Íslendingaþættir Tímans - 09.03.1983, Blaðsíða 2

Íslendingaþættir Tímans - 09.03.1983, Blaðsíða 2
gerninga væri aö ræða. Svo var fólskan og offorsið mikið að andstæðingar hans sáust alls ekki fyrir og ætluðu sér að gera Ólaf að óheiðarlegum misynd- ismanni í augum almennings. Þetta var vita vonlaust verk en hinn fólskulegi áróður náði nokkurri fótfestu í hugum sumra um stund, þótt allir sem til þekktu hefðu megnuStu skömm og andúð á þessu athæfi. En Ólafur stóð gerningaveðrið af séf með kjarki og karlmennsku. Er nú öllum Ijóst að atlögunni að Ólafi var hrundið. Kom þar fyrst og seinast til atgervi hans, framkoma og heiðarleiki í störfum. Það fer ekki á milli mála að Ólafur Jóhannesson er einn svipmesti stjórnmálamaður samtíðarinnar og hefur unnið sér óvenjumikió traust sem nær langt út fyrir flokk hans. í 20 ár var Ólafur þingmaður Norðurlandskjör- dæmis vestra, en ákvað að hætta þingmennsku þar árið 1979. Hygg ég að það hafi verið ásetningur hans þá að hætta þingmennsku með öllu. Þá reis upp alda meða framsóknarmanna í Reykjavík um að fá hann til framboðs þar. Varð úr að hann bauð sig fram í Reykjavík og fékk ágæta kosningu. Og nú þegar hann stendur á sjötugu er. hann enn frambjóðandi í Reykjavík vegna almennra áskor- ana. Ólafur er við góða heilsu og albúinn í kosningaslaginn. Er ég viss um að á þessum upplausnar- og óvissutímum verða margir til að kjósa Ólaf, sem án alls efa er einn af fremstu stjórnmálamönnum þjóðarinnar og mun áreiðan- lega leggja gott til úrlausnar vandasamra mála. Afmæliskveðju þessari fylgja góðar óskir um gott gengi í kosningunum. Árið 1941 giftist Ólafur konu sinni, Dóru Guðbjartsdóttur, ogeignuðust þau þrjú börn. Þau hjónin urðu fyrir þeirri þungbæru sorg að missa son sinn ungan, sem var hinn mesti efnismaður. Það fer ekki hjá því að Dóra hefur ekki farið varhluta af þeim stormum sem um Ólaf hafa staðið, en Dóra ér mikil mannkosta kona sem hefur staðið við hlið manns síns í baráttunni og á árciðanlega sinn þátt í þeirri sókn og þeim sigrum sem Ólafur Jóhannesson hefur unnið á litríkum og stórbrotnum stjórnmálaferli. Ég vil að lokum færa Ólafi Jóhannessyni og fjölskyldu hans mínar bestu árnaðaróskir á þessum tímamótum jafnframt því sem ég þakka honum fyrir ágæta samvinnu og samstarf og vináttu á liðnum árum og áratugum. Ég vona að þjóðin fái enn um langa hríð að njóta starfa og verka Ólafs Jóhannessonar. Tómas Arnason ■ Ólafur Jóhannesson utanríkisráðherra er sjö- tugur í dag, þess vegna langar mig til þess að setja nokkrar línur á blað, enda er áfanginn sem að baki þess háttar, að yfrið efni er til þess að um hann sé farið nokkrum orðum. Ólafur er fæddur á Stórholti í Fljótum 1. mars 1913. Sonur Jóhannesar kennara og bónda þar og víðar í Fljótum Friðbjarnarsonar Finnastöðum í Eyjafirði Benediktssonar og konu hans Kristrúnar Jónsdóttir frá Illugastöðum í Fijótum. Foreldrar Ólafs voru svo sem nærri má geta hið mesta merkis- og greindarfólk, en búskapur í harðbýlli og þröngsetinni sveit var ekki til auð- 2 söfnunar á þeim harðindaárum sem voru í æsku Ólafs. Þrátt fyrir það að veraldlegir fjármunir væru ekki miklir í Fljótum á þessum árum þá hefur þar búið myndar- og ágætis fólk og sést það best á því hve margt af vel gefnu og duglegu fólki á þar rætur sínar. Ólafur fór í skóla, enda frábær námsmaður og varð stúdent frá MA 1935. Lagaprófi lauk hann frá Háskólanum 1939. Héraðsdómslögmaður varð hann 1942. Síðan nam hann bæði í Stokkhólmi og Kaupmannahöfn. Ólafur réðist endurskoðandi og lögfræðingur hjá SÍS, stundaði einnig kennslu. Prófessor við laga- og viðskiptadeild varð hann 1947 og kenndi þar um langt árabil og samdi auk þess mörg grundvallarrit um íögfræðileg efni svo sem Stjórnarskipun Islands. Það sem nú er upptalið væri yfrið ævistarf, en hjá Ólafi var þetta aðeins inngangurinn. Víkur nú sögunni til Skagfirðinga. Alþingis- maður Framsóknarflokksins í Skagafriði hafði verið um langan aldur Steingrímur Steinþórsson búnaðarmálastjóri og fyrrv. forsætisráðherra. Steingrímur var orðinn við aldur og það var að ráði þeirra Skagfirðinga að fá Ólaf til þess að skipa annað sætið á lista framsóknarmanna í Skagafirði 1956. 1959 var Olafur síðan kjörinn 1. þm. Skagfirðinga og eftir kjördæmabreytinguna 1959 var hann þingmaður Norðurlands vestra allt til kosninga 1979, én þá ætlaði hann að hætta þingmennsku og baðst undan endurkjöri á Norðurlandi vestra. Þá gerðist það að framsóknar- menn í Reykjavík fengu Ólaf til þess að taka sæti á lista flokksins í Reykjavík. Ólafur Jóhannesson var enginn nýgræðingur í stjónmálum þegar hann réðist til framboðs í Skagafirði. Sú saga er sögð að einhvern tímann hafi það gerst á yngri árum Ólafs að hann hafi flutt ræðu á flokksþingi'. Ólafi liggur ekki hátt rómur og var skvaldur í salnum. Hafi þá fundarstjóri beðið menn að gefa ræðumanni hljóð, enda „eigið þið eftir að heyra meira í honum þessum". Framsóknarmenn hafa fengið að heyra í Ólafi Jóhannessyni og ekki bara þeir, þjóðin öll hefur fengið að heyra í honum, því tvímælalaust hefur enginn núlifandi stjórnmálamanna haft meir mannaforráð né markað svo stjórnmálalíf í landinu sem Ólafur. Þegar kjördæmaskipan var breytt 1959 skipaði Ólafur annað sætið á lista Framsóknarflokksins í Norðurlandskjördæmi vestra. Gerðist hann þegar ráðamaður mikill í kjördæminu og tókust þá fyrst kynni okkar. Ólafur hafði traust manna hvar sem hann kom og því meira sem menn kynntust honum betur. Hann var kjörinn formaður Fram- sóknarflokksins 1968 og gegndi því starfi til 1979, að hann kaus að fá formennskuna í hendur Steingrími Hermannssyni. Við kosningar 1971, hinar fyrstu er Ólafur leiddi flokkinn sem formaður, barðist hann ákaflega fyrir uppsögn landhelgissamningsins við Breta og útfærslu fiskveiðilögsögunnar í 50 mílur svo og var hann forgöngumaður byggðastefnunnar, sem flokkurinn hafði mótað. Báðum þessum málum auðnaðist honum að fylgja eftir, þannig að vegna þeirra spora er þá voru stigin og síðar undir forystu hans hefur þjóðin átt kost.á að búa við góð lífskjör og fulla atvinnu allt til þessa, þó að atvinnuleysi sé höfuðböl í öllum nágrannalöndum okkar. Þjóðin varð við kalli Framsóknarflokksins 1971 og þá urðu þáttaskil í þjóðlífinu. Ólafur myndaði stjórn og var skipaður forsætisráðherra 14. júlí 1971. Þjóðin braut af sér viðreisnarvesöld- ina og nú var söðlað um. Landhelgin færð út í 50 mílur og brotinn á bak aftur ólukkusamningur viðreinsnarherranna við Breta. Útfærslan skapaði skilyrði til aukinnar og bættrar nýtingar fiskimiða og varð undirstaðan að stórfelldri uppbyggingu í sjávarútvegi. Fólkið í atvinnuleysisþorpunum allt í kring um landið fékk tækifæri til þess að eignast togara, þeir urðu undirstaða að stórfelldri upp- byggingu í fiskiðnaði og þess vegna hefur þjóðin ennþá getað staðið af sér öll áföll þannig að unnt hefur verið að verjast atvinnuleysinu og varðveita velsæld. Viðreisnarvesöldinni létti og Framsókn- aráratugur gekk í garð. Ríkisstjórn Ólafs Jóhann- essonar starfaði fyrst með glæsibrag síðan brast suma aðila að stjórnarsamstarfinu áræði til þess að gera þær efnahagsráðstafanir sem gera þurfti. Þá rauf Ólafur þing á eftirminnilegan hátt og efndi til kosninga. Það réðist þannig meðal framsóknarmanna í Norðurlandskjördæmi vestra, að ég skipaði annað sæti á lista flokksins og síðan höfum við Ólafur átt mikið saman að sælda. Ekki get ég neitað því að ég hálfkveið fyrir þessu samstarfi. Ólaf þekkti ég að vísu nokkuð, af því að ég hafði síðan kjördæmabreytingin 1959 var gerð, setið kjördæmisþing flokksins svo og flesta stjórnmálafundi í heimabyggð minni og lengst af verið stjórnarmaður í kjördæmissambandsstjórn og átt margvísleg samskipti við Ólaf. Mér var það ljóst að hann var vitur forystumaður, þó höfðum við oft orðið ósammála og ég ekki alltaf haft sömu skoðanir á málefnum eins og hann. Ég vissi að Ólafur var þungur á bárunni og kveið því hálfvegis að hann mundi vilja beita mig ofríki í svo nánu samstarfi sem við þurftum að hafa sem þingmenn sama flokks í sama kjördæmi. Þessi ótti minn varð sér strax rækilega til skammar. Ég get ekki hugsað mér betri samstarfsmann en Ólaf, ráðhollan vitmann, sem hlustar gaumgæfilega á félaga sína og forðast að bera þá ráðum. Kosningarnar 1974 eru mér eftirminnilegar. Hópur manná úr Framsóknarflokknum kaus sér annan vettvang, sumir þeirra nánir vinir mínir og samstarfsmenn. Margvísleg sárindi fylgdu því uppgjöri. Þeim er nú þakkað fyrir samfylgdina hjá sínum nýju félögum. Þess vegna var þessi kosningabarátta örðug, en þó lærdómsrík. Okkur Ólafi gekk vel og Ólafur myndaði ríkisstjórn. Sú ríkisstjórn er þó ekki kennd við hann heldur Geir Hallgrímsson. Ólafi var sama þó hann yrði ekki forsætisráðherra, úr því hann gat tryggt áfram- haldandi framgang byggðastefnunnar, frekari út- færslu landhelginnar og skilyrði til fullrar atvinnu í landinu. Ólafur tók að sér að stjórna landhelgis- stríðinu sem dómsmálaráðherra og þar með yfirmaður landhelgisgæslunnar. Þetta lýsir Ólafi. Auðvitað var beiting landhelgisgæslunnar megin- atriði þessa kjörtímabils. Hann hafði einnig tryggt það að Einar Ágústsson yrði áfram utanríkisráðherra og í þeirri baráttu sem þá var skipulögð voru þetta lykilpóstarnir. Auðvitað hefði verið betra ef við hefðum líka haft hönd á forsætisráðuneytinu og fjármálaráðuneyt- inu í samstarfinu 1974-78. en á allt verður nú ekki kosið. I framtíðinni, þegar sagan verður athuguð, þá Islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.