Íslendingaþættir Tímans - 29.12.1982, Blaðsíða 16

Íslendingaþættir Tímans - 29.12.1982, Blaðsíða 16
Runólfur Jónsson bóndi, frá Litla-Sandfelli Skriðudal Vinur minn og gamall sveitungi Runólfur Jónsson varð áttræður 4. nóvember síðastliðinn. Af því tilefni langar mig að senda honum nokkrar línur þó seint sé. Runólfur er fæddur í Stóra-Sandfelli í Skriðdal 4/11 1902. Sonur merkishjónanna Kristbjargar Kristjánsdóttur og Jóns Runólfssonar, bæði frá Grófgerði á Völlum. Þau Jón og Kristbjörg flytja að Litla-Sandfelli árið 1904 og búa þar til 1925, en það sumar lést Jón. Banamein hans var lungnabólga. Jón var lengi í hreppsnefnd Skrið- dalshrepps og oddviti hennar. Hann var listaskrif- ari. Þau Jón og Kristbjörg áttu þrjú börn: Björgu Ijósmóður og húsfreyju á Neskaupstað, Runólf, sem þessar línur eru helgaðar, og Gróu húsfreyju í Geitdal. Runólfur ólst upp í Litla-Sandfelli hjá foreldr- um sínum og systrum. Hann var eini drengurinn og vafalaust vandist fyrst og fremst útiverkum. Skólaganga hans var ekki önnur en barnafræðsla fyrir fermingu. En hann var eðlisgreindur, stálminnugur og listaskrifari, og hafa börn hans eftir því sem ég best veit erft frá honum rithöndina. Runólfur byrjaði búskap í Litla-Sandfelli 1926 með sinni ungu konu Vilborgu Jónsdóttur frá Vaði í Skriðdal, mestu myndar og ágætis konu, sem búið hefur manni sínum og börnum farsælt og gott heimili. Það var erfitt að hefja búskap á þeim árum með iítil efni og verðlag á afurðum fallandi. En þau voru samhent og búið stækkaði. í þá daga var eingöngu sauðfja'rbúskapur, og varðaði miklu að fá sem mestan arð eftir hverja á. Runólfur var góður fjármaður og fjárglöggur og hafði góðan arð af sínu fé. Það er gott sauðland í Litla-Sand- felli. Mér eru í fersku mynni reiðhestarnir þínir Runólfur. Það var gaman að horfa á þá bruna á töltinu og knapinn hress og glaður. í Litla-Sandfelli var lítið tún og litlar og reytingssamar engjar. Varð Runólfur því að fá engjar að láni á öðrum bæjum. Þessi engjahey- skapur var bæði erfiður og tafsamur. Runólfur hóf því að stækka túnið, fyrst með hestaverkfær- um og síðar með vélknúnum, og fór svo að hann tók allan sinn heyskap af ræktuðu landi. Þá er næst að geta bygginganna í búskapartíð Runólfs og Vilborgar í Litla-Sandfelli. Þá er fyrst að nefna stórt og vandað íbúðarhús, þá stór heyhlaða og votheysgryfjur úr steinsteypu og gripahús steinsteypt eða úr blönduðu efni. Þá má fyllilega taka undir það sem stendur í Sveitir og jarðir í Múlaþingi:, að í búskapartíð Runólfs og Vilborgar: bættu þau jörðina svo mikið, að segja má að þau gerðu kot að stórbýli með ræktun og byggingum. Runólfur var félagslyndur og gegndi margvís- legum störfum fyrir sína sveit. A unga aldri starfaði hann mikið í ungmennafélagi Skriðdæla. Hann var lengi í skattanefnd og gjaldkeri sjúkrasamlags. Mörgum fleiri störfum gegndi hann þó þau verði ekki talin upp hér. Þau Runólfur og Vilborg eignuðust níu börn. Þrjú dóu ung, en þau sem upp komust eru: Kristbjörg húsfreyja Akureyri, Björgvin bóndi Dvergasteini Eyjafirði, Ingibjörg húsfr. Lauga- landi Eyjafirði, Sigurður smiður Akureyri, Arný á Akureyri og Kjartan bóndi á Þorvaldsstöðunt1 Skriðdal. Öll eru systkinin mesta manndómsfól > vel gefin, góðir þjóðfélagsþegnar og eiga marga afkomendur. Árið 1958 hætta þau Runólfur og Vilborg búskap í Litla-Sandfelli og flytja til Akureyrar Voru þá börn þeirra sum flutt norður á unda þeim. Runólfur vann í mörg ár hjá verksmiðjunn' Gefjun , og sfðan vann hann við blaðið Dag • ár, hætt þar 1978. Heimili þeirra í Langholti 17 er vistlegt og þægilegt. Þar ríkir sama gestrisni og glaðværð eins og í Litla-Sandfelli. Þangað er gott að koma, þa get ég borið um. Ég heimsótti þau á síðastliðnunt vetri, voru þau bæði hress og glöð þrátt fyrir haan aldur. Það jók ekki Iítið á gleði þeirra að Runólfnr sem var að verða blindur, hafði stuttu áður veri skorinn upp af Ragnari Sigurðssyni augnl*km> með þeim frábæra árangri að hann getur nú les* gleraugnalaust. Ég hef þessar línur ekki lengri. Við hjónin óskum þér til hamingju með áttræðisafmælið. að þið megið búa glöð og hress enn um sinn Langholti 17, í skjóli barna, fjölskyldna þeirra og annarra vina. Stefán Bjarnason Flög° Sjötugur Bjarni Guðbj ör nsson bankastjóri og fyr Bjarni Guðbjörnsson, bankastjóri Útvegsbank- ans í Reykjavík og fyrrverandi alþingismaður Vestfjarðakjördæmis, átti sjötugsafmæli 29. nóv- ember s.l. Hann er fæddur í Reykjavík. Foreldrar hans voru hjónin Guðbjörn Guðbrandsson bók- bindari þar og Jensína Jensdóttir frá Hóli f Hvammssveit. Bjarni lauk gagnfræðaprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1930 og kennara- prófi frá Kennaraskóla íslands 1941. Hann hóf störf við Útvegsbankann í Réykjavík 1941 og hefur starfað við þá stofnun síðan. Um tíma var hann við nám og störf við Privatbanken í Kaupmannahöfn og Skandinaviskabanken í Stokkhólmi. Hann var útibússtjóri við Útvegs- bankann á ísafirði á árpnum 1950-1973. Útibús- stjóri við útibú ÚtVegsbankans í Kópavogi var hann frá 1973-1975, en það ár frá 1. maí var hann ráðinn bankastjóri við Útvegsbankann í Reykja- vík, aðalbankann, og því starfi hefur hann gegnt síðan. Bjarni hefur átt sæti í stjóm Fiskveiðasjóðs Íslands, í stjórn Iðnþróunarsjóðs og í stjórn þingmannasamtaka Atlantshafsbandalagsins. Framhald af bls. 15 íslendingaþ®^'

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.