Íslendingaþættir Tímans - 26.01.1983, Blaðsíða 3

Íslendingaþættir Tímans - 26.01.1983, Blaðsíða 3
Ásdis Steinunn Leifsdóttir Fædd 16. júlí 1952 Dáin 4. janúar 1983 Hinsta kveðja frá Víðistaöaskóla „Ó, láttu, drottinn, þitt Ijós mér skína og sendu frið inn t sálu mína. Ó vertu mér drottinn í dauða hlíf. Ég bið ekki framar um bata og líf. “ (Stefán frá Hvítadal) Hún hét Ásdís Steinunn og kom til okkar í Víðistaðaskóla haustið 1972. Hún kom til okkar glöð og hlý með feimnislegt brosið á vörunum, full vonar og starfsgleði, hljóðlát og hjartahlý í fasi, en þó dul í dagsins önn um dýpstu hugrenningar. Hún hafði lokið kennaraprófi frá Kennarahá- skóla íslands þá um vorið og gengið að eiga eftirlifandi eiginmann sinn, Guðfinn Þórðarson, nokkrum dögum áður en hún kom til starfa við skólann. Það fylgdu henni því sól og vonir, er hún byrjaði störf sín hér í skólanum. Lífið var fagurt og heillandi. Verkefnin biðu anda hennar og handa. Vinna hennar hér í skólanum var hafin og nemendur hennar nutu góðrar leiðsagnar, um- hyggju og hlýju. Víðistaðaskóli hafði eignast áhugasaman og ötulan kennara, þar sem Ásdís var. En við hinir kennararnir áttum í Ásdísi afbragðs starfsfélaga og vin, sem lét sig skipta starf sitt og skóla, brautargengi hans og hæfni til þess að gegna sem best hlutverki sínu. Það er aðeins stutt stund síðan þetta var. Aðeins rúmur áratugur. Og nú er Ásdís farin frá okkur yfir landamæri lífs og dauða. Við eigum tttargar góðar minnngar um hana og söknum hennar sárt. En við kveðjum hana með þökk, - Þökk fyrir samstarfið hér í Víðistaðaskóla, - þökk fyrir allt sem hún gaf og veitti, til þess að starf °kkar mætti bera sem bestan árangur, - þókk fyrir vináttu og hljóðláta hjarfahlýju öllum stundum sem við áttum saman. - Já, þökk fyrir allt og allt. Ásdís Steinunn Leifsdóttir er fædd í Reykjavík hinn 16. júlí 1952. Foreldrar hennar voru hjónin Jónína Steingrímsdóttir og Leifur Steinarsson, vélstjóri í Reykjavík. Ásdís ólst upp í Reykjavík í hópi fimm systra sinna, lauk kennaraprófi frá Kennaraháskóla Islands vorið 1972 og hefur verið kennari við Víðistaðaskóla í Hafnarfirði frá hausti 1972 og til dánardags. Hinn 26. ágúst 1972 giftist Ásdís eftirlifandi eiginmanni sínum, Guðfinni Þórðarsyni, en þau höfðu áður verið heitbundin í nokkur ár. Hafði ^sdís þá löngum verið heimagangur á heimili 'slendingaþættir tengdaforeldra sinna, þeirra Ingibjargar Bjarna- dóttur og Þórðar Gíslasonar, en þau reyndust Ásdísi bæði þá og alltaf síðan ástrík og umhyggjusöm allt til síðustu stundar. Þau Ásdís og Guðfinnur keyptu sér íbúð í fjölbýlishúsi í Norðurbænum í Hafnarfirði sama árið og þau giftust. En bráðlega hófust þau handa um byggingu á einbýlishúsi á Sævangi 7 og þangað fluttu þau inn árið 1979. Þau áttu sér fagurt heimili, sem bar glöggt vitni um samhug þeirra og samheldni, smekkvísi og dugnað. Guðfinnur reyndist einstök stoð og stytta Ásdísar í veikindum hennar og kom þá vel í ljós, að hann er einn af þeim sem vaxa í vanda hverjum og sýna best hvern mann þeir hafa að geyma, þegar mest reynir á. Ásdís og Guðfinnur eignuðust eina dóttur, Eyrúnu Björgu, sem er fædd 26. mars 1976 og er því aðeins sex ára, þegar hún nú verður að sjá á bak móður sinni og kveðja hana hinstu kveðju. Við biðjum þess með heitu hjarta, að Eyrúnu litlu Björgu megi vel farnast um ógengið æviskeið og að hún njóti heilbrigði og hamingju um langa framtíð. Ásdís Leifsdóttir hafði ekki lengi starfað með okkur í Víðistaðaskóla, þegar okkur varð ljóst, að þar höfðum við eignast trúan vinnufélaga og vin. Við hana var gott að ræða og með henni var gott að leita að lausnum ýmissa vandamála, sem óhjákvæmilega hljóta að skjóta upp kollinum í svo stórum skóla sen Víðistaðaskóli er. Meðal annars átti Ásdís sæti í kennararáði Víðistaða- skóla um skeið og átti þannig drjúgan þátt í að móta og mynda daglega starfsemi skólans. En svo börðu að dyrum hjá Ásdís erfið veikindi, - veikindi sem Ásdís hafði oft hugsað til og vissi um til hvers myndu að líkindum leiða. Jónína móðir Ásdísar hafði átt við mikil og löng veikindi að stríða áður en hún lést og kom það því löngum í hlut föður hennar og þeirra systranna að annast og sjá um heimilið, að ógleymdum afa og ömmu, sem bjuggu þar í sama húsi. Andstreymi og erfiðleikar höfðu því ekki gengið fram hjá garði fjölskyldu Ásdísar. Hún hafði orðið að sjá á bak systur sinni langt um aldur fram og önnur systir hennar hafði veikst alvarlega og lamast svo af völdum sjúkdóms síns, að nú er hún bundin við hjólastól. Sorgin hefur því oft verið óvæginn gestur í fjölskyldu Ásdísar. En hljóðlát og dul tókst hún á við sjúkdóm sinn, hélt í vonina svo lengi sem hægt var og æðraðist hvergi. Mánuðum saman barðist hún viðsjúkdóm- inn og skiptust þar á skin og skúrir. Að síðustu fékk hún langþráða hvíld. Vinir hennar og vandamenn eru þakklátir fyrir, að stríð hennar er nú á cnda og kveðja hana með góðar minningar og þökk í huga. Eiginmanni hennar og dóttur, föður hennar og systrum, tengdaforeldrum, aðstandendum hennar öðrum og ástvinum sendum við samúðarkveðjur og vonum og biðjum, að sá sem öllu lífi ræður verði þeim líkn í nauð. Vertu sæl Ásdís Steinunn. Starfsfólkið í Víðistaðaskóla þakkar þér góðar samverustundir, samstarf og vináttu. Hlýr hugur og hjartans þökk okkar allra fylgir þér yfir landamærin miklu. Vertu sæl Ásdís og góða ferð. „Himinn yfir. Huggast þú sem grœtur, stjörnur tindra, geislar guðs, gegnum vetrarnœtur. Vetrarnóttin varla mun oss saka, fyrst Ijósin ofan að yfir mönnum vaka. “ (Stefán frá Hvítadal) Hörður Zóphaníasson. 3

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.