verið bændur á íslandi.
^jarni
Pfamhald af bls. 16
Fullyrða má að það hafi verið mikið happ fyrir
•safjarðarkaupstað og atvinnureksturinn þar og
'dðar á Vestfiörðum þegar Bjarni og fjölskylda
nans flutti til Isafjarðar. Á ísafjarðarárum Bjarna
atti ser stað mikil uppbygging aðalatvinnuveganna,
utgerðar og fiskvinnslu. Hann hafði mikinn áhuga
®g næman skilning fyrir þörfum þess rekstrar.
ytnn hann hafa gert það sem unnt var til að greiða
‘yrif þeirri starfsemi.
t bæjarstjórn ísafjarðarkaupstaðar var Bjarni
kjörinn 1955 á vegum Framsóknarflokksins. Átti
hann frá því sæti í bæjarstjórninni til 1970. Hann
''ar varaforseti bæjarstjórnar 1958-1962 og forseti
762-1965 Bjarni lagði mikla alúð og vinnu í
næjarmálastörf sín. Hann var jafnan tillögugóður
°g fundvís á úrræði um framkvæmd þeirra
tjtjarniálefna sem á dagskrá voru hverju sinni.
t*ann beitti sér fyrir ýmsum mikilsverðum málum
°g má þar t.d. nefna stofnun Byggingarlánasjóðs
safjarðarkaupstaðar, sem létt hefur mikið undir
fneð byggingu íbúðarhúsnæðis í bænum.
Varaþingmaður í Vestfjarðakjördæmi fyrir
famsóknarflokkinn var Bjarni kosinn 1959-1967
°g t’ingmaður frá 1967-1974. Hann hefur átt sæti
1 anðstjórn Framsóknarflokksins. Sem þingmaður
§erði hann sér far um að kynnast sem allra best
'num ýmsu málefnum kjördæmisins og beitti sér
® Alþingj fyrir margháttuðum framfaramálum er
Jördæmið vörðuðu.
Bjarni var norskur vararæðismaður á ísafirði
‘fá 1952-1973.
Á þessum tímamótum er ástæða til að þakka
.. tarna fyrir störf hans á ísafirði, svo og störf hans
a Alþingi sem þingmanns Vestfjarðakjördæmis.
nnu margir Vestfirðingar geta tekið undir þær
Pakkir.
j ^'ginkona Bjarna er Gunnþórunn Björnsdóttir,
7rrv. alþingismanns og kaupfélagsstjóra, og konu
ans Rannveigar Gunnarsdóttur. Gunnþórunn er
gfeind kona og mikilhæf húsmóðir, svo sem
ejmili þeirra hjónanna ber vott um.
Fg undirritaður þakka Bjarna fyrir góð kynni
°g langt og gott samstarf. Við Oktavía óskum
P.eim Bjarna og Gunnþórunni allra heilla í tilefni
-Wugsafmælis hans.
. Jón Á. Jóhannsson.
‘slendingaþættir
Hlín var afkomandi Sturlu á Rauðá, eins og
mikill fjöldi fólks í Pingeyjarsýslu og víða um
land. Á því ættartré erum við Ida blöð á sama
kvisti, og langar mig að senda frænku minni
afmæliskveðju í Timanum í dag.
{vöggugjöf hlaut Ida margt það, sem vel hentar
í þessu veraldarvolki. Hún er hreinlynd, og
enginn þarf að vera í vafa um skoðanir hennar á
mönnum og málefnum. Frjó í hugsun, glaðleg í
viðmóti og jafnan æðrulaus. Hún er engin
kröfugerðarmanneskja, en hefur gott lag á að
bjargast við það sem fyrir hendi er, og framúrskar-
andi dugleg. Ida er örlát og hjálpsöm, eins og
margir geta borið vitni um - góð og falleg kona,
sem ævinlega er jafngott að hitta.
Ida stundaði nám í fósturskóla í Noregi, og úr
þeirri för kom hún vel undir það búin að stunda
það starf, sem hún hafði menntað sig til. í nær 40
ár hefur hún verið í föstu starfi hjá Reykjavíkur-
borg, lengst af forstöðukona dagheimilisins í
Steinhlíð. Þar má segja að hún hafi unnið sitt
ævistarf. Þar var heimili hennar, og öll börn, sem
þar dvöldu, voru börnin hennar. „Þessi elskulegu
börn“, segir Ida með rödduðu þeirrisem ersvo
mjúkt og fallegi. í Steinahlíð var reynt að uppfylla
allar þarfir barnanna, bæði líkamlegar og andleg-
ar. Ida hafði held ég alltaf nóga húshjálp, eins og
sagt var áður fyrr, og lærðar fóstrur þegar hægt
var að fá þær, en sjálf vakti hún yfir öllu eins og
besta móðir. Börnin fundu hjá henni öryggi og
vernd, sem sum þeirra skorti máski heima fyrir,
og svo getur nú alltaf einhver vandi verið á
ferðum. Þegar Steinahlíðarbörnin voru kvefuð
var oft sótt fast að vera sem næst Idu, láta hana
sinna sér, taka sig upp, og þó ekki væri nema ná
í svuntuna hennar til að þurrka sér um augu og
nef, þá var það skárra en ekkert.
Það er eitthvað sérstakt við Idu sem gerir
börnum svo létt að hænast að henni. Hún finnur
auðveldlega réttu leiðina í samskiptum sínum við
þau, og gerir fyrir þau það sem þeim kemur best
í bráð og lengd. í Steinahlíð var alltaf allt í röð
og reglu, og framúrskarandi hreinlæti. Heimili
Idu var á efstu hæðinni undir súð, og brattur stigi
upp. Margir gengu þann stiga, bæði stórir og
smáir.
Vinahópur Idu er stór, og oft var fjölmennt í
litlu íbúðinni. Þó var aldrei þröngt. Þar voru
margar góðar veislur haldnar, því að Ida er mjög
rausnarleg og allt svo gott sem hún ber á borð
sitt. Fróðlegar og skemmtilegar umræður fylgdu
með og margar góðar sögur voru sagðar.
Nú býður Ida ekki oftar í sunnudagsmat í
Steinahlíð. En þó að hún sé ekki lengur
fósturmóðir margra barna þar, þá mun hana
hvorki skorta áhugamál né verkefni. Það em
margir sem þarfnast hjálpar í veikindum eða
öðrum erfiðleikum, og einhvers staðar kemur Ida
þar við sögu á sinn hógværa hátt. Hún heldur
áfram að fara í Keflavíkurgöngu - bara að hún
gæti nú komið hernum burt - heimsækja vini sína
og bjóða þeim heim. Hella nokkrum daggardrop-
um í glas sér og öðrum til hressingar og
upplyftingar.
Ida mín. Ég vona að þú eigir eftir að fara
margar ferðir um landið og njóta unaðssemda
þess. Ganga út á svalir í fögru veðri og sjá
dásamlegt útsýnið frá níundu hæð í Austurbrún.
Og þar óska ég og vona að þú staldrir við sem
lengst áður en hærra er haldið.
Innilegar afmælisóskir frá okkur Jóhanni.
Helga Kristjánsdóttir
Þeir sem að
skrifa
minningar-
eða afmælis-
greinar
1 íslendinga
þætti, eru
vinsamlegast
beðnir um
að skila
vélrituðum
handritum
15